Fréttablaðið - 09.02.2007, Síða 11
Mikhaíl Khodorkovskí, fyrrverandi
auðjöfur í Rússlandi, hefur sakað ráðamenn í Kreml
um samsæri um að halda sér bak við lás og slá eftir
að saksóknarar birtu nýjar ákærur gegn honum.
Hann sagðist á miðvikudag ekki gera sér grillur um
neitt annað en að verða sakfelldur.
Khodorkovskí, sem þar til fyrir fjórum árum var
aðaleigandi og forstjóri olíufyrirtækisins Yukos sem
nú hefur verið ríkisvætt, er talinn hafa troðið
Vladimír Pútín um tær með afskiptum af stjórnmál-
um og var dæmdur í átta ára fangelsi fyrir skatta-
lagabrot.
Síðar á árinu yrði hann búinn að afplána helming
dómsins í fangabúðum í Síberíu, en ætti þá að eiga
möguleika á reynslulausn. Að nýju ákærurnar skuli
koma fram nú – þingkosningar fara fram síðar á
árinu og forsetakosningar á því næsta – vekur
grunsemdir um að ráðamenn vilji halda Khodorkov-
skí bak við lás og slá til að halda honum frá virkri
stjórnmálaþátttöku.
Sakar ráðamenn um samsæri
Hægt er að kaupa símann í verslunum Símans eða á vefversluninni á siminn.is
Sony Ericsson Z530i
14.900
Verð aðeins:
kr.
Kauptu þér glæsilegan Z530i farsíma eða skráðu þig í 0 kr. innan
fjölskyldunnar og þú gætir átt lúxussalinn!
Einn heppinn viðskiptavinur verður dreginn út og getur unnið forsýningu í
lúxussal fyrir allt að 28 manns á hina frábæru gamanmynd Music and Lyrics
með Hugh Grant og Drew Barrymore. Dregið verður 15. febrúar.
Nánari upplýsingar á siminn.is.
Síminn hagnaðist um 2,8
milljarða króna á síðari hluta
ársins 2006.
Tap ársins í heild nemur 3,6
milljörðum króna. Hluti skulda
Símans er í erlendri mynt og olli
gengislækkun krónunnar gengis-
tapi upp á 5,8 milljarða króna.
Rekstrarhagnaður fyrir
fjármagnsliði og skatta (EBIT)
jókst um 33,9 prósent á síðari
helmingi ársins og nam 2,64
milljörðum króna. Fyrir árið í
heild nam hann 4,6 milljörðum.
Sala Símans á árinu nam
rúmum 25 milljörðum króna. Var
það aukning á milli ára um 15,7
prósent.
Síminn tapaði
3,6 milljörðum
Stjórn Verkalýðsfélags-
ins Hlífar skorar á Alþingi að
samþykkja að skattleysismörk
tekjuskatts
verði aldrei
lægri en
umsamin
lágmarkslaun
sem nú eru 125
þúsund krónur.
Skattleysimörk-
in eru 90
þúsund krónur.
Hlíf segir að
hefðu skattleys-
ismörk fylgt launaþróun frá 1988
væru þau nú ekki undir 140
þúsund krónum á mánuði. Eftir
skatt væru tæplega 112.500
krónur eftir af 125 þúsund króna
mánaðarlaunum. „Slík laun eru
það lág að þau duga ekki einstakl-
ingi til eðlilegrar framfærslu og
þess vegna eiga þau að vera
tekjuskattlaus,“ segir stjórn
Hlífar.
Skattleysi við
lágmarkslaun
Á fimmta hundrað
þátttakendur frá sautján löndum
sitja ferðakaupstefnuna Mid-
Atlantic í ár.
Á þessari árlegu kaupstefnu
Icelandair eru leiddir saman
kaupendur og seljendur ferða-
þjónustu í Evrópu og Bandaríkj-
unum.
Tilgangurinn með kaupstefn-
unni er að halda við og auka
ferðamannastraum til Íslands.
Í tilkynningu Icelandair er
heitið lífi og fjöri og litríkum
sýningarbásum í anddyri
Laugardalshallarinnar.
Kaupstefnan stendur fram til
11. febrúar.
Fjölmargir þátt-
takendur í ár
Loka þurfti fimm
flugvöllum og nokkrum lestar-
leiðum milli Englands og Wales í
gær vegna mikillar snjókomu
sem gekk yfir Bretlandseyjar.
Fella þurfti 90 flug niður á
Heathrow-flugvelli en ekki kom
til lokunar.
Flugvellirnir fimm í Luton,
Stansted, Bristol, Birmingham og
Cardiff voru opnaðir um miðjan
dag eftir að flugbrautir höfðu
verið ruddar.
Breska veðurstofan varaði við
mikilli snjókomu í Englandi,
Wales og á Norður-Írlandi.
Snjór hamlaði
flugi í Bretlandi