Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.01.2007, Qupperneq 82

Fréttablaðið - 14.01.2007, Qupperneq 82
 Eigendur bandaríska knattspyrnuliðsins LA Galaxy vörðu í gær þá ákvörðun sína að kaupa David Beckham til félags- ins. Tvennum sögum fer af verð- mæti samningsins sem er þó að minnsta kosti 9 milljarða króna virði. „Beckham kemur til þess að spila fótbolta. Hann er ekki að koma til að verða kóngur í skemmt- anabransanum,“ sagði Tim Lei- weke, forseti AEG, sem á LA Galaxy. „Beckham mun draga áhorf- endur á völlinn og eignast fjölda aðdáenda og svo mun verða meiri áhugi á deildinni en nokkurn tíma áður. Hans fyrsta skylda er þó að gera liðið betra. Við gerðum samn- ing við hann því hann er frábær leikmaður og þar að auki á besta aldri.“ Beckham hefur harðneitað því að hann sé að koma til Bandaríkj- anna út af peningum þótt hann játi að upphæðin sem hann fær sé svakalega há. Beckham kemur til þess að spila fótbolta Hnefaleikakappinn Mike Tyson hefur verið kærður fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna sem og að hafa fíkniefni í fórum sínum. Lögreglan fann kókaín á Tyson og í bíl hans. Ef Tyson verður fundinn sekur á hann yfir höfði sér sjö ára fangelsi. Samkvæmt dómsskjölum var Tyson handtekinn er bíll hans keyrði næstum á lögreglubíl. Lögreglumaðurinn sem handtók Tyson segir hnefaleikakappann hafa játað að vera undir áhrifum kókaíns og að vera háður efninu. Árið 1992 var Tyson sakfelldur í nauðgunarmálum og mátti dúsa í fangelsi í þrjú ár fyrir vikið. Gæti fengið sjö ára dóm David Beckham játaði í viðtali í Bandaríkjunum í gær að hann hefði ráðfært sig við leikarann Tom Cruise áður en hann tók ákvörðun um að taka tilboði LA Galaxy. „Ég talaði við Tom í um klukkutíma í símann tvö kvöld í röð. Að sjálfsögðu var ég að leita ráða hjá honum enda er Tom vel gefinn maður og góður vinur minn. Það hjálpar mikið að eiga vini í LA þegar við flytjum þangað,“ sagði Beckham. Beckham-hjónin eru vinafólk Cruise-hjónanna og skemmst er að minnast fjaðrafoksins er Beckham fór í veislu til Cruise- hjónanna kvöldið fyrir giftingu þeirra en þá var talið að hann hefði stungið af frá Real Madrid. Ráðfærði sig við Tom Cruise Sundsamband Íslands og SÁÁ hafa gert með sér tímamóta- samning sem kveður á um að SÁÁ fari með sérstaka forvarnar- fræðslu inn í öll sundfélög á landinu. Fræðslan er ætluð þjálfurum, starfsfólki og forsvarsfólki félaganna og fjallar um fyrir- myndarhlutverk þessa fólks gagnvart þeim börnum og unglingum sem verið er að vinna fyrir. Þá er fræðslunni einnig beint að foreldrum sundfólks og sundfólkið fær einnig sjálft fræðslu þegar það verður eldra en 13 ára. Samningur um forvarnir Engin íþrótt býr yfir jafn miklum töframætti og knattspyrnan. Ég fékk endanlega staðfestingu á því í Tanger í Marokkó í síðustu viku. Víða á kaffi- og veitinga- húsum þar í borg má sjá fána F.C. Barcelona eða Real Madrid hanga fyrir neðan myndina af Mohamed VI konungi. Tennis, Dakar-rallíið eða úlfaldahlaupið í Sádi-Arabíu komast hins vegar ekki upp á vegg. Á göngu minni um markaðinn í gamla borgarhlutanum barst Eiður Smári venjulega í tal eftir að kaupmenn og aðrir höfðu spurt mig hvaðan ég væri og hvort ekki mætti bjóða mér eitt og annað á verði sem í raun var aðeins fyrir útlendinga og ríka vitleysinga. Björk og Sigur Rós tilheyra hinsvegar menningu sem ekki á upp á pallborðið í Tanger en töfra- máttur knattspyrnunnar virðir engin menningarleg takmörk. En spænska deildin er þó ekki í sínum fallegasta fasa um þessar mundir. Nú er nefnilega vetrar- markaðurinn í algleymingi og sitja sumir undir tilboðaregni meðan aðrir sitja við símann og bíða eftir því að Eggert Magnús- son eða einhver álíka slái á þráð- inn. Sviptingar geta orðið svo hrað- ar og miklar milli liða að það minnir jafnvel á íslenska fjöl- miðlamarkaðinn. Til dæmis vissi Javier Saviola varla með hvoru liðinu hann átti að keppa þegar Espanyol og Bar- celona öttu kappi í gær. Kanínan, eins og hann er oftast kallaður, er vissulega á samningi hjá Barcelona en tilboðið frá Espanoyl sem hann fékk rétt fyrir leik var með fullt af gulrótum. Svo eru bæði lið frá Börsunga- borg svo hann þarf ekki að pakka saman hvernig sem fer. Beckham er nú loks búinn að telja núllin á tilboðinu frá Los Angeles Galaxy svo kappinn fer með frú og familíu til Kaliforníu í sumar. Ronaldo er hins vegar enn að velta vöngum yfir tilboðinu frá sádi- arabíska liðinu Al Ittihad. Cassano hefur að undanförnu verið í einskonar skammarkrók hjá landa sínum Capello þjálfara fyrir að segja hann vera ósvífinn svo nú vill hann komast burt og jafnvel Raúl Bravo gæti verið á förum. Í staðinn fyrir þessi stóru nöfn eru komnir þrír ungir menn frá Suður-Ameríku; þeir Marceló, Higuaín og Gagó. Meira að segja mamma þeirra man varla hvað þeir heita! (Svo ég grípi nú til þessa gríska máltækis.) En talandi um knattspyrnumenn á markaðnum. Ég kom við í fata- hreinsun Rami Mohamed á mark- aðnum í gamla borgarhlutanum í Tanger. Ég var ekki að fara með kuflinn minn í hreinsun heldur hékk þar uppi mynd sem dró athygli mína. Innan um myndir af Zidane, Buff- on, Figo og fleiri stjörnum hékk mynd af okkar manni: Eiði Smára. Rami Mohamned kannaðist hins vegar ekkert við Guðjón Val sem þó var valinn íþróttamaður ársins. Slíkur er töframáttur knattspyrnunnar! Af hverju þekkir Rami Mohamed ekki Guðjón Val? Stjarnan vann sex marka sigur á Haukum, 21-15, í DHL-deild kvenna og er nú eitt þriggja liða á toppnum í deildinni með jafnmörg stig og Grótta og Valur. Stjörnuliðið hafði ágæt tök á leiknum allan tímann, var þrem- ur mörkum yfir í hálfleik, 11-8, og komst sjö mörkum yfir í upphafi seinni hálfleiks en slæmur kafli hleypti Haukaliðinu aftur inn í leikinn. Stjarnan vann hins vegar síðustu 15 mínútur leiksins 5-1 og tryggði sér mikilvægan sigur. „Við höfum verið að ná hinum liðunum eftir síðustu leiki og við erum ánægð með að við séum farin að sjá aðeins raunhæfari stöðu í deildinni. Þetta er hörku- barátta milli okkar og Vals,“ segir Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari Stjörnunnar. „Við skulum vona að ryðið sé farið af okkur eftir von- brigði í fyrsta leiknum eftir pásu sem var á móti Val. Stelpurnar eru farnar að sýna stöðugari leik og eru búnar að spila frábæra 3:2:1 vörn í tveimur leikjum í röð,“ sagði Aðalsteinn en hann var ánægður með vörnina. „Vörnin var ótrúleg í þessum leik,“ segir Aðalsteinn sem vildi hrósa tveim- ur leikmönnum sérstaklega. „Að mínu mati var Ásdís Sigurðardótt- ir ásamt Florentinu langbestu menn vallarins. Ásdís hefur ákveð- ið andlegt forskot á Ramune og hefur alltaf gengið mjög vel að spila á móti henni. Ég er ofboðs- lega heppinn að hafa slíkan varn- armann í mínu liði,“ sagði Aðal- steinn um Ásdísi Sigurðardóttur en Ramune Pekarskyte skoraði aðeins tvö mörk úr uppsettri sókn þrátt fyrir að vera nánast ekkert tekin úr umferð. „Það er gaman að vera með svona stóran hóp og í dag gekk þetta betur upp hjá öðrum leik- mönnum en vanalega. Alina kom sterk inn eftir að hafa verið í vand- ræðum og við fengum fullt af mörkum frá henni,“ sagði Aðal- steinn og hrósaði einnig Jónu Mar- gréti Ragnarsdóttur. „Jóna ætlar að vera okkar örlagavaldur og hún kom með mjög mörg mikilvæg mörk fyrir okkur,“ sagði Aðal- steinn en Jóna bjó til dýrmæt mörk fyrir Stjörnuliðið. Haukaliðið átti í vandræðum í sókninni og stórskytturnar Ramune Pekarskyte og Sandra Stojkovic skoruðu aðeins saman 4 mörk utan af velli. Erna Þráins- dóttir var best ásamt Helgu Torfa- dóttur sem átti ágæta spretti í markinu. „Við vorum alltaf að elta þær og svo þegar við vorum að ná þessu vantaði bara herslumuninn að við kæmust aftur almennilega inn í leikinn. Florentina varði vel á mik- ilvægum augnablikum og það er gríðarlega gott fyrir þær að hafa hana fyrir aftan sig. Þetta verður erfitt hjá okkur því þetta var mik- ilvægur leikur en þetta er ekki búið og hin liðin geta öll misstigið sig líka,“ sagði Harpa Melsted, fyrirliði Hauka. Stjarnan, Valur og Grótta eru efst og jöfn í DHL-deild kvenna. Stjarnan vann góðan sigur á Haukum og hélt markahæsta liði deildarinnar í 15 mörkum. DHL-deild kvenna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.