Fréttablaðið - 09.02.2007, Page 31

Fréttablaðið - 09.02.2007, Page 31
Gulrótarkaka Þóru Karitasar Kleinur eru ekki séríslenskt fyrirbæri þó að okkur þyki það hið þjóðlegasta bakkelsi. Kleinur hafa verið steiktar á Íslandi frá því á 19. öld, að því er sagnir herma en þær eru þó taldar eiga uppruna sinn í Þýskalandi. Þjóðsaga segir að fyrsta kleinan hafi orðið til fyrir slysni er strák- ur hafi misst deigbita ofan í feiti- pott í eldhúsi þýsks herragarðs. Kokkurinn hafi veitt bitann upp og orðið svo hrifinn að hann hafi ákveðið að búa til meira og bera fyrir hefðarfólkið. Spurður hvað góðgætið héti lenti hann í vand- ræðum og stamaði „eine kleine“ sem þýðir einfaldlega lítil. Kleinur eru þekktar um öll Norðurlönd. Á dönsku heita þær klejne, á sænsku klenäter en fattigmenn á norsku. Þær eru líka búnar til í Rússlandi og heita þar tsjvorost, í Póllandi faworki. Eine kleine Þar sem þorrinn stendur sem hæst er ekki úr vegi að baka rúgbrauð til að bera á borð með öðru íslensku kjarnmeti. Uppskriftin er frá Gerðu á Bárugötunni á Dalvík. Rúgbrauð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.