Fréttablaðið - 12.01.2007, Side 65
9 10 11 12 13 14 15
Árlegir nýárstónleikar Tíbrár-
tónleikaraðarinnar verða haldnir
í Salnum á morgun, laugardag.
Þetta er fjórða árið í röð sem
Salonhljómsveit Sigurðar Ingva
Snorrasonar fagnar nýju ári með
glæsilegum Vínartónleikum í
Salnum.
Að þessu sinni hefur þetta ein-
valalið hljóðfæraleikara fengið
til liðs við sig hjónin Hönnu Dóru
Sturludóttur, sópran, og Lothar
Odinius, tenór, og gefst tónlistar-
unnendum nú einstakt tækifæri
til að heyra í þessum frábæru
söngfuglum frá Berlín. Munu þau
koma víða við í óperettuheimin-
um ásamt hljómsveitinni.
Salonhljómsveit Sigurðar
Ingva er skipuð átta tónlistar-
mönnum úr fremstu röð, fiðlaran-
um snjalla Sigrúnu Eðvaldsdótt-
ur, sem leikur einleik og er
jafnframt konsertmeistari hljóm-
sveitarinnar, Pálínu Árnadóttur
fiðluleikara, Bryndísi Höllu
Gylfadóttur sellóleikara, Hávarði
Tryggvasyni kontrabassaleikara,
Martial Nardeau flautuleikara,
Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur
píanóleikara, Pétri Grétarssyni
slagverksleikara og klarínettu-
leikaranum og hljómsveitarstjór-
anum Sigurði Ingva Snorrasyni.
Á efnisskránni eru að vanda
ljúfustu söngvar, svellandi vals-
ar, spriklandi polkar og önnur
gleðitónlist úr gnægtabrunni Vín-
artónlistarinnar. Enn eru nokkur
sæti laus en vakin er sérstök
athygli á því að undanfarin ár
hafa færri komist að en vildu.
Tónleikarnir hefjast kl. 16.
Tíbrártónleikar á nýju ári
å
GERÐUBERG
www.gerduberg.is
Ljóðlist og þýðingar í brennidepli
um næstu helgi!
Sólin hefur enn ekki sungið sitt síðasta
Ritþing Ingibjargar Haraldsdóttur
Laugardaginn 20. janúar kl. 13:30 – 16:00
Frá Kölska til kynlífs - Málþing um þýðingar
Í samstarfi við Jón á Bægisá - Tímarit þýðenda
og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur
Sunnudaginn 21. janúar kl. 13:30 – 16:00
Vissir þú að...
í Gerðubergi er góð aðstaða fyrir ráðstefnur
námskeið, fundi og móttökur
Sjá nánari upplýsingar á www.gerðuberg.is
Þetta vilja börnin sjá!, Brot af því besta og Hugarheimar. Næst síðasta sýningarhelgi!
Sýningarnar eru opnar virka daga frá kl. 11 -17 og um helgar frá kl. 13 - 16
Gerðuberg • sími 575 7700
„DAUÐUR, SKÍTUGUR, TÓMUR“
DAGUR VONAR