Fréttablaðið - 09.02.2007, Side 28

Fréttablaðið - 09.02.2007, Side 28
Nýlega samþykkti meirihluti framsóknar- og sjálfstæðis- manna í bæjarstjórn Kópavogs að taka 860 ha Vatnsendajarðarinnar eignarnámi. Eignarnámið deila menn ekki um – heldur fyrirkomu- lag eignarnámsins, hina svoköll- uðu sátt sem ber með sér kvaðir sem ekki er hægt að sætta sig við. Eignarnámssátt á sér enga heimild í lögum. Í raun er sá hátt- ur hafður á, einungis í Kópavogi. Með þessari svokölluðu sátt hafa landeigandi og bæjaryfirvöld gert með sér samkomulag sem er svo lagt fyrir Matsnefnd eignarnáms- bóta þegar heimild ráðherra til eignarnáms liggur fyrir. Í raun- inni er þetta samkomulag ekkert annað en samningur milli seljanda og kaupanda undir yfirskini eign- arnáms þar sem Vatnsenda má ekki selja skv. erfðaskrá frá árinu 1938. Eignarnámssáttin kveður á um að landeiganda Vatnsenda skulu greiddar 2,25 milljarðar. Skipu- lagðar verði sem fyrst minnst 300 lóðir undir sérbýli skulu lóðirnar verða seldar á leigu af landeig- anda. Kópavogsbær greiðir kostn- að við gatnagerð, veitur, opin svæði og stíga, fullklárar og við- heldur landeiganda að kostnaðar- lausu, né greiðir hann önnur gjöld er til falla. Landeigandi fær auk þess 11% af öllum lóðum fyrir íbúðir og atvinnuhúsnæði sem úthlutað verður á hinu eignar- numda landi. Einnig þar greiðir landeigandi ekki gatnagerðar- og yfirtökugjöld eða önnur tengd gjöld til Kópavogsbæjar vegna þessara lóða. Nú er ekki ljóst hversu mörgum lóðum þessi 11% munu skila landeiganda en 200 lóðir mun vera varlega áætlað. Fyrir þær 300 lóðir sem landeig- andi hyggst byggja á eigin landi má ætla að hann fái 6 milljarða sé miðað við markaðsverð lóða á svæðinu og aðra 4 milljarða fyrir þær 200 lóðir sem hann fær frá Kópavogsbæ. Þannig má ætla verð- mæti samningsins fyrir landeiganda að minnsta kosti 12 milljarða og jafnvel mun meira ef lóðaverð lækkar ekki á næstu árum. Eins og sjá má af ofan- greindu er hér ekki um hefðbundið eignarnám að ræða heldur lang- tíma samning milli bæjarins og landeiganda. Hér er Kópavogsbær að missa ákveðið forræði á skipu- lagsvaldi sínu því í samninginn er þegar búið að binda skipulagsleg- ar forsendur. Skv. lögum ber þó yfirvöldum að kynna allar skipu- lagstillögur fyrir bæjarbúum og nágrannasveitarfélögum svo hags- munaaðilar fái tækifæri til að hafa áhrif á væntanlegar skipulags- breytingar. Ef sú staða kæmi upp að hávær mótmæli yrðu vegna væntanlegrar uppbyggingar á Vatnsenda geta bæjaryfirvöld ekki tekið tillit til þess þar sem það gæti kostað samningsbrot við landeig- anda. Það gera sér kannski ekki marg- ir grein fyrir því að fjölmargir íbúar Vatnsenda eru leiguliðar á landi í einkaeign og greiða leigu- gjald til Vatnsendabóndans. Samn- ingar þeirra við landeiganda eru illa tryggðir gegn uppsögnum og þannig geta þeir átt von á uppsögn leigu án nokkurra sérstakra skýr- inga og virðist það einmitt vera staða þeirra í dag en fjölmargir íbúar Vatnsenda hafa nú í kjölfar samningsins við Kópavogsbæ fengið uppsögn leigu og búa því við óvissu um framtíð sína. Við bæjarfulltrúar Samfylkingar- innar vildum taka allan Vatnsenda eignarnámi skv. hefðbundinni leið. Við vildum láta á það reyna hversu miklar bætur Kópavogsbær yrði dæmdur til að greiða. Þannig hefði bærinn náð fullu for- ræði á landinu án nokk- urra kvaða eða skilyrða og hæglega hægt að sýna fram á fjárhags- legan ávinning af slíku fyrir bæjarsjóð. Svæðið í kring um Elliðavatn er mikil náttúruperla og ásamt því að skipu- leggja hluta landsins sem íbúabyggð vill Sam- fylkingin skipuleggja þarna útivistarsvæði þar sem Kópavogsbúar munu eiga griðastað í framtíðinni. Hefði Kópavogsbær ákveðið að taka Vatnsenda allan eignarnámi án þessarar svokölluðu sáttar við landeiganda hefði það tekið nokkra mánuði. Tíminn skiptir hér miklu máli því með flumbruganginum síðasta vor var rokið til samninga vegna Glaðheimalandsins þ.e. þegar fjárplógsmennirnir marg- ræddu voru leystir úr snöru sinni. Þá var samið við Garðabæ að gefa eftir vatnsból sín og kaupa þess í stað vatn af vatnsveitu Kópavogs á niðurgreiddu verði um mitt þetta ár og hestamönnum í Gusti var lofað landi undir nýja hesthúsa- byggð í apríl á þessu ári, landi sem þá tilheyrði jörðinni Vatnsenda. Fulltrúar Samfylkingarinnar í bæjarráði reyndu eftir megni að hafa áhrif á þessa ákvörðun löngu fyrir jól. Við vorum tilbúin að standa með meirihlutanum og leita leiða til að fresta flutningi hesta- mannafélagsins á Kjóavelli. Við hefðum sætt okkur við að kaupa áfram vatn af Reykjavík og niður- greiða til Garðabæjar næsta árið – þar til fullt eignarnám væri til lykta leitt, enda það miklir hags- munir í húfi að það hefði vel verið verjandi. En það var eins og að berja hausnum við steininn – því það er bara sjónarmið eins manns er ræður ferðinni í Kópavogi. Höfundur er oddviti Samfylking- arinnar í bæjarstjórn Kópavogs. Eignarnámið í Vatnsenda Verkefni íslensku friðargæslunnar hafa í gegn um árin spannað breitt svið. Friðargæsluliðar hafa starfað við að tryggja flugsamgöngur, vinna að jafnréttismálum, vopnahléseftirliti, skipulagi mat- vælaflutninga og ýmis önnur störf. Við höfum aukið þátttöku okkar á undanförnum árum og fjölgað friðargæsluliðum við störf. Með því höfum við tekið að okkur aukna ábyrgð á alþjóða- vettvangi og reynt að velja verkefni og samstarfs- aðila þannig að við gætum sem best nýtt þann hóp fólks sem tilbúið er til að fara til slíkra starfa. Það er vaxandi krafa frá alþjóðasamfélaginu að friður verði að haldast í hendur við endurreisn og uppbyggingu. Hún þurfi að vera sýnileg og skila sér til heimamanna, annars sé hættan sú að átök brjót- ist út að nýju innan fárra ára. Krafan um uppbygg- ingar- og endurreisnarstarf hefur verið í brenni- depli á þeim ráðherrafundum sem ég hef sótt undanfarið, nú síðast með ráðherrum aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins í síðustu viku, þar sem málefni Afganistan og Kosovo voru fundarefnið. Þörfin er brýn fyrir uppbyggingarstarf í Afganist- an, um það er alþjóðasamfélagið sammála. Stofnan- ir Sameinuðu þjóðanna, Alþjóðabankinn og ýmis hjálparsamtök vinna að þessu markmiði og eiga ágætt samstarf við sveitir alþjóðaliðsins í Afganist- an. Ísland tekur þátt í því endurreisnarstarfi og mun leggja uppbyggingunni lið bæði með mann- skap og fjármagni. Við getum lagt til ýmislegt sem aðrar þjóðir sinna síður með sínum herdeildum, svo sem sérfræðinga í uppbyggingar- og endurreisnar- starfi sem geta starfað bæði með stjórnsýslu, stutt við innri skipulagsmál, löggæslu, heilsugæslu og menntageirann. Til að styðja starf slíkra sérfræð- inga ætlum við líka að beina fjármunum til upp- byggingarstarfsins. Þannig getum við haft beina umsjón og eftirlit með því að fjármagnið nýtist í uppbyggingunni og stöðvist ekki á leiðinni í flókn- um kerfum. Íslenskir friðargæslu- liðar eru nú um þriðjungur eftirlitsmanna á Sri Lanka. Þó ástand hafi þar farið versnandi er enn von um að takist að halda friðinn og vopnahléseftirlitið er eina færa leiðin til að tryggja það. Ný verkefni bíða frið- argæslunnar líka, samstarf með UNICEF og aukið samstarf með UNIFEM, auk þess sem þátttaka í uppbyggingarverkefnum á Balkanskaga, t.d. lögreglu- þjálfun, hefur verið mikilvægur þáttur í gegn um tíðina og áframhald verður þar á. Sprengjuhreins- un í Líbanon er tímabundið verkefni sem nú er í gangi og ég vonast til þess að framhald geti orðið á slíkum verkefnum á næstu árum. Með þeirri stefnumörkun sem íslensku friðar- gæslunni var sett í haust verður markið sett á fjöl- breytt og krefjandi verkefni sem gefa okkur færi á að leggja okkar af mörkum til alþjóðasamfélags- ins og stuðla að varanlegum friði og endurreisn. Það er mikilvægt að þessi verkefni séu þess eðlis að bæði kynin sækist eftir að starfa við þau og taka þátt í friðargæslustörfum erlendis. Konur hafa því miður verið of lítill hluti íslenskra friðar- gæsluliða undanfarin ár, en þátttaka þeirra hefur aukist og mun vonandi aukast enn meira á næstu árum. Ég hef einnig sett af stað vinnu við aðgerð- aráætlun til að fylgja eftir ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1325/2000 um konur, stríð og frið og vonast til að þeirri vinnu ljúki nú á vor- dögum. Friðargæslan er fólkið sem í henni starfar. Við viljum að fólkið okkar starfi þar sem þeirra sér- hæfing, þekking og reynsla getur notið sín best. Þannig leggjum við okkar af mörkum í samstarfi á alþjóðavettvangi. Höfundur er utanríkisráðherra. Friðargæslan er fólkið sem í henni starfar GRENSÁSVEGI 48 • SÍMI 553 1600 Í NAUTI ERUM VIÐ BESTIR Áttu von á gestum?

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.