Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.02.2007, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 09.02.2007, Qupperneq 42
BLS. 8 | sirkus | 9. FEBRÚAR 2007 A uðvitað fær maður athygli út á þetta enda skerum við okkur úr fjöldanum. Við erum stærri og sterkari en aðrar konur,“ segir Freyja Sigurðardóttir en hún og Heiðrún Sigurðardóttir eru tvær af fremstu fitness konum landsins. Báðar eru þær glæsilegar ungar konur sem setja markið hátt og oft keppa þær sín á milli. Freyja segir algengt að fá spurningar eins og „hvað tekurðu mikið í bekkpressu“ frá karlmönnum og segist geta orðið leið á slíkum athugasemdum. Heiðrún tekur undir og segir slíkar athuga- semdir algengar pick-up línur. „Maður fær að heyra ótrúlegstu setningar. Ég er spurð hvað ég taki í bekk og svo kemur fyrir að manni er boðið í sjómann. Strákarnir finna alls konar leiðir til að nálgast mann sem er betra en að þeir hræðist mann,“ segir Heiðrún hlæjandi en Heiðrún er á lausu. Byrjuðu ungar í íþróttum „Ég hef alltaf verið sportleg og byrj- aði í fimleikum þegar ég var lítil og byggði þannig upp líkamann. Að mínu mati eru fimleikarnir besta íþrótt í heimi,“ segir Freyja. Heiðrún byrjaði sinn feril aftur á móti í frjálsum íþróttum en hún hefur eins og Freyja stundað íþróttir frá því hún var lítil. „Ég fékk góðan grunn í frjálsum og fór þaðan yfir í að lyfta. Ég hef aldrei getað stundað hópí- þróttir því ég vil ekki þurfa að bera ábyrgð á velgengni annarra. Hjarta mitt myndi einfaldlega brotna ef ég myndi klúðra fyrir hinum og þess vegna á fitness mjög vel við mig, í því hugsa ég um mig eina og engan annan,“ segir Heiðrún Þrátt fyrir að keppa báðar í fitness keppa Freyja og Heiðrún ekki alltaf saman þar sem tvö fitness-sambönd eru starfrækt hér á landi, IFBB og Icefitness. „Ég hef mun meira gaman af Icefitness en þar er meira sport. Við verðum að gera armbeygjur, keppa í tímaþraut auk þess að koma fram á bikiníi. IFBB er meira eins og fegurðarsamkeppni,“ segir Freyja sem keppir þó af og til í IFBB líka. Heiðrún tekur ekki undir orð Freyju að um einhvers konar fegurðarsam- keppni sé að ræða. „IFBB og Icefitness er voðalega svipað nema við gerum ekki armbeygjur í IFBB enda er ég ekki góð í þeim,“ segir Heiðrún og bætir við að hún myndi ekki tíma að færa sig yfir þar sem hún hafi mikla möguleika á að keppa erlendis í IFBB. Gifta sig í desember Freyja býr ásamt kærasta sínum og barni í Álasundi í Noregi þar sem Hafliði unnusti hennar er atvinnu- maður í fótbolta. Hann skrifaði nýlega undir nýjan þriggja ára samning svo fjölskyldan er ekki á leiðinni heim í bráð. „Við vorum að kaupa okkur hús þarna úti og okkur líkar mjög vel. Sonurinn er á leikskóla og ég er að þjálfa svo við erum búin að koma okkur vel fyrir,“ segir Freyja en þau Hafliði ætla að gifta sig á Íslandi í desember. „Hann bað mín á gamlárskvöld,“ segir Freyja brosandi og bætir við að kvöldið hafi ekki alveg farið eins og hann hafi ætlað. „Við eyddum mestum partinum á sjúkrahúsi en sem betur fer var hann þá búinn að biðja mín. Þegar við ætluðum að sýna hvernig Íslendingar kveðja gamla árið sprakk stór kaka í höndunum á honum og sauma þurfti 27 spor. Þetta var allavega mjög eftirminnilegt kvöld,“ segir Freyja og bætir við að hún sé mjög spennt fyrir brúðkaupinu. „Við ætlum að hafa þetta lítið brúðkaup og aðeins að bjóða okkar nánustu en athöfnin fer fram í Keflavíkurkirkju 8. desember.“ Fórna pitsu fyrir HM Næsta mót á dagskrá hjá Heiðrúnu er Íslandsmeistaramót IFBB um páskana. Þessa dagana fer mestur tími hennar í undirbúning en Heiðrún segir að þar sem fitness sé lífstíllinn sem hún hafi tileinkað sér þyki henni undirbúningurinn lítið mál. „Ég hef aldrei reykt eða drukkið áfengi svo ég get alveg leyft mér að fara út að djamma með vinkonum mínum þar sem ég verð ekkert þunn. Ég reyni að halda áfram með líf mitt þrátt fyrir keppnir og held samband- inu við vinkonurnar þótt ég sé í strangri þjálfun. Ströng þjálfun þýðir líka að maður getur leyft sér mun meira, en þegar nær dregur mótum verður mataræðið strangara og aðeins einn nammidagur í viku. Mánuði fyrir mót sleppi ég svo öllu óhollu. Þetta er orðið að vana og þegar nær dregur keppnum hætti ég að svindla því ég veit hvað er í húfi. Ef ég á að velja á milli tækifæris til að keppa á heimsmeistaramóti eða fá mér pitsu þá fórna ég pitsunni. Þegar mótin eru búin get ég borðað að vild en oftast langar mig þá ekki í neitt óhollt.“ Lifi lífinu þrátt fyrir fitness Freyja ætlar að taka því rólega næstu mánuðina og ætlar ekki að keppa um páskana. „Ég held að ég hvíli mig þangað til í október. Það tekur góða þrjá mánuði að skera sig niður og mig langar að hvíla mig fyrir næsta mót og ætla að nota tímann og koma mér og fjölskyldunni almenni- lega fyrir. Ég vil forgangsraða rétt í lífinu, ekki bara æfa og æfa,“ segir Freyja og bætir við að hún haldi áfram að lifa lífinu þrátt fyrir strangan lífsstíl í kringum mót. „Ég fer reglulega út að skemmta mér með vinum mínum og fæ mér nammi og svona. Mér finnst nammi líka svo gott og gæti aldrei sleppt því alveg. Frekar myndi ég æfa aðeins meira,“ segir hún brosandi. Stefna alltaf að sigri Stelpurnar eru sammála um að fitness sé frábær íþrótt og hvetja fleiri stelpur og konur að prófa. „Alveg tvímælalaust mæli ég með þessu fyrir sem flestar konur. Þetta er svo gaman og stemningin í kringum þetta er frábær,“ segir Heiðrún. „Við Heiðrún erum fínar vinkonur enda finnst mér nauðsynlegt að geta átt eðlileg samskipti við keppinautana. Við ræðum saman, gefum hvor annarri ráð og lærum þannig alltaf eitthvað nýtt,“ segir Freyja og Heiðrún tekur undir. „Okkur kemur vel saman sem betur fer enda er gott að geta haft samband við einhvern sem maður keppir við, fengið ráð og gefið ráð til baka.“ Stelpurnar missa þó aldrei sjónar á sigrinum og stefna báðar á fyrsta sætið þegar þær keppa. „Að sjálfsögðu stefnir maður alltaf á sigur. Við vitum hvernig er að sigra og maður leggur þetta ekki á sig nema maður ætli að vinna.“ indiana@frettabladid.is HEIÐRÚN SIGURÐARDÓTTIR OG FREYJA SIGURÐARDÓTTIR ERU TVÆR AF FREMSTU FITNESS-KONUM LANDSINS. HEIÐRÚN OG FREYJA SKERA SIG ÚR KVENNAHÓPI ENDA STÆRRI OG STERKARI EN AÐRAR KONUR. STELPURN- AR ERU SAMMÁLA UM AÐ FITNESS SÉ FRÁBÆR LÍFSSTÍLL OG ÞÆR VILJA FLEIRI STELPUR Í ÍÞRÓTTINA. FREYJA SIGURÐARDÓTTIR FITNESS-GELLA „Ég fer reglulega út að skemmta mér með vinum mínum og fæ mér nammi og svona. Mér finnst nammi líka svo gott og gæti aldrei sleppt því alveg. Frekar myndi ég æfa aðeins meira,“ segir Freyja. HEIÐRÚN „Ef ég á að velja á milli tækifæris til að keppa á heimsmeistaramóti eða fá mér pitsu þá fórna ég pitsunni.“ Á LAUSU „Ég er spurð hvað ég taki í bekk og svo kemur fyrir að manni er boðið í sjómann. Strákarnir finna alls konar leiðir til að nálgast mann sem er betra en að þeir hræðist mann,“ segir Heiðrún hlæjandi en Heiðrún er á lausu. BÓNORÐ UM ÁRAMÓTIN „Við ætlum að hafa þetta lítið brúðkaup og aðeins bjóða okkar nánustu en athöfnin fer fram í Keflavíkurkirkju 8. desember.“ „HVAÐ TEKUR ÞÚ Í BEKK?“ ER ALGENG PICK-UP LÍNA „MAÐUR FÆR AÐ HEYRA ÓTRÚLEGSTU SETNINGAR. ÉG ER SPURÐ HVAÐ ÉG TAKI Í BEKK OG SVO KEMUR FYRIR AÐ MANNI ER BOÐIÐ Í SJÓ- MANN.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.