Fréttablaðið - 14.01.2007, Page 4

Fréttablaðið - 14.01.2007, Page 4
Einingahús • Legsteinar • Garðstyttur • Gólfflísar Líba ehf, Iðngarðar 21, 250 Garði, S. 422 7922, 893 5422, liba@liba.is G-684 3.843 kr m2 G-603 2.128 kr m2 Blue Pearl 9,357 kr m2 Kashmir White 8,078 kr m2 Auknar fjárveitingar eyrnamerktar rannsóknum innan Háskóla Íslands (HÍ) ganga gegn stefnu Sjálfstæðisflokksins, segir Björn Þór Jónsson, dósent við Háskólann í Reykjavík (HR), sem gagnrýnir að fénu sé veitt til HÍ en ekki í samkeppnissjóði sem allir vísindamenn geti sótt í. Björn bendir á klausu í stefnu Sjálfstæðisflokksins þar sem segir meðal annars: „Samkeppni um opinbert fjármagn til rannsókna og tækniþróunar hvetur til skil- virkni og skilgreinir takmark og tilgang þeirra betur en fastar fjár- veitingar til opinberra stofnana.“ Þar segir enn fremur: „Lands- fundur telur mikilvægt að auka verulega hlut samkeppnisfjár í opinberum rannsóknarfjárveit- ingum þannig að keppt sé um rannsóknarfjárveitingar sam- kvæmt mati á gæðum rannsóknar- verkefna og væntingum um árang- ur og bestu verkefnin hverju sinni hljóti styrk.“ Fjárveitingin gangi einnig gegn stefnu Vísinda- og tækniráðs, en í stefnu ráðsins fyrir árin 2006-2009 segir meðal annars að lögð sé höf- uðáhersla á að „efla opinbera sam- keppnissjóði“, og hvatt til þess að „hækkun beinna fjárveitinga til rannsókna renni að stærstum hluta til samkeppnissjóða og áætl- ana sem úthluta fé á grundvelli umsókna og faglegs mats“. Stefnan samkeppni um styrki Samtökin Sól á Suður- nesjum krefjast þess að íbúar allra sveitarfélaga á Suðurnesj- um fái að kjósa um byggingu fyr- irhugaðs álvers Norðuráls í Helguvík. Þau krefjast þess að fallið verði frá áformum um byggingu álversins og virkjanir á Reykjanesskaganum þar til vilji íbúanna hefur verið kannaður. Stofnfundur samtakanna var haldinn á föstudag og mættu um 80 manns á hann að sögn Elvars Geirs Sævarssonar, eins tals- manna samtakanna. Sveitarfélögin Reykjanesbær og Garður samþykktu samkomu- lag um legu lóðar fyrirhugaðs álvers í Helguvík í liðinni viku. Samkvæmt því verða ker- og steypuskálar álversins innan sveitarfélagsins Garðs en súráls- geymar og fleiri mannvirki í landi Reykjanesbæjar. Háspennulínur munu fara um landsvæði sveitar- félaganna Grindavíkur, Voga og Hafnarfjarðar og um Stafnes og Ósabotna í landi Sandgerðis. Áætl- að er að álverið geti tekið til starfa árið 2010. Elvar segir íbúa sveitarfélag- anna á Suðurnesjum illa upplýsta um byggingu álversins og þess umhverfisrasks sem það hefur í för með sér, því framkvæmdin hafi verið lítið kynnt meðal íbú- anna. „Í ljósi þess hversu fólk veit lítið um byggingu þessa álvers teljum við það skýlausan lýðræð- islegan rétt íbúanna að fá að kjósa um framkvæmdina líkt og Hafn- firðingar munu gera um stækkun álversins í Straumsvík,“ segir Elvar. Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segist ekki gera ráð fyrir því að sérstök kosning verði um byggingu álvers í Helguvík þrátt fyrir kröfu sam- takanna. Bæjarstjórinn segir að tvær kannanir sem gerðar hafi verið meðal íbúa Reykjanesbæj- ar hafi sýnt fram á að yfirgnæf- andi meirihluti þeirra séu hlynnt- ir byggingu álversins. Hann segir að í samþykktum Reykja- nesbæjar séu engin sérstök ákvæði um hvað þurfi að koma til svo kosningar um ákveðin verkefni séu haldnar meðal íbú- anna. Gunnar Eydal, hæstarréttar- lögmaður og höfundur bókar um sveitarstjórnarrétt, segir að í sveitarstjórnarlögum séu engin bindandi ákvæði um íbúakosning- ar um tiltekin mál. Í lögunum segir: „Sveitarstjórn getur efnt til almennrar atkvæðagreiðslu í sveitarfélagi eða hluta þess til að kanna vilja kosningabærra manna. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar er ekki bindandi.“ Ákvörðunarréttur um hvort íbúarnir á Suðurnesjum kjósi verði um álver í Helguvík er því alfarið í höndum hverrar sveitar- stjórnar á Suðurnesjum fyrir sig, segir Gunnar. Krefjast kosningar um álver í Helguvík Samtökin Sól á Suðurnesjum vilja íbúakosningu um byggingu álvers í Helgu- vík. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar gerir ekki ráð fyrir íbúakosningu um álverið. Í lögum segir að ákvörðun um íbúakosningar sé í höndum sveitarstjórna. Lyfjafyrirtæki í Bandaríkjunum hefur farið í mál við popparann Michael Jackson vegna vangoldinna reikninga. Fyrirtækið fullyrðir að Jackson skuldi yfir sjö milljónir íslenskra króna fyrir lyfseðils- skyld lyf sem fyrirtækið hefur útvegað honum síðustu tvö ár. Fyrirtækið segist hafa gert munnlegt samkomulag við Jackson um að hann greiddi fyrir lyfin og hafi sent honum reikn- inga mánaðarlega. Síðasta greiðsla hafi borist um mitt ár 2005. Talskona Jacksons neitaði að tjá sig um málið við Associated Press-fréttastofuna. Skuldar yfir sjö milljónir vegna kaupa á lyfjum Rannsókna- og háskóla- net Íslands, eða RHnet, sem annast netsamband Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík, Landspítalans og fleiri stofnana, hefur samið við fjarskiptafyrir- tækin Símann og Vodafone um varasamband um FARICE- sæstrenginn meðan viðgerð á CANTAT-strengnum stendur yfir. Í Fréttablaðinu í gær var sagt frá samkomulagi RHnet við Vodafone um varasamband. Nú hefur einnig náðst samkomulag við Símann. Því lítur út fyrir að starfsemi þeirra stofnana sem tengdar eru í gegnum RHnet raskist lítið á meðan gert er við CANTAT. RHnet semja um varanetsamband Þrír voru fluttir á slysadeild eftir harðan þriggja bíla árekstur á Vesturlandsvegi í gær. Slysið varð nærri suðurenda Hvalfjarð- arganganna við bæinn Bakka um sexleytið. Tildrög slyssins eru ekki að fullu kunn en svo virðist sem einn ökumannanna hafi ekið út af veginum til að forða árekstri. Ökumenn tveggja bíla og farþegi annars þeirra slösuðust en meiðsl þeirra eru ekki talin alvarleg. Aðrir sluppu ómeiddir. Að minnsta kosti tveir bílanna skemmdust nokkuð og eru óökufærir. Þrír á slysadeild eftir árekstur Ítalinn Maurizio Seracini hefur fengið leyfi frá yfirvöldum í Flórensborg til að skanna veggi Veccio-hallarinnar. Höllin er í dag ráðhús Flórensborgar. Fyrir 30 árum fann Maurizio Seracini vísbendingu þess efnis að málverk eftir Leonardo da Vinci væri falið í leynihólfi í einum af veggjum Veccio- hallarinnar. Vísbendinguna fann hann falda á málverki sem hangir í aðalsal hallarinnar. Málverkið sem leitað er að er af orrustunni í Chianadal og var á sínum tíma talið eitt fallegasta verk da Vincis. Leitar að mál- verki da Vincis Að sögn Gunnars Svavarssonar, forseta bæjar- stjórnar Hafnarfjarðar, mun álfyr- irtækið Alcan, sem rekur álverið í Straumsvík, kannski taka þátt í kostnaði með ríkinu við færslu Reykjanesbrautarinnar. Það liggi þó ekkert fyrir um það að hálfu samgönguráðuneytisins. Hann telur mikilvægt að ríkið og Alcan hafi komist að niðurstöðu þegar íbúar Hafnarfjarðar kjósa um stækkun álversins. Hafnarfjarðarbær mun ekki taka þátt í kostnaðinum sem er um milljarður, segir Gunnar. Ekki er ljóst hvenær kosningin fer fram. - Taka kannski þátt í kostnaði

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.