Fréttablaðið - 09.02.2007, Page 16
Lítið flutningafyrirtæki í
Noregi hefur gert tilraunir með að
nota lýsi sem eldsneyti á flutn-
ingabíla fyrirtækisins. Frá þessu
er skýrt á fréttavefjum norsku
dagblaðanna Verdens Gang og
Telemarksavisa í gær.
Lýsið hefur verið notað á
sumrin í stað olíu á um það bil
helminginn af fimmtán bifreiðum
fyrirtækisins Hannevold Trans-
port, en þetta eru ósköp venjulegir
og óbreyttir olíuknúnir bílar. Ekki
er hægt að nota lýsið á veturna því
það frýs.
Lýsið er umhverfisvænt
eldsneyti því ekki gefur það neinn
koltvísýring frá sér. Á hinn bóginn
leggur sterka fiskilykt af bílum
fyrirtækisins.
Nota lýsi sem
eldsneyti á bíla
Lögregla í Þýska-
landi hefur handtekið tvo víet-
namska menn, sem grunaðir eru
um að hafa framið morð á sjö
manns á kínverskum veitingastað
í bænum Sittensen suður af
Hamborg á sunnudagskvöld.
Sex fórnarlambanna, þrjár
konur og þrír karlar, fundust látin
í blóði sínu, sum bundin og kefluð,
um miðnætti á sunnudagskvöld.
Sjöundi maðurinn sem hafði
einnig verið skotinn fannst með
lífsmarki en lést af sárum sínum á
sjúkrahúsi skömmu síðar.
Kókaín fannst í fórum hinna
handteknu.
Tveir grunaðir
handteknir
Samtökin Framtíðar-
landið munu ekki að bjóða fram til
Alþingis í vor. Haldin var atkvæða-
greiðsla um framboðið á félags-
fundi samtakanna á Hótel Loftleið-
um á miðvikudagskvöld. 96 greiddu
atkvæði gegn því að samtökin bjóði
fram og 92 með því. Til að sam-
þykkja framboðið hefðu 2/3 hlutar
félagsmanna þurft að vera fylgj-
andi framboðinu.
Ósk Vilhjálmsdóttir, varafor-
maður Framtíðarlandsins, telur
tvær meginástæður vera fyrir því
að félagar Framtíðarlandsins höfn-
uðu tillögunni um framboð. „Fólk
var hrætt um að aðrir stjórnmála-
flokkar í stjórnarandstöðu hefðu
tapað fylgi ef Framtíðarlandið
hefði boðið fram. Hin ástæðan er
sú að margir eru á þeirri skoðun að
Framtíðarlandið eigi að vera
þrýstiafl sem rúmi fólk úr öllum
flokkum,“ segir Ósk. Varaformað-
urinn telur að á þessu stigi sé úti-
lokað að Framtíðarlandið bjóði ein-
hvern tíma fram í kosningum.
María Ellingsen, sem situr í
stjórn Framtíðarlandsins, segir að
þó að Framtíðarlandið ætli ekki að
bjóða fram undir sínu nafni þá
muni það skýrast í þessum mánuði
hvort einhverjir meðlimir samtak-
anna bjóði fram í þingkosningun-
um í vor. „Það eru háværar raddir
um að það þurfi grænt framboð í
kosningunum, jafnvel hægri grænt.
Allir sem vilja grænt framboð tala
nú saman um möguleikann á fram-
boði,“ segir María.
Býður ekki fram til Alþingis
Stjórnir Samtaka fjár-
málafyrirtækja og Félags fast-
eignasala hafa formlega neitað að
afhenda Fréttablaðinu fundar-
gerðir sínar en þær hafa ekki
verið gerðar opinberar.
Blaðamaður óskaði eftir funda-
gerðunum til þess að fá úr því
skorið hvort málefni sem gætu
talist til samkeppnismála hefðu
komið til umræðu á stjórnarfund-
um og hvaða málefni það væru
sem fjallað væri um á stjórnar-
fundum.
Í formlegum svörum stjórn-
anna bera þær því báðar við að
þær hafi lagalegan rétt til þess að
neita að afhenda gögnin. Engar
frekari útskýringar eru færðar
fyrir neituninni nema hvað stjórn
Samtaka fjármálafyrirtækja segir
ekki „hefð fyrir því að fundar-
gerðir hagsmunasamtaka séu
opinber gögn“.
Jóhannes Gunnarsson, formað-
ur Neytendasamtakanna, segir
það öllum til hagsbóta að hafa
fundargerðir upp á borðinu, ekki
síst hjá samtökum sem fjalla um
málefni sem við koma fjölmörg-
um neytendum líkt og stjórnir
Félags fasteignasala og Samtaka
fjármálafyrirtækja gera. „Þó sam-
keppnisyfirvöld geti óskað eftir
öllum þeim upplýsingum sem þau
þurfa, til þess að skoða hvort sam-
keppnismálefni hafi komið til
umræðu, þá finnst mér eðlilegast
og farsælast að hafa þessar upp-
lýsingar upp á borðinu. Hvað er
verið að fela?“
Guðjón Rúnarsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka fjármála-
fyrirtækja, segir samtökin ekki
hafa neitt að fela. „Samkeppnisyf-
irvöld geta alltaf fengið að skoða
okkar gögn ef þau telja rök standa
til þess að samkeppnismálefni séu
rædd á þessum vettvangi. Þau
hafa ekki óskað eftir því að skoða
okkar gögn enda er alveg klárt að
samkeppnismálefni hafa aldrei
komið til umræðu innan stjórnar-
innar.“
Í stjórn Félags fasteignasala
sitja Björn Þorri Viktorsson, Ingi-
björg Þórðardóttir, Einar Páll
Kjærnested og Viðar Böðvarsson.
Í stjórn Samtaka fjármálafyrir-
tækja sitja níu menn. Þeir eru
Hreiðar Már Sigurðsson, Bjarni
Ármannsson, sem jafnframt er
stjórnarformaður, Ásgeir Bald-
urs, Halldór J. Kristjánsson, Guð-
mundur Hauksson, Helgi Bjarna-
son, Valgeir Pálsson, Friðrik
Jóhannsson og Sævar Helgason. Í
varastjórn eru einnig níu, þar af
ein kona, Þóra Hallgrímsdóttir.
Neita alfarið að af-
henda fundargerðir
Stjórnir Félags fasteignasala og Samtaka fjármálafyrirtækja neita að oinbera
fundargerðir. „Hvað er verið að fela?“ spyr formaður Neytendasamtakanna. Sam-
keppnisyfirvöldum velkomið að skoða okkar gögn, segir Guðjón Rúnarsson.
Félag kúabænda á
Suðurlandi skorar á Guðna
Ágústsson landbúnaðarráðherra
að fella nú þegar niður alla tolla á
innfluttar kjarnfóðurblöndur.
Verð kjarnfóðurs til mjólkur-
framleiðslu hafi áhrif á verð-
myndun afurða og þar með
matvælaverð.
Þetta var samþykkt á aðal-
fundi félagsins sem haldinn var á
dögunum. Félagið vill einnig
beina því til afurðastöðva í
landbúnaði að skoða hvort
hagkvæmt sé að byggja sameigin-
lega dreifingarmiðstöð fyrir
landbúnaðarafurðir á höfuðborg-
arsvæðinu.
Vilja fella niður
kjarnfóðurtolla
FÍB sakar íslensku flug-
félögin enn um að hafa samráð um
verðlagningu á öllu frá fargjöldum
og skattheimtu til veitinga um
borð. Þessi þróun sé greinileg frá
þeim tíma að nýir meirihlutaeig-
endur komu að Iceland Express í
ársbyrjun 2005. Eigendur Iceland
Express og eigendur Icelandair
hafi margvísleg viðskipta- og
eignatengsl. Samstilltar verðhækk-
anir félaganna séu sláandi: „Þær
hafa enn sterkara yfirbragð
samráðs heldur en nokkru sinni í
tilfelli olíufélaganna – og er þá
mikið sagt,“ segir í nýjasta
tölublaði tímarits FÍB sem biðlar
til Samkeppniseftirlitsins um að
grípa í taumana.
Sláandi samráð
viðskiptafélaga
Íslensk dagblöð urðu
þrjú talsins í gær þegar Viðskipta-
blaðið kom út í fyrsta skipti sem
dagblað. Blaðið kemur hér eftir út
frá þriðjudegi til laugardags eða
fimm sinum í viku. Viðskiptablaðið
hóf útgáfu sem vikublað fyrir
þrettán árum. Starfsmenn
Viðskiptablaðsins fögnuðu
tímamótunum á Hótel Borg og
afhenti Óli Björn Kárason ritstjóri
þess Höllu Tómasdóttur, fram-
kvæmdastjóra Viðskiptaráðs,
fyrsta eintakið. Halla sagðist fagna
framtakinu og þótt henni þætti
hugmyndin „dálítið klikkuð“ eins
og hún orðaði það, sagðist hún
sannfærð um að grundvöllur væri
fyrir útgáfunni.
Viðskiptablaðið
orðið dagblað
Ævintýralegar fiskbúðir
– úrval af gómsætum fiskréttum
Skötuselur með mangó
Helgarfreisting
F ISK ISAGA Hamraborg 14a / Sk ipho l t i 70 / Höfðabakka 1 / Nesveg i 100 (Vegamótum) / Sund laugaveg i 12 / Háa le i t i sbrau t 58–60 / f i sk i saga . i s