Fréttablaðið - 12.01.2007, Qupperneq 8
Gítar
Trommur
Bassi
10 vikna skemmtileg hljóð-
færanámskeið ætluð börnum
og ung lingum. Kennt er í
litlum hóp tímum þar sem
þátttakendum er raðað
saman eftir aldri og getu.
Upplýsingar og skráning á heimasíðu okkar
www.tonsalir.is
ónsalir Rokk
Popp
Blús
Jass
Skemmtileg námskeið
Tónsalir Bæjarlind 2 sími 534 3700 www.tonsalir.is
Óvenjumikið fjölmenni
heimsótti Akureyrarkirkju í
desember. Þetta kemur fram á
heimasíðu kirkjunnar. Hátt á
fjórða þúsund manns tók þátt í
hefðbundnu helgihaldi kirkjunn-
ar á aðventu og um jól en við
skírnir, hjónavígslur og útfarir
mættu ríflega 2500 manns.
Við þetta bætast svo heim-
sóknir leik- og grunnskólabarna
sem í mánuðinum voru alls um
700. Að samverum Safnaðarheim-
ilisins meðtöldum má segja að
um tíu þúsund manns hafi
heimsótt kirkjuna í desember
sem þykir afar góð kirkjusókn.
Tíu þúsund
kirkjugestir
Hvað heitir varnarmálaráð-
herra Danmerkur?
Hvað heitir sæstrengurinn
sem bilaði fyrir jól og hefja á
viðgerð á í dag?
Hvað heita Íslandsmeistarar
para í keilu?
Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir menntamálaráð-
herra og Kristín Ingólfsdóttir,
rektor Háskóla Íslands, undirrit-
uðu í gær samning til fimm ára
um kennslu og rannsóknir við
Háskóla Íslands. Felur samning-
urinn í sér að fjárveitingar ríkis-
ins til rannsókna þrefaldast á
samningstímanum og aukast
framlög til kennslu um 75 prósent
samanborið við framlög á fjárlög-
um árið 2006. Rannsóknaframlög
til Háskóla Íslands hækka með
samningnum um 640 milljónir
árlega á tímabilinu 2008 til 2011
eða um tæpa þrjá milljarða í lok
samningstímabilsins.
Í samningnum er meðal annars
stefnt að því að stórefla rann-
sóknatengt framhaldsnám við
Háskólann með því að fimmfalda
fjölda brautskráðra doktora og
tvöfalda fjölda brautskráðra
meistaranema á samningstímabil-
inu. Framboð námskeiða í fram-
haldsnámi verður aukið, meðal
annars með auknu samstarfi við
erlenda háskóla. Fjölga á birting-
um vísindagreina kennara við
Háskóla Íslands í virtum, alþjóð-
legum, ritrýndum tímaritum og
útgáfu bóka gefnum út hjá virtum
bókaútgefendum. Auknum fram-
lögum í Rannsóknasjóð Háskól-
ans er ætlað að efla doktorsnám
og að undirbúa umsóknir til
alþjóðlegra samkeppnissjóða.
Jafnframt er gert ráð fyrir að
háskólinn móti sér skýra stefnu
um fjarkennslu fyrir árslok 2007
og fjarkennsla verði efld í völdum
greinum. Jafnframt er ætlunin að
auka samstarfið við rannsóknar-
og náttúrufræðisetrin á lands-
byggðinni.
Þorgerður Katrín Gunnars-
dóttir menntamálaráðherra segir
samninginn mjög mikilvægt skref
fyrir HÍ og þjóðina sem heild.
„Samningurinn í dag er afrakstur
mikillar vinnu og samstarfs innan
ríkisstjórnarinnar og við Háskól-
ann. Samningurinn er merkilegur
því nú er meira en raunhæfur
möguleiki að skólinn komist í hóp
þeirra bestu í heiminum.“
Að sögn Kristínar Ingólfsdótt-
ur rektors gerir samningurinn
Háskólanum kleift að ná mark-
miði sínu um að verða einn af
fremstu háskólum heims á næstu
árum. „Við erum tilbúin að fara af
stað. Við vitum hvað við þurfum
að gera á næstu fimm árum til að
ná okkar langtímamarkmiði. Þessi
samningur er algjör grundvöllur
fyrir því að við getum farið þá
leið sem búið er að varða.“
Framlög til rannsókna í
Háskóla Íslands þrefölduð
Rannsóknaframlög til Háskóla Íslands hækka um þrjá milljarða á fimm árum eða um 640 milljónir á ári
og stórauknu fé verður varið til kennslu. Samningurinn gerir skólanum kleift að ná markmiðum sínum.
Fimm ár voru í gær liðin frá því að 20
fyrstu fangarnir komu í fangabúðirnar í herstöð
Bandaríkjahers við Guantanamo-flóa á Kúbu. Í dag er
næstum 400 manns haldið þar föngnum án ákæru,
vegna gruns um tengsl við al-Kaída og talibana.
Fangar, sem hefur verið sleppt úr búðunum, hafa
lýst því hvernig þeir voru fluttir þangað skýringa-
laust. Þeim var ógnað með grimmum hundum, neitað
um svefn með ærandi tónlist í eyrunum tímunum
saman og sumir lýstu því hvernig þeir voru fjötraðir
í óþægilegum stellingum klukkutímum saman.
Nú, fimm árum síðar, hefur þessum harkalegu
yfirheyrsluaðferðum verið hætt, að sögn stjórnvalda.
En reiði alþjóðasamfélagsins hefur ekki horfið eins
og mótmæli sem fram fóru víða um heim í gær báru
vitni um. Meðal annars var mótmælt fyrir utan Guant-
anamo-fangelsið.
Gagnrýnendur segja tilvist fangelsisins hafa skað-
að trúverðugleika Bandaríkjanna og loka beri þeim
sem fyrst. En bandarísk yfirvöld segja þær mikil-
vægar í „stríðinu gegn hryðjuverkum“. „Við erum að
halda óvinum þjóðar vorrar – óvinveittum vígamönn-
um, hryðjuverkamönnum ef þú vilt, frá vígvellinum,“
sagði háttsettur yfirmaður í fangelsinu.
Rannsókna- og háskóla-
net Íslands, eða RHnet, sem ann-
ast netsamband Háskóla Íslands,
Landspítalans og fleiri stofnana
hefur náð samkomulagi við Voda-
fone um varasamband við útlönd á
meðan viðgerðir standa yfir á
CANTAT-3 sæstrengnum. Samn-
ingaumleitanir við Símann standa
einnig yfir.
Varasambandinu verður skipt á
milli þeirra stofnana sem þurfa
mest á útlandasambandi að halda,
enda langt í frá jafn mikil band-
vídd og er til staðar þegar CANT-
AT er í lagi.
Ekki er komið á hreint hvaða
stofnanir það eru en skrifað verð-
ur undir samninga í dag. Jón Ingi
Einarsson, framkvæmdastjóri
RHnet, segir ljóst að einhver hluti
tengingarinnar verði eyrnamerkt-
ur Landspítalanum svo að starf-
semi hans raskist sem allra
minnst.
CANTAT er annar af tveimur
sæstrengjum sem tengja Ísland
við umheiminn, hinn heitir FAR-
ICE-1.
CANTAT bilaði 16. desember
sl., um 1.500 kílómetra vestur af
landinu. Viðgerðaskipið Pacific
Guardian verður komið á bilunar-
stað á laugardag, og vonast er til
þess að viðgerðum ljúki 22. janúar.
Samkomulag um varasamband
Engan sakaði
þegar flugvél Flugstoða rann út
af flugbraut á Reykjavíkurflug-
velli í dag. Samkvæmt lögreglu
voru átta manns í vélinni þegar
slysið varð, sex farþegar,
flugmaður og flugstjóri. Vélin er
af gerðinni Beechcraft King Air
200 og var hún á leiðinni til
Akureyrar.
Flugvélin var í flugtaki þegar
slysið varð. Ekki liggur fyrir
hvaða skemmdir urðu á flugvél-
inni en eins og sést á myndinni
hér þá er dekk vélarinnar
skemmt. Rannsóknarnefnd
flugslysa vinnur að rannsókn
málsins.
Hlekktist á í
flugtaki
Að mati forsætisráð-
herra Póllands stendur landið
frammi fyrir „þjóðarkreppu“ eftir
að nýskipaður erkibiskup sagði af
sér í kjölfar þess að hafa viður-
kennt að hafa sýnt öryggislögreglu
kommúnistastjórnarinnar
samstarfsvilja á sínum tíma.
Pólverja setti hljóða er
Stanislaw Wielgus sagði af sér á
sunnudag, er til stóð að ljúka
vígslu hans í erkibiskupsembættið
í messu í Varsjá. Annar kunnur
kirkjunnar maður, sóknarprestur
dómkirkjunnar í Kraká, ákvað
einnig á mánudag að hverfa úr
embætti af svipuðum orsökum.
Þjóðarkreppa