Fréttablaðið - 12.01.2007, Side 40
I ngibjörg á tvo stráka. Sá eldri, Natan Smári, verður sjö ára á þessu ári en sá yngri, Baltasar
Smári kom í heiminn þann 11.
desember síðastliðinn. Fæðingin gekk
ekki þrautalaust því Baltasar var
tekinn með keisaraskurði. Allt gekk
þó vel að lokum og mæðginin voru
komin heim aðeins þremur dögum
seinna.
Jafn ótrúlegt og í fyrsta sinn
„Þetta er algjört kraftaverk og
yndisleg tilfinning að fæða þennan
dreng í heiminn. Þetta var jafn
ótrúlegt og í fyrsta skiptið,“ segir
Ingibjörg aðspurð um fæðingu
Baltasars Smára. „Hann er alveg
rosalega góður og það er eiginlega
ekki hægt að fara fram á að hann sé
betri. Hann fæddist með fullt af
svörtu hári og er alveg eins og pabbi
sinn – hann er meira að segja með
kollvikin hans,“ segir Ingibjörg og
hlær.
Það er í nógu að snúast við að fæða
ungan og heilbrigðan dreng og
Ingibjörg segir soninn vera mikinn
sælkera. „Hann þyngist hratt, drekkur
mikið og vaknar á tveggja klukku-
stunda fresti til að fá sitt. Það er því
ekki mikið um svefn þessa dagana og
fín stemning í svefnherberginu á nótt-
unni. Ég get hins vegar ekki kvartað.
Hann er svo stór og heilbrigður að ég
get farið að taka hann með í vinnuna,“
segir Ingibjörg og bætir við að hún
gæti vel hugsað sér að eignast þriðja
barnið fljótlega . „Kannski ekki alveg
strax en það mun í það minnsta ekki
líða sex og hálft ár á milli eins og
raunin var núna.“
Smá afbrýðisemi
hjá þeim eldri
Ingibjörg segir það erfiðasta við
fæðingu Baltasars Smára hafa verið
viðbrögð eldri bróður hans. „Hann er
auðvitað mjög stoltur eldri bróðir en
þetta eru mikil viðbrigði fyrir hann.
Hann var búinn að vera prinsinn í sex
og hálft ár og það er erfitt fyrir hann
að horfa upp á lítið kríli sem fær að
sofa í hjónarúminu og eyðir öllum
sínum tíma með mömmu. Okkur var
sagt að þetta jafnaðist á við að Jón
Arnar myndi koma heim með nýja
konu og við ættum að vera bestu
vinkonur. Þetta er svakalega sterk
tilfinning og hann er afbrýðisamur.
Það tekur nokkra mánuði fyrir hann
að venjast þessu,“ segir Ingibjörg.
Að sameina barneignir
og vinnu
Eins og áður sagði eru Ingibjörg og
Jón Arnar með verslunarrekstur í
tveimur löndum, Íslandi og Dan-
mörku og Ingibjörg ætlar út til
Danmerkur eftir tvær vikur. „Ég tek
hann með mér. Það er svo margt
skemmtilegt að gerast þar að ég verð
að fara út. Við erum að opna nýja búð
í miðbæ Kaupmannahafnar sem
verður flaggskip Oasis-keðjunnar í
Danmörku og það er afar spennandi,“
segir Ingibjörg sem hræðist ekkert að
fara út með svona ungt barn.
„Ég hugsa aldrei um það að
eitthvað sé erfitt. Auðvitað ganga
börnin fyrir en ég hef aldrei verið fyrir
það að troða þeim í bómull. Ég ætla
mér ekki að vera á ferðinni allt árið
um kring. Við erum með gott
starfsfólk í Danmörku sem við
treystum en það er mikilvægt að vera
á staðnum þegar stóru hlutirnir
gerast.“
Metnaðargirnin minnkar ekki
Ingibjörg hefur komist langt þrátt
fyrir ungan aldur en hún varð þrítug í
nóvember síðastliðnum. Aðspurð
hvort hún hafi ekki hugsað um að
slaka á eftir barnsburð segir hún það
ekki hafa komið til greina.
„Ég er enn jafn metnaðargjörn og
ég var áður. Ég vil gera allt enda er ég
enn ung. Það kom aldrei til greina að
setjast í helgan stein. Ég vil hafa börn-
in hjá mér, heimilið skiptir mig miklu
máli og tíminn sem ég eyði með börn-
unum en það er alltaf spurning um að
sauma þetta saman. Vinnan er
áhugamál mitt og þetta gekk vel með
eldri strákinn hann Natan. Hann
byrjaði mjög ungur að fara með
okkur í vinnuna og hefur alist upp við
það. Það verður auðvitað að passa
upp á að það sé ekki mikið rót en ég
hef ekki trú á því að það sé öllum fyrir
bestu að hafa hlutina niðurnjörvaða.
Við vinnum vel saman og fáum mikla
hjálp frá foreldrum mínum. Það
koma auðvitað erfiðir tímar en við
erum ein stór fjölskylda sem hjálpast
að,“ segir athafnakonan Ingibjörg.
Texti: Óskar Hrafn Þorvaldsson
„ÉG HUGSA ALDREI UM
ÞAÐ AÐ EITTHVAÐ SÉ
ERFITT. AUÐVITAÐ
GANGA BÖRNIN FYRIR
EN ÉG HEF ALDREI
VERIÐ FYRIR ÞAÐ AÐ
TROÐA ÞEIM Í BÓMULL.“
SEST EKKI Í HELGAN STEIN
ÞÓ AÐ BÖRNUNUM FJÖLGI
ATHAFNAKONAN INGIBJÖRG ÞORVALDSDÓTTIR
EIGNAÐIST SITT ANNAÐ BARN
FYRIR TVEIMUR MÁNUÐUM
Það er ekki auðvelt að vera
með verslunarrekstur í
tveimur löndum og standa í
barneignum á sama tíma.
Athafnakonan Ingibjörg
Þorvaldsdóttir rekur
húsbúnaðarverslunina Habitat
hér á Íslandi og fimm Oasis-
tískuvöruverslanir í Dan-
mörku ásamt manni sínum
Jóni Arnari Guðbrands-
syni. Sú sjötta opnar þar í
byrjun mars og því er í mörg
horn að líta. Sem væri
kannski ekki svo mikið ef hún
hefði ekki eignast dreng fyrir
rétt tæpum tveimur mánuð-
um. Sirkus ræddi við þessa
kjarnakonu sem segir það
ekki vera neitt mál að sam-
eina móðurhlutverkið og
kröfuharðan viðskiptaheiminn.
BLS. 8 | sirkus | 12. JANÚAR 2007
Ingibjörg og synirnir tveir Stolt móðir ásamt sonum sínum Natan Smára og Baltasar Smára. SIRKUSMYND/HEIÐA
Sjónmælingar
linsumælingar