Fréttablaðið - 12.01.2007, Qupperneq 72
Nú þegar óðum styttist
í HM í Þýskalandi fer handbolta-
sál íslensku þjóðarinnar sístækk-
andi. Fram undan er heimsmeist-
arakeppnin í Þýskalandi, mekka
handboltans í dag. Þar spila flestir
bestu leikmenn heims og þar vilja
flestir aðrir komast að. Einn þeirra
sem hafa skapað sér nafn í bestu
deildarkeppni heimsins er Alex-
ander Petersson en hann gegnir
einnig lykilhlutverki í íslenska
landsliðinu.
Alfreð Gíslason landsliðsþjálf-
ari fór ekki í grafgötur með hrifn-
ingu sína á frammistöðu Alex, eins
og hann er kallaður, í æfingamót-
inu í Danmörku um liðna helgi.
„Vélmennið var á fullri keyrslu,“
sagði hann og vísaði þar með til
óbilandi baráttuanda Alex og gíf-
urlegrar þrautseigju. Mörgum er
enn í fersku minni þegar hann
kjálkabrotnaði snemma leiks gegn
Rússlandi á EM í Sviss í janúar í
fyrra. Hann kláraði leikinn og
Ísland vann afar langþráðan sigur
á rússneska birninum á stórmóti.
„Ég man að ég fékk stóran mann
á mig og næstu tíu sekúndurnar
var ég mjög ringlaður og vissi ekki
hvar ég var staddur. Eftir það
gerði ég ekki mikið í sókn en tók
áfram á mönnum í vörninni. Ég
var minntur ítrekað á meiðslin
þegar ég reyndi að halda mönnum
af öllum kröftum og beit þar með á
kjálkann eins og maður gerir,“
sagði Alex við Fréttablaðið í gær.
„Það voru gríðarlega mikil von-
brigði að hafa ekki náð að klára
mótið. Ég reyndi að fá lækninn til
að gera bara eitthvað til að koma
mér í lag en hann sagði mér að ég
þyrfti að fara í uppskurð strax.“
Ísland tapaði í kjölfarið fyrir
Króatíu og Noregi, missti af sæti í
undanúrslitum og lenti í sjöunda
sæti mótsins.
Tveimur mánuðum síðar var
Alex aftur kominn á fullt en í haust
hafa önnur meiðsli tekið sig upp.
Hann sleit liðband í ökkla og hefur
ekki jafnað sig að fullu.
„Ég get kannski lítið æft en ég
vonast til að spila alla leiki. Ég er
90% viss um að ég haldist góður í
Þýskalandi.“
„Vélmennið“ er 26 ára gamall, á
íslenska unnustu og ungan son.
Hann spilaði fyrst fyrir Íslands
hönd á HM í Túnis fyrir tveimur
árum og er þetta því þriðja stór-
mót hans sem er fram undan.
Hann segir að sér hafi þótt
skrýtið að koma inn í íslenska
landsliðið, umkringdur „öllum
þessum stjörnum“ eins og hann
segir sjálfur og bætir við að hann
hafi ætíð litið mikið upp til Ólafs
Stefánssonar, núverandi fyrirliða.
Eftir fimm ára veru hjá Gróttu/
KR var Alex búinn að vekja mikla
athygli á sér og höfðu margir það
á orði við hann að hann ætti að fá
íslenskan ríkisborgararétt og spila
með landsliðinu. Það yrði gott
fyrir hans feril. „Já, af hverju
ekki?“ sagði hann bara. „Í dag finn
ég fyrir þjóðarstolti þegar ég
stend í röð með landsliðinu og
hlýði á þjóðsönginn. Ég hugsa um
kærustuna og strákinn minn, horfi
á fánann og veit að ég er heima.
Ég geri mér grein fyrir því að mín
tilfinning sé ekki endilega eins
sterk og hjá hinum strákunum en
nægilega sterk engu að síður.“
Fjölskylda hans í Lettlandi fylg-
ist einnig vel með. „Þau hafa séð
marga leiki með landsliðinu og
styðja mig dyggilega og eru stolt
af mér. Mér líður líka sjálfum vel í
landsliðinu enda hefði ég aldrei
getað náð eins langt með því lett-
neska.“
Aðspurður segir hann að hann
líti ekki lengur á landsliðsfélaga
sína sem „stjörnur“. Þess þó
síður líður honum sjálfum eins
og stjörnu.
„Ég var smeykur í upphafi en
ekki lengur. Það eru allir á sama
stalli í landsliðinu, hvort sem
þeir eru reyndir eða ekki,“ sagði
hann og segist ekki finna fyrir
aukinni pressu vegna mikilvægi
síns í liðinu. „Ég er ánægður með
að spila stórt hlutverk í liðinu en
mér finnst ég vera venjulegur
leikmaður, eins og allir aðrir í
liðinu. Ég er ekki ómissandi en
eftir að við misstum Einar Hólm-
geirsson í meiðsli er ljóst að ekki
má bera meira út af. En það er
bara Óli sem er algjörlega ómiss-
andi.“
Alexander Petersson kom til Íslands í ævintýraleit átján ára gamall. Það var fyrir átta árum og í dag er
hann einn lykilmanna íslenska landsliðsins í handbolta sem hefur leik á HM í Þýskalandi eftir rúma viku.
7
Fimm leikmenn voru
valdir í Stjörnuleik KKÍ sem fer
fram í DHL-höllinni á laugar-
daginn. Þetta eru þeir Friðrik
Stefánsson, Hlynur Bæringsson
og Brenton Birmingham sem
voru valdir í íslenska liðið og
þeir Darrel Flake og Jovan Zdra-
vevski sem voru valdir í erlenda
liðið. Fjölmiðlar völdu byrjunar-
liðin.
Hjá íslenska liðinu byrja
Magnús Þór Gunnarsson (Kefla-
vík), Páll Axel Vilbergsson
(Grindavík), Sigurður Þorvalds-
son (Snæfell), Hörður Axel Vil-
hjálmsson (Fjölnir) og Hregg-
viður Magnússon (ÍR). Benedikt
Guðmundsson þjálfar íslenska
liðið og hann bætti við þeim Axel
Kárasyni (Skallagrími), Pálma
Frey Sigurgeirssyni (KR), Fann-
ari Helgasyni (ÍR), Jóhanni
Ólafssyni (Njarðvík), Pétri Má
Sigurðssyni (Skallagrími),
Brynjari Þór Björnssyni (KR) og
Agli Jónassyni (Njarðvík).
Hjá erlenda liðinu byrja Jeb
Ivey (Njarðvík), Steven Thomas
(Grindavík), Damon Bailey (Þór
Þorlákshöfn), George Byrd
(Hamri /Selfoss) og Nemanja
Sovic (Fjölni). Einar Árni
Jóhannsson þjálfar erlenda liðið
og hann bætti við Lamar Karim
(Tindastóli), Kevin Sowell (Þór
Akureyri), Rob Hodgson (Þór
Þorlákshöfn), Roni Leimu (Hauk-
um), Justin Shouse (Snæfelli),
Kareem Johnson (Fjölni) og Nate
Brown (ÍR).
Fimm leikmenn gefa ekki kost á sér
Fer líklega ekki frá Öster úr þessu
Danmörk vann
Frakkland, 28-25, í fyrri
æfingaleik þjóðanna fyrir HM í
handbolta sem hefst í lok næstu
viku. Frakkar eru með Íslandi í
riðli en íslenska liðið gerði 28-
28 jafntefli á móti danska liðinu
um síðustu helgi. Danir voru
tveimur mörkum yfir í hálfleik,
15-13 en staðan var 22-22 þegar
10 mínútur voru til leiksloka.
Dönsku markverðirnir Kasper
Hvidt og Peter Henriksson
vörðu vel í leiknum, Hvidt kom
inn og varði tvö víti í röð í
seinni hálfleik og Heniksen
varði úr mörgum dauðafæri á
lokasprettinum. Hinn íslensk
ættaði Hans Lindberg var
markahæstur Dana með 5 mörk
en þeir Lars Christiansen og
Lars Møller Madsen skoruðu
báðir 4 mörk. Nicola Karabatic
var markahæstur Frakka með 9
mörk.
„Nú trúa örugglega allir að við
verðum heimsmeistarar en við
verðum að halda okkur á
jörðinni. Að vinna evrópumeist-
ara Frakka var kannski það
versta sem gat gerst,“ sagði
Ulrik Wilbek, þjálfari danska
liðsins í léttum tón eftir leik.
Danir unnu
Frakka