Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.01.2007, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 12.01.2007, Qupperneq 26
greinar@frettabladid.is Fjör færist jafnan í Stefán Ólafsson prófessor, þegar þingkosningar nálgast. Hann stagaðist á því í kosningabarátt- unni fyrir fjórum árum, að fátækt hefði aukist á Íslandi. Hann átti við hlutdeild tekju- lægsta hópsins í heildartekjum, en hún hafði minnkað af þeirri ástæðu einni, að ríku fólki hafði fjölgað. Stefán þagnaði raunar snarlega, þegar bent var á, að Reykjavíkurborg hafði undir forystu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur gengið hart fram í að skerða kjör þeirra, sem minnst mega sín. Nú heldur Stefán því fram, að ríkisstjórnin hafi stórhækkað skatta, þótt tekjuskattur einstakl- inga hafi lækkað úr 30,41% 1997 í 22,75% 2006 og tekjuskattur fyrirtækja úr 45% 1991 í 18% 2001, eignarskattar, aðstöðugjald og hátekjuskattur allt verið fellt niður og erfðafjárskattur lækkaður. Stefán nefnir tölur frá OECD um það, að tekjur hins opinbera sem hlutfall af lands- framleiðslu hafi hækkað meira á Íslandi en annars staðar. Í Morgunblaðinu 24. febrúar 2006 segir Stefán háðslega, að Davíð Oddsson sé skattakóngur Íslands. Ríkisstjórn hans hafi fundið „breiðu bökin“. Skattbyrði tekjulægsta hópsins hafi þyngst vegna þess, að skattleysismörk hefðu ekki færst eins hratt upp og launatekjur. Í fyrsta lagi ruglar Stefán saman skattheimtu (til dæmis hvort tekjuskattur er 10% eða 20%) og skatttekjum (hver afrakstur af skattheimtunni er í krónum). Davíð Oddsson og menn hans töldu vissulega mikilvægt að minnka skatt- heimtu. En þeir bentu einmitt á, að það gæti leitt til aukinna skatttekna ríkisins. Til dæmis voru varla til neinar fjármagns- tekjur fyrir tíu árum, af því að fjármagn var illa nýtt. Nú nema skatttekjur ríkisins af fjármagns- tekjum 18-20 milljörðum króna á ári. Skatttekjur af tekjuskatti fyrirtækja voru 2,7 milljarðar 1991, þegar tekjuskatturinn var 45%, en þær eru 20,5 milljarðar 2005, þegar tekjuskatturinn er 18%. Skattheimta hefur minnkað, en skatttekjur aukist. Í öðru lagi gerir Stefán ekki greinarmun á skatttekjum ríkis og sveitarfélaga. Skatttekjur ríkissjóðs voru sem hlutfall af landsframleiðslu 32,4% 1992, fóru næstu tvö ár niður í rúm 30%, voru um 31 til 33% næstu ár, en fóru upp í 34,3% 2004 og 36,9% 2005. Áætlað er, að þær fari næstu tvö ár niður aftur og verði 32,1% 2008. Þá verður hlutfallið komið niður fyrir það, sem það var 1992. Eru þetta stórkostlegar skattahækkanir? Því miður hefur orðið önnur þróun í skatttekjum sveitarfé- laga. Þær voru sem hlutfall af landsframleiðslu 8,6% 1994 og voru komnar upp í 12,4% 2002, en gert er ráð fyrir, að þær verði 12,3% 2008. Með öðrum orðum hafa skatttekjur sveitarfélaga hækkað um tæpan fjórðung. Stærsta sveitarfélagið er Reykjavík. Þar var Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri 1994-2002. Er hún ekki sannnefnd skattadrottning Íslands og þótt víðar væri leitað? Í þriðja lagi er skuldasöfnun óbein skattlagning. Stefán þegir vandlega um, að ríkið hefur greitt niður skuldir. Hreinar skuldir ríkisins hafa minnkað úr 170 milljörðum 1997 í 45 millj- arða 2006. Hreinar skuldir sveitarfélaga (og þá aðallega Reykjavíkurborgar) jukust hins vegar úr 14 milljörðum 1993 í 60 milljarða 2006. Þetta er stórkost- leg aukning. Er Ingibjörg Sólrún ekki sannnefnd skuldadrottning Íslands og þótt víðar væri leitað? Í fjórða lagi er vissulega rétt, að árin 2004 og 2005 skutust skatttekjur ríkisins upp, þótt þær fari væntanlega 2008 niður í sama hlutfall og þær voru 1992. Auknar skattgreiðslur tekju- lægsta hópsins vegna hærri tekna hans mynda óverulegar skatttekjur og skýra auðvitað ekki nema að litlu leyti auknar skatttekjur ríkissjóðs. Skýring- arnar eru aðrar. Vegna góðæris- ins myndast miklar tekjur af vörugjöldum. Meira er líka keypt hlutfallslega af þeirri vöru, sem ber hæstan virðisaukaskatt. Menn greiða skatta af meiri hluta tekna sinna en áður, af því að skattleysismörkin hafa ekki færst eins hratt upp og launatekj- ur. Ríkið sparar sér líka ýmsar tekjutengdar bætur, til dæmis barnabætur og vaxtabætur, af því að þeir, sem þær fengu, þurfa þeirra ekki lengur með. Eftir stendur, að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er í senn skatta- og skuldadrottning Íslands, en við hirð hennar skemmtir Stefán Ólafsson með sjónhverfingum. Honum ferst það vel úr hendi: Það er ekki á allra færi að breyta raunveru- legum skattalækkunum í skattahækkanir með talnabrell- um. Talnabrellur Stefáns Ólafssonar Stefán þagnaði raunar snar- lega, þegar bent var á, að Reykjavíkurborg hafði undir forystu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur gengið hart fram í að skerða kjör þeirra, sem minnst mega sín. Geymslumál safna hafa verið mikið til umræðu í kjölfar skýrslu nefndar sem ég fól á síðasta ári að kanna þörf undirstofn- ana menntamálaráðuneytis á geymslurými og koma með tillögur til lausnar. Almennt er geymsluaðstaða opinberra safna í því horfi sem ekki verður við unað, þótt á því séu vissulega undantekningar sem betur fer. Skortur er á geymslurými og þær geymslur sem í notkun eru fullnægja fæstar lágmarksöryggiskröf- um. Menningararfur þjóðarinnar er víða í hættu og má í því sambandi minna á fréttir af tjóni Náttúru- fræðistofnunar Íslands. Því taldi ég mikilvægt að vandinn yrði skilgreindur þannig að auðveldara yrði að átta sig á þeim úrlausnar- efnum er liggja fyrir og kanna hvort og þá hvar væri möguleiki á samnýtingu geymsluhúsnæðis. Brýnastur er vandi Þjóðskjalasafns Íslands. Ófremdarástand hefur skapast um geymslumál Þjóð- skjalasafnsins og safnið fær ekki risið undir lög- bundnum skyldum sínum. Nú bíða um 130 opinberar stofnanir eftir að afhenda safninu skjöl og gögn, en safnið hefur ekki aðstöðu til að veita þeim viðtöku. Við einkavæðingu bankanna og rík- isstofnana færðist sú skylda á safnið að taka á móti og ganga frá stórum skjalasöfnum og mikilvægt er að safninu verði gert kleift að sinna þeirri skyldu. Einnig er brýn nauðsyn þess að tekið verði með festu á geymslumálum Listasafns Íslands sem hefur í safnhúsi sínu eina góða sérhannaða málverkageymslu sem er þó löngu sprungin. Að auki leigir safnið óhent- uga geymslu. Núverandi geymsluaðstaða er því alls- endis ófullnægjandi. Í skýrslunni var ekki tekið á geymslumálum Nátt- úrugripasafns Íslands enda eru málefni safnsins ekki á forræði menntamálaráðherra fyrr en að lög hafa verið sett um stofnun Náttúruminjasafns Íslands. Frumvarp þess efnis liggur nú fyrir Alþingi og brýnt að það verði samþykkt sem fyrst þannig að hægt verði að taka næstu skref. Fram að því er það á ábyrgð Náttúrufræðistofnunar að sjá til þess að gripir safns- ins séu varðveittir á forsvaranlegan hátt. Það eru ærin verkefni framundan í geymslumálum safna. Þau verða ekki leyst á einni nóttu heldur í áföng- um. Brýnustu verkefnin þola hins vegar enga bið. Höfundur er menntamálaráðherra. Brýn verkefni í geymslumálum safna Þ orgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskólans, rituðu í gær undir samkomulag um menntun og rannsóknir. Það markar nýtt upphaf í þróun vísindarannsókna og háskólakennslu. Í því felst einnig veigamesta pólitíska ákvörðun kjörtímabilsins. Þegar Benedikt Sveinsson þingmaður Norðmýlinga hóf barátt- una fyrir íslenskum háskóla á Alþingi var á brattann að sækja. Efi margra var sterkur. En hugsjón hans var stór og framsýnin skörp. Þegar hann mælti fyrir háskólafrumvarpinu 1881 komst hann svo að orði: „Þannig hefur innlend menntun, framför og frelsi jafnan verið þrjár skyldgetnar himinbornar systur, sem hafa haldist í hendur og leitt hverja einstaka þjóð að því takmarki, sem forsjónin hefur sett henni.“ Grímur Thomsen var sennilega eini sanni heimsborgarinn á þingi þá. Honum fannst háskólahugsjónin háfleyg og fyrst og fremst skáldleg því það væri fáheyrt einsdæmi að sjötíuþúsund manna þjóð hefði háskóla. Skáldið setti ofan í við fullhugann með þessari samlíkingu við flug valsins: „Hann sér ekki ævinlega vel fram á veginn þótt hann beini fluginu hátt. Eins er um 2. þingmann Norður Múlasýslu, svo vel sem hann hugsar, og svo háfleygur sem hann er í anda, þá er hann ekki ólíkur valnum, þegar hann er kallaður fálki.“ Andríki andmælanna hafði betur á þeim tíma. Nú er önnur öld. Vissulega efuðust ýmsir þegar háskólarektor kynnti stefnumörk- un um að koma Háskóla Íslands í fremstu röð. Margir hafa ugg- laust hugsað sitt. Engum datt þó í hug að kalla valinn fálka. Hitt var ljóst að komið var að vatnaskilum í starfi skólans. Framhaldið var augljóslega háð því hvernig brugðist yrði við á vettvangi stjórnmálanna. Óhætt er að fullyrða að menntamála- ráðherra hafi brotið blað með þeirri skýru og markvissu skuld- bindingu sem undirrituð var í gær. Það er til marks um að gildi fjárfestingar í menntun og rannsóknum er réttilega metið. Engin fjárfesting önnur er traustari undirstaða fyrir efnaleg- ar framfarir en af því tagi sem þessi gerð felur í sér. Hún skilar Háskólanum ekki á leiðarenda þess markmiðs sem sett hefur verið en hún gerir honum kleift að leggja í þá för. Þar að baki liggur vel ráðin og metnaðarfull pólitísk ákvörðun. Mikilvægt er að hlú að fjölbreyttri háskólakennslu í landinu. Samkeppni á sviði vísinda og rannsókna er nauðsynleg. En sú pól- itíska ákvörðun sem felst í samningi Háskólans og stjórnvalda markar skýra stefnu um hvar höfuð ábyrgðin liggur á þessu sviði. Með því er ekki gert lítið úr öðrum. Háskólinn hefur fengið byr í seglin. Fróðlegt verður að fylgjast með starfi vísinda- og fræðimanna skólans á komandi tíð. Þjóðin þarf að sjá og fylgjast betur með því starfi sem þar fer fram og reyndar á öðrum vettvangi þar sem rannsóknir eru stundaðar af metnaði og framsýni. Gott aðhald þarf að vera að því starfi. Nú um stundir tíðkast ógjarnan hátimbruð orð eins og notuð voru í upphafi háskólabaráttunnar. En með vissum hætti má segja að í gær hafi rektor og menntamálaráðherra staðið saman sem ágætis tákn fyrir þær þrjár „himinbornu systur“ sem þá var lýst. „Himinbornar systur“ SAMFÉLAGSVERÐLAUN HEFUR ÞÚ ORÐIÐ VITNI AÐ GÓÐVERKI? Óskað er eftir tilnefningum til Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins sem veitt verða 22. febrúar nk. Til greina koma allir sem hafa lagt sitt af mörkum til að gera íslenskt samfélag betra. Sendið inn tilnefningar um fólk sem er þess verðugt að fá slík verðlaun. Allir koma til greina, jafnt einstaklingar sem félagasamtök, sem hafa verið öðrum til fyrirmyndar. Sendið tilnefningar með því að fara inn á vísir.is, með tölvupósti á netfangið samfelagsverdlaun@frettabladid.is eða bréfleiðis merkt Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins, Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík. Frestur til að skila inn tilnefningum rennur út 23. janúar. Dómnefnd tekur allar innsendar tilllögur til skoðunar. Verðlaunahafar verða kynntir við hátíðlega athöfn 22. febrúar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.