Fréttablaðið - 12.01.2007, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 12.01.2007, Blaðsíða 6
 Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, og Søren Gade Jensen, varnarmála- ráðherra Danmerkur, undirrituðu í gær samkomulag um eflt sam- starf Landhelgisgæslunnar og danska flotans. Að sögn Björns er samkomulagið fyrst og fremst pólitísk viljayfirlýsing um að „þróa hið góða samstarf áfram og að víkka það út“. Undirritunin fór fram um borð í danska varðskipinu Triton í Reykjavíkurhöfn. Áður hafði danski ráðherrann fært þyrlusveit Landhelgisgæslunnar heiðursvið- urkenningu fyrir björgun skip- verjanna af Triton sem fóru í sjó- inn við strandstað flutningaskipsins Wilson Muuga við Reykjanes 19. desember síðastliðinn. Søren Gade sagðist mjög ánægður og stoltur yfir að hafa með undirritun sam- komulagsins staðfest það góða samstarf sem Íslendingar og Danir ættu með sér á þessu sviði og viljann til að þróa það áfram og efla. Gade sagði atvikið í desember „sýna svo ekki verði um villst, hve mikilvægt samstarfið er milli Íslands og Danmerkur, enda hafa báðar þjóðir ríkulegra hagsmuna að gæta á þessu svæði“ þar sem veður eru válynd og aðstæður til leitar og björgunar oft erfiðar, ef slys ber að höndum. Báðir ráðherrar vöktu athygli á því að umferð stórra skipa væri sívaxandi um hafsvæðið milli Grænlands, Íslands og Færeyja, bæði siglingar skemmtiferðaskipa með allt að 5.000 menn um borð, og risavaxinna olíu- og gasflutn- ingaskipa sem flytja hættulegan farm frá nýju vinnslusvæðunum í Barentshafi. Því sé viðbúnaður gegn mengunarslysum mjög mik- ilvægt atriði sem hið eflda gæslu- samstarf beindist ekki síst að. Björn lét þess ennfremur getið, að forsendur væru ekki fyrir hendi til að gera sambærilegt sam- komulag við aðrar þjóðir en Dani, þar sem engin önnur þjóð héldi úti viðlíka viðbúnaði á þessu haf- svæði, sem varðskipið Triton væri gott dæmi um. „En að sjálfsögðu erum við fúsir til að eiga samstarf við aðrar þjóðir og það hefur meðal annars verið talað um að við gerðumst aðilar að þríhliða samningi Breta, Bandaríkjamanna og Kanadamanna um öryggismál á Norður-Atlantshafi,“ sagði Björn og bætti við að þetta myndi eflaust bera á góma í þeim viðræðum sem framundan væru við Breta og Kanadamenn. Íslenska embættis- mannanefndin, sem þegar hefur hafið viðræður um eflt varnar- samstarf við Norðmenn og Dani, heldur til Lundúna í næstu viku í þessum erindagjörðum. Gæslusamstarf eflt Björn Bjarnason dómsmálaráðherra og danski varnarmálaráðherrann Søren Gade undirrituðu í gær samkomulag um eflt samstarf Landhelgisgæslunnar og dönsku strandgæslunnar. Áherslan beinist ekki síst að viðbúnaði gegn mengunarslysum. Átt þú iPod tónlistarspilara? Hefur þú borðað hvalkjöt? Álagður tekjuskattur á fjármálafyrir- tæki hefur margfaldast á síðastliðnum árum, og er í dag um 38 prósent af tekjuskattsálögum íslenskra fyrirtækja. Árið 2004 var hlutfallið um 15 prósent. Alls var álagður tekjuskattur á fyrirtæki 34,7 milljarðar króna á síðasta ári, samkvæmt samantekt ríkisskattstjóra, sem vitnað er til á vef Samtaka atvinnulífsins. Árið 2005 numu álögurnar um 23,8 milljörðum króna, og hafa álögurnar því aukist um 45,8 prósent milli ára, í hlutfalli við tekjur fyrirtækj- anna. Álagður tekjuskattur á fjármálafyrirtæki og vátryggingarfyrirtæki var alls um 13 milljarðar króna á síðasta ári, samanborið við 5,6 milljarða árið áður, og 2,1 milljarð árið 2004. Aukningin milli áranna 2005 og 2006 er um 134 prósent. Sá flokkur fyrirtækja sem mestar álögur bar utan við fjármálastarfsemina er flokkur sem inniheldur meðal annars fasteignaviðskipti, leigustarfsemi, starfsemi tengda tölvum, og starfsemi lögfræðinga. Álögurnar á þennan hóp fyrirtækja voru um 6,1 millj- arður á síðasta ári, og höfðu aukist um 16 prósent frá árinu áður. Álögur aukist um 134 prósent Auk þess eflda sam- starfs um eftirlit, leit og björgun, sem kveðið er á um í nýja sam- komulaginu, staðfesti Sören Gade í samtali við Fréttablaðið að Danir hefðu áhuga á því að nýta hina „frábæru“ aðstöðu sem fyrir hendi væri á Keflavíkurflugvelli til að stunda þaðan flugheræfing- ar. „Danski flugherinn er jú með F-16-þotur sem þurfa stöðugt að fljúga og stunda æfingar,“ segir Gade, og þótt þessar þotur séu mjög fjölhæf og öflug tæki geti þær ekki lent á þeim litlu flug- völlum sem eru á Grænlandi og í Færeyjum. Það geti því verið eftirsóknar- vert fyrir flug- menn danska flughersins að spreyta sig á æfingaflugi við íslenskar aðstæður. „Burtséð frá því að hér er ekki lengur bandarískur herafli með fasta viðveru tel ég sjálfsagt að aðrir banda- menn Íslendinga í NATO sýni vilja sinn, getu og skuldbindingu til að verja Ísland, en einmitt það geta þeir gert með því að senda herþotur sínar til æfinga hér á landi, samkvæmt samkomulagi við íslensk stjórnvöld,“ segir Gade. Gade telur aftur á móti minni líkur á að NATO telji þörf á stöð- ugu lofthelgiseftirliti hér eins og bandalagið annast í Eystrasalts- löndunum. Ráðherrann segir Íslendinga njóta góðs orðstírs innan NATO fyrir framlag sitt til friðargæslu- verkefna, og hann geti vel hugs- að sér að Danir ættu nánara sam- starf við Íslendinga um þátttöku í slíkum verkefnum í framtíðinni. Áhugi á flugheræfingum hér Søren Gade, varnarmálaráðherra Danmerkur, afhenti í gærmorgun starfsmönn- um Landhelgisgæslunnar sem tóku þátt í björgun sjómanna af danska varðskipinu Triton hinn 19. desember síðastliðinn heiðursviðurkenningu. Sjö skipverjum var bjargað eftir að bát þeirra hvolfdi. Einn skipverjanna drukknaði. „Þetta er mikill heiður fyrir okkur, enda æðsta viðurkenning danska hersins“ segir Georg Lárusson, forstjóri LHG. Þakka björgun Þegar sex manna fjöl- skylda gat ekki búið lengur inni á ættingjum og vinum hvarf hún bókstaflega ofan í jörðina. Fjölskyldan bjó í manngerðum helli og eldaði þar matinn sinn yfir eldi. Fjölskyldan fannst fyrir tilviljun og var þegar í stað flutt á sjúkrahús vegna reykeitrunar. Þetta kemur fram í Svenska Dagbladet. Fjölskyldan er ekki lengur í hættu og mega börnin fara heim strax og félagsþjónustan hefur fundið húsnæði fyrir fjölskyld- una. Mamman er hinsvegar þunguð og þarf sérstaka með- höndlun vegna fóstursins. Þau voru öll hætt komin. Pabbinn var hins vegar þegar á sjúkrahúsinu vegna annars þegar fjölskyldan var flutt þangað. Hætt komin vegna reyks Erlendum ferðamönnum sem komu hingað til lands fjölgaði um þrettán prósent á milli ára, samkvæmt upplýsing- um frá Ferðamálastofu. Alls komu rúmlega 422 þúsund erlendir ferðalangar til landsins í fyrra. Þeir hafa aldrei verið fleiri á einu ári. Bretar voru fjölmennastir þeirra sem komu hingað á seinasta ári, eða sextán prósent af öllum erlendum ferðamönnum. Bandaríkjamenn koma næstir, en þeir voru rúm þrettán prósent erlendra ferðalanga sem komu til Íslands í fyrra. Þrettán prósent fleiri ferðamenn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.