Fréttablaðið - 14.01.2007, Side 11

Fréttablaðið - 14.01.2007, Side 11
Sala Símans var ein heimskulegasta einka- væðing ríkisstjórnar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Bitnar sú aðgerð hart á íbúum landsins, sérstak- lega á landsbyggðinni. Þar upplifa nú flestir verri þjónustu og hærra verð enda bera símafyrirtækin engar samfélagsskyldur. Eina skylda þeirra er að tryggja eig- endum sínum sem hæstan arð af fjármagninu. Eitt mesta keppikefli ríkis- stjórnarinnar á haustþingi var að fá „háeffun“ Ríkisútvarpsins sam- þykkta. Það furðulegasta var að forysta Framsóknar- flokksins, með nýjan for- mann í broddi fylkingar, gekk þar harðast fram. Sótti Framsókn það mjög fast að ljúka einkavæð- ingu RÚV fyrir jól. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur verið sjálfum sér sam- kvæmur í að RÚV verði einkavætt og selt. Með einarðri baráttu þingmanna Vinstri grænna og annarra stjórn- arandstæðinga tókst að fresta lokaumræðu um hlutafélagavæð- ingu Ríkisútvarpsins fram í jan- úar, þrátt fyrir hörð mótmæli þingmanna Framsóknarflokksins. Ákafi Framsóknar í að „háeffa“ Ríkisútvarpið er afar furðulegur í ljósi þess að flokkssamþykktir þeirra á undanförnum árum ganga út á hið gagnstæða, að það verði ekki gert. En það er hinn nýi for- maður Framsóknarflokksins, sem nú rekur hvað harðast á eftir einkavæðingunni. Enn er þó hægt að koma í veg fyrir að Ríkisútvarpinu verði fórn- að á vagn markaðshyggjunnar, því að lokaumræðunni á Alþingi var frestað þar til í janúar. Ég held að fólk, ekki síst á landsbyggðinni, hafi fengið sig fullsatt af einkavæðingu Landsím- ans. „Háeffun“ flugleiðsagnar og flugvalla landsins nú um áramótin var algjört klúður. „Háeffun“ mat- vælarannsókna, uppsagnir og skerðing á kjörum starfsmanna setur alla þá starfsemi í uppnám. Nái áform ríkisstjórnarinnar fram að ganga verður Ríkisútvarpið og starfsmenn þess næst leidd út á einkavæðingarvagninn. Ég vona einlæglega að Fram- sóknarflokkurinn sem forðum átti bakgrunn í samvinnuhugsjóninni og ungmennafélagsandanum snúi frá villu síns vegar. Hin harða peninga- hyggja forystu Framsóknar bitnar nú harðast á þeim þjóðfélagshópum og landsvæðum sem í gegnum 90 ára sögu flokksins stóðu lengst af hvað þéttast að baki honum. Öflugt ríkisútvarp er nú sem fyrr aflvaki sjálfstæðs menning- arsamfélags, hornsteinn þess lýð- ræðis sem þjóðin hefur barist fyrir. Við fundum það vel er við nutum dagskrár sjónvarps og útvarps nú um jól og áramót hvers virði þjóðarútvarpið er okkur í raun. Íhugum þá jafnframt hvern- ig væri umhorfs, ef Ríkisútvarpið okkar væri horfið að fullu á altari markaðarins og peningahyggjunn- ar eins og ríkisstjórnin stefnir að. Það verður að koma í veg fyrir öll áform um að fórna Ríkisút- varpinu. Höfundur er alþingismaður Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi. Látum ekki Ríkisútvarpið fara sömu leið og Landssímann! Hin harða peningahyggja forystu Framsóknar bitnar nú harðast á þeim þjóðfélags- hópum og landsvæðum sem í gegnum 90 ára sögu flokksins stóðu lengst af hvað þéttast að baki honum. Almennt verð-lag hækkaði um sjö prósent á síðasta ári. Það er því eðlilegt að spyrja hvers vegna mjólkur- vörur hækka ekki í takt við annað verðlag, því kostnaður við mjólkurframleiðslu og vinnslu hlýtur að hafa hækkað. Skýringin á þessu er þátttaka kúa- bænda og mjólkuriðnaðar í því átaki sem nú er í gangi til að lækka mat- vælaverð á Íslandi. Síðasta ár hefur verið mikil og oft á tíðum ósanngjörn umræða um matvælaverðið. Um það er þó ekki ágreiningur hvað mjólk og mjólkur- vörur varðar, að framleiðslukostn- aður á Íslandi er hár í samanburði við margar aðrar þjóðir, enda verð- lag á Íslandi almennt hátt. Mjólkur- iðnaðurinn er nú að sameinast að mestu í eitt fyrirtæki. Þannig er hægt að auka verkaskiptingu og sérhæfingu í vinnslu mjólkur, og má fullyrða að þessi sameining er ein meginforsenda þess að mjólkur- vörur lækka í verði að raungildi. Það er mat Landssambands kúa- bænda að meðalkúabúið tapi um þrjú hundruð þúsund krónum á því að fá ekki hækkun á mjólkurverði eins og þörf hefði verið á. Á móti kemur að tollar á mjólkurvörum verða óbreyttir. Nú skiptir mestu máli að horfa fram á veginn og velta fyrir sér hvernig hægt er að lækka fram- leiðslukostnað mjólkur því hún verður því aðeins framleidd á Íslandi ef sú starfsemi skilar laun- um sem bændur sætta sig við. Ef mjólkurverðið lækkar hraðar er en framleiðslukostnaðurinn, þá hryn- ur atvinnugreinin. En þótt umræðan sé á köflum ósanngjörn og villandi, þá viljum við vonandi öll að Íslendingar fram- tíðarinnar hafi aðgang að íslensk- um mjólkurvörum og þá þarf að hafa mjólkurframleiðslu í landinu. Hvað skiptir þá mestu máli næstu árin? Annars vegar eru það almenn rekstrarleg atriði á borð við það að kúabúin geti haldið áfram að stækka, flutt verði inn nýtt kúakyn sem skilar meiri afurðum og sparar vinnu og kostnaður við fóðuröflun lækkaður. Þá er það mikið hags- munamál að ríkið leggi af skatt- heimtu á innfluttar kjarnfóður- blöndur. Ekki má heldur gleyma því að vextir á Íslandi eru mjög háir og það kemur þungt niður á atvinnu- grein eins og mjólkurframleiðslu vegna mikilla fjárfestinga. Hins vegar að greinin njóti áfram þeirra verndartolla sem hún gerir nú, enda er sú tollvernd sambærileg við þá vernd sem íslenskt verkafólk býr við hvað varðar erlent fólk sem kemur inn á íslenskan vinnumark- að. Því verkafólki er óheimilt að vinna á lægri töxtum en hér gilda Að lokum skal minnt á nauðsyn þess að aðgerðir til lækkunar matvæla- verðs skili sér til neytenda en hverfi ekki í verðhækkanir. Höfundur er formaður Landssam- bands kúabænda. Mjólkurvörur lækka í verði Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is A T A R N A – S T ÍN A M . / F ÍT Eldavél, HL 423200S Keramíkhelluborð, fjórar hraðsuðu- hellur, þar af ein stækkanleg, fjórfalt eftirhitagaumljós. Fjölvirkur stór ofn (58 lítrar), létthreinsikerfi, ecoClean. Stangarhandfang. Orkuflokkur A. Falleg og gæðaleg eldavél. Verð: 79.800 kr. stgr. Uppþvottavél, SE 55E550EU Klæðanleg uppþvottavél sem á heima í eldhúsinu þínu. Stjórnborð úr stáli. Fimm þvottakerfi, 4 hitastig. Orkuflokkur, þvottahæfni, þurrkhæfni: A/A/A. Mjög hljóðlát. Verð: 79.800 kr. stgr. Þessa vikuna eru kjarakaupa- dagar hjá okkur. Láttu sjá þig og gerðu góð kaup, hvort sem þig vantar smekklega lampa, þráðlausan síma, sísogandi ryksugu, smátæki sem hitna eða snúast eða stóru tækin í eldhúsið og þvottaherbergið. Þá er ekkert annað eftir en að flýta sér hingað til okkar, því að engum flýgur sofanda steikt gæs í munn, eins og sagt er. Umboðsmenn um land allt. Kæliskápur, KG 36VV70SD Fallegur kæli- og frystiskápur. Framhlið úr ryðfríu stáli. Efri hurð nær alveg upp í topp. 228 l kælir, 87 l frystir. Orkuflokkur A. Hillur úr öryggisgleri, losanlegir hillubakkar. Frystikerfi á þremur hæðum. H x b x d = 185 x 60 x 60 sm. Verð: 89.800 kr. stgr. Þvottavél, WM 14E460DN Bjóðum nú þessa glæsilegu þvottavél með íslensku stjórnborði á frábæru verði. Þetta er vélin handa þér! Verð: 76.800 kr. stgr. • 6 kg. • Íslenskar merkingar. • 1400 sn./mín. • Fjölmörg þvottakerfi. • 15 mínútna kerfi. • Snertihnappar. • Góður stafaskjár. • Orkuflokkur A plús. Fínn afsláttur og mörg sértilboð í gildi nú í vikunni. 15 mí n. kerfi

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.