Fréttablaðið - 09.02.2007, Page 6
Lögð hefur verið
fram á Alþingi tillaga um að
samgönguráðherra láti meta kosti
þess að gera göngubrú yfir
Ölfusá við Selfoss og kostnað við
framkvæmdina. „Með síaukinni
umferð um Ölfusárbrú, ekki hvað
síst þungaflutningum, er ljóst að
þrengt hefur verið að gangandi
umferð á brúnni.
Því miður hafa oftsinnis orðið
óhöpp við handrið sem aðskilur
gangandi vegfarendur og ökutæki
á Ölfusárbrú en hingað til hafa
ekki orðið slys á fólki í þessum
óhöppum,“ segir í greinargerð
með tillögunni. Hún er nú lögð
fram öðru sinni af sjö þingmönn-
um Sjálfstæðisflokks, Samfylk-
ingar og Frjálslynda flokksins.
Vilja göngubrú
yfir Ölfusá
Kosningar til Stúdenta-
ráðs Háskóla Íslands fóru fram í
gær. Einnig var kosið um hverjir
sitja Háskólafund næsta árið.
Þrjár fylkingar buðu fram að
þessu sinni: H-listinn, Röskva og
Vaka. Í kosningunum var notuð
miðlæg kjörskrá og stúdentar
gátu því valið sér kjördeildir á
háskólasvæðinu eftir hentugleika.
Opið var í kjördeildum til
klukkan 18. Úrslitin í kosningun-
um lágu ekki fyrir þegar Frétta-
blaðið fór í prentun í gær.
Kosningar til
Stúdentaráðs
Hæstiréttur staðfesti í gær dóm Héraðs-
dóms Reykjavíkur um að sýkna framkvæmdastjóra
heildsölufyrirtækis fyrir að láta birta auglýsingar á
áfengum bjór í tveimur dagblöðum í desember árið
2004.
Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að
auglýsingarnar væru brot á áfengislögum þar sem
varan sem var auglýst hefði meira áfengismagn en
2,25 prósent. Talið var að birting auglýsinganna
bryti í bága við bann áfengislaga við áfengisauglýs-
ingum.
Þrátt fyrir að birting auglýsinganna væri brot á
áfengislögum komst Hæstiréttur að þeirri niður-
stöðu að framkvæmdastjóri heildsölufyrirtækisins
bæri ekki refsiábyrgð á auglýsingunum því á þeim
kæmi hvorki fram nafn hans né auglýsandans. Eina
nafnið sem kæmi fram í auglýsingunum væri nafn
bjórframleiðandans og að það eina sem fram-
kvæmdastjórinn hefði gert hefði verið að kaupa aug-
lýsingarnar sem umboðsaðili bjórsins. Engin
auðkenni í auglýsingunum vísuðu beint eða óbeint til
hans eða fyrirtækis hans.
Þess vegna staðfesti Hæstiréttur sýknudóminn
og kvað á um að áfrýjunarkostnaður málsins, tæpar
500 þúsund krónur, skyldu greiðast úr ríkissjóði.
Borgarráð Reykjavík-
ur samþykkti í gær að taka tilboði
í húsið Fríkirkjuveg 11 í Reykja-
vík. Kaupandinn er Novator, fjár-
festingafélag Björgólfs Thors
Björgólfssonar, og kaupverðið er
600 milljónir króna. Þrjú önnur til-
boð bárust í húsið, en leynd hvílir
yfir þeim þrátt fyrir að húsið sé í
opinberri eigu.
Samkvæmt tilboði Novators
verður húsinu og lóðinni komið í
upprunalegt horf og þar sett á fót
safn um Thor Jensen, langafa
Björgólfs, sem reisti húsið á sínum
tíma. Þegar tilboð voru metin var
tekið tillit til fyrirætlana um notk-
un hússins.
Auk kaupverðsins kemur til
greina að Björgólfur greiði allt að
200 milljónir króna til viðbótar
vegna framkvæmda við húsið og
lóðina. Húsið verður afhent ekki
seinna en 1. september.
Björn Ingi Hrafnsson, formað-
ur borgarráðs, segir tilboð Novat-
or hafa verið afgerandi best og
talsvert hærra en hin tilboðin.
Varðandi það hvers vegna leynd
hvíli yfir tilboðunum sem hafnað
var segir Björn að ákvæði hafi
verið um það í upphaflegum skil-
málum.
Árni Þór Sigurðsson, borgar-
fulltrúi Vinstri grænna, greiddi
einn atkvæði gegn tillögu um að
samþykkja tilboð Novators í borg-
arráði í gær. Því verður málið end-
anlega afgreitt á fundi borgar-
stjórnar eftir um tvær vikur.
„Ég er ekki alls kostar sáttur
við hvernig þetta fór,“ segir Árni
Þór. „Þó ég sé ekki andvígur því að
hús í eigu borgarinnar séu seld þá
er þetta mjög sérstakt hús á ein-
stökum stað, og ég tel að sala til
einkaaðila hljóti að rýra gildi Hall-
argarðsins, sem húsið stendur í.“
Í tilboðinu sem samþykkt var
segir að safnið eigi að vera sniðið
að börnum þannig að þau hafi gagn
og gaman af sýningunni sem á að
vera gagnvirk og sett upp með nýj-
ustu tækni.
Á fyrstu hæð verði móttökusal-
ur, fundarherbergi og framleiðslu-
eldhús, og á annarri hæð verði
gestaíbúð fyrir opinbera gesti
borgarinnar sem og gesti eiganda.
Björgólfur Thor reisir
safn á Fríkirkjuvegi 11
Fríkirkjuvegur 11 verður seldur Björgólfi Thor Björgólfssyni á 600 milljónir króna.
Þar verður safn um Thor Jensen, langafa Björgólfs, sem reisti húsið á sínum tíma.
„Ekki alls kostar sáttur við söluna,“ segir fulltrúi Vinstri grænna í borgarráði.
Magnús Stefánsson
félagsmálaráðherra kynnir áætl-
un um hvernig rannsókn á með-
ferðarheimilum fyrir börn á rík-
isstjórnarfundi í dag. Hann segir
nauðsynlegt að fleiri staðir verði
kannaðir en Breiðavík, sem mjög
hefur verið í umræðunni að und-
anförnu. Ekki sé enn ljóst hvaða
tímabil verði rannsakað. Litið
verði til þess sem gert hefur verið
í svipuðum málum í Noregi en
þar var farið yfir fimmta til
níunda áratug síðustu aldar.
„Ég tel að stjórnvöld beri
ábyrgð á þessu ástandi og því rétt
að þau láti rannsaka þessi mál,“
segir Magnús. Hann segist hvorki
vita um þann fjölda heimila sem
þurfi að rannsaka né heldur þann
fjölda sem sakaður hefur verið
um harðræði í gegnum tíðina en
fleiri staði en Breiðavík hafi hann
heyrt nefnda.
Verði upplýst um að brot hafi
átt sér stað gegn börnum sé ekki
ljóst hvort farið verði fram á refs-
ingu gagnvart gerendum. Hann
telur þó afar mikilvægt að komið
verði til móts við þá sem sættu
ofbeldi sem börn á heimilum á
vegum ríkisins þótt ekki liggi enn
fyrir með hvaða hætti það verður
gert.
Þær upplýsingar fengust hjá
velferðarsviði, sem er meðal
þeirra aðila sem nú eru að safna
gögnum um heimilin, að fundað
yrði um málið í næstu viku.
Aðgerðir kynntar ríkisstjórn
Eru fébætur við hæfi í Breiða-
víkurmálinu?
Finnst þér rétt að Reykjavíkur-
borg selji Fríkirkjuveg 11?
Bandaríska fyrirsætan
og leikkonan Anna Nicole Smith
lést í Flórídafylki í gærkvöldi. Hún
var 39 ára. Lögfræðingur hennar
segir að komið hafi verið að henni
meðvitundarlausri á hótelherbergi
sínu, hún hafi því næst verið flutt
á sjúkrahús. Dánarorsök hennar
væri ekki kunn.
Á síðasta ári eignaðist Anna
dóttur með Howard K. Stern,
sambýlismanni og lögfræðingi.
Skömmu síðar lést tvítugur sonur
hennar. Anna var þekktust fyrir
hjónaband sitt við milljarðamær-
inginn J. Howard Marshall en hann
var 63 árum eldri en hún. Þegar
hann lést hófust miklar deilur um
erfðamál en fjölskylda Marshalls
hélt því fram að hún hefði aðeins
gifst honum vegna peninganna. Því
neitaði hún staðfastlega.
Anna Nicole
Smith látin
Rán var framið í
versluninni Samkaup í Sandgerði
um klukkan sjö í gærkvöld.
Maður um tvítugt kom inn í
verslunina og skipaði afgreiðslu-
stúlku að opna peningakassann.
Hún hlýddi og maðurinn hvarf á
brott með peningana.
Að sögn fulltrúa lögreglunnar
á Suðurnesjum er ekki vitað með
vissu hversu miklum peningum
var stolið úr peningakassa
verslunarinnar, en maðurinn
komst undan á hlaupum.
Lögregla fékk greinargóða
lýsingu á honum og leitar að
honum, meðal annars í bílum sem
eru á leið frá svæðinu.
Ræningi ógnaði
afgreiðslustúlku