Fréttablaðið - 09.02.2007, Page 44
9. FEBRÚAR 2007 FÖSTUDAGUR2 fréttablaðið hola í höggi
Pro Golf ehf. er nýtt fyrirtæki
sem hóf starfsemi sína fyrir
stuttu. Fyrirtækið hefur að-
stöðu í Gilsbúð í Garðabæ og
hefur einn fullkomnasta tækja-
búnað sem þekkist í dag. Þá
hefur Pro Golf tekið við rekstri
Bása. Pro Golf sérhæfir sig í
golfkennslu á mjög víðtækan
hátt.
„Við byrjuðum með þessa inni-
aðstöðu í Garðabæ en vildum
stækka þetta frekar. Þá ákváðum
við að grípa tækifærið með Bása,
stærstu og bestu æfingaaðstöðu
landsins, og leigjum þá aðstöðu af
Golfklúbbi Reykjavíkur. Nú í
febrúar vorum við að opna golf-
skóla þar sem kennslan fer fram
á báðum stöðum. Við erum með
kennslu fyrir alla, allt frá byrj-
endum upp í afrekskennslu og
svo erum við með alla hópa-
kennslu,“ segir Ólafur Már Sig-
urðsson, sem er skólastjóri Golf-
skólans.
Pro Golf spratt upp úr hug-
myndaflæði þriggja golfáhuga-
manna sem fannst þörf á inniað-
stöðu og tæknilegum aðbúnaði
svo fólk gæti eflt tækni sína og
hæfni í golfi. Þessi hugmynd
þeirra varð síðan að veruleika og
í apríl í fyrra var Pro Golf golf-
skólinn stofnaður af þeim Bynj-
ari Eldon Geirssyni, Gunnari
Gunnarssyni og Ingimundi Helga-
syni. Nokkru síðar bættist síðan
Ólafur Már við.
Skólinn er starfræktur í Gils-
búð 7 í Garðabæ og voru fest kaup
á vönduðum tækjabúnaði. „Við
höfum m.a. einn besta golfhermi í
heiminum. Við reynum að veita
okkar viðskiptavinum eins góða
þjónustu og hægt er,“ segir Ólaf-
ur Már.
Í Gilsbúð er hægt að fara í
sveiflu- og púttgreiningu í þartil-
gerðum tækjum og þar má finna
tæki sem byggt er upp á laser- og
radartækni í fremstu röð. Þar er
púttflöt lögð með gervigrasi sem
hefur eiginleika náttúrulegs
grass. Fyrir utan púttflötinn er
hærra gras þar sem hægt er að
æfa vipp.
Margir af bestu kylfingum
landsins nýta sér þessa aðstöðu
Pro Golf reglulega en þar á meðal
er Birgir Leifur Hafþórsson.
Golfæfingasvæðið Básar í
Grafarholti hefur slegið í gegn
hjá kylfingum landsins. Þar er
boðið upp á golfæfingasvæði á
þremur hæðum og er aðstaðan
flóðlýst. Þá eru hitalampar á
fyrstu tveimur hæðunum. Einnig
má finna sérstakt einkarými til
golfkennslu.
„Fyrsta byrjendanámskeiðið í
ár hefst einmitt núna á sunnudag.
Þannig að ef fólk er að spá í að
byrja í golfi þá er bara um að gera
að kýla á það strax,“ segir Ólafur
Már.
Auk hans sjá þeir Ástráður
Sigurðsson og David Barnwell
um kennsluna en hjá fyrirtækinu
starfa einnig tveir golfleiðbein-
endur, Jóhann K. Hjaltason og
Hlynur Þór Haraldsson.
Allar upplýsingar um nám-
skeiðin sem skólinn býður upp á
má finna á heimasíðunni www.
progolf.is. Þegar golfvellirnir
fara að opna munu síðan fleiri
námskeið bætast við. - egm
Bjóða upp á námskeið fyrir alla
Í Gilsbúð má finna golfhermi sem er meðal þeirra bestu í heiminum í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Púttflötin er lögð með gervigrasi sem hefur alla þá eiginlega sem náttúrulegt gras
hefur.
www.brynja.is • brynja@brynja.is
Laugavegi 29 • Sími 552 4320
Gamaldags útiljós