Fréttablaðið - 09.02.2007, Page 48
9. FEBRÚAR 2007 FÖSTUDAGUR6 fréttablaðið hola í höggi
Heiðar Davíð Bragason er einn af okkar
fremstu kylfingum. Á mánudaginn
heldur hann til Portúgals þar sem
hann mun taka þátt í þremur mótum.
Í apríl stefnir hann síðan á að flytjast til
Svíþjóðar.
„Maður er sífellt að reyna að lengja golf-
tímabilið hjá sér og Ísland býður ekki upp á
það. Því ætla ég að flytjast með fjölskylduna
til Svíþjóðar en við stefnum á að vera komin
út í byrjun apríl,“ segir Heiðar Davíð Braga-
son, kylfingur úr Kili í Mosfellsbæ. Heiðar
heldur á mánudag út til Portúgals ásamt
Ottó Sigurðssyni.
„Við keppum í þremur mótum þarna,
verðum í mánuð og komum aftur 12. mars,“
segir Heiðar en það má segja að undirbún-
ingstímabilið sé í gangi hjá honum. „Ég tók
mér smá frí í nóvember og tók þann mánuð
bara í að lyfta. Í desember og janúar hef ég
síðan verið á fullu í golfi og lyft með því. Ég
er að æfa fjóra og hálfan tíma til sjö tíma á
dag virka daga en aðeins minna um helgar
Svo byrjar tímabilið af fullum krafti í apríl,“
segir Heiðar og er þá að tala um sænsku
mótaröðina sem hann tekur þátt í.
„Við kíkjum kannski til Svíþjóðar um
helgina til að skoða íbúðir og athuga hvaða
golfvellir eru á besta svæðinu. Þegar ég er
búinn að flytja get ég keyrt á flestöll mótin
en þarf ekki sífellt að vera að fljúga. Þá eru
allar aðstæður betri en hér heima, það er
hlýrra yfir allt árið. Maður getur nánast æft
alla tólf mánuðina í suðurhluta Svíþjóðar.“
Heiðar Davíð segist hafa sett sér mark-
mið fyrir næstu þrjú árin. „Ég geri það með
tölfræðilegum hætti. Ég stefni á ákveðin
meðalskor og að hitta ákveðið margar braut-
ir og flatir. Ég er búinn að vinna í þessum
markmiðum og þau eru öll komin á blað hjá
mér. Í gegnum tíðina hafa þessi markmið
hjá mér þróast smátt og smátt. Maður er
hættur að setja sér það markmið að lenda í
einhverju sérstöku sæti á mótum því oftast
er það ekkert undir manni sjálfum komið,“
segir Heiðar.
„Ég fer í Evrópuúrtökuna næsta haust og
sé svo til hvað ég fer langt á henni. Ég stefni
á að komast upp úr golfinu í Skandinavíu og
komast að í betri mótaröðum. Það gæti vel
verið að maður reyni fyrir sér í fleiri deild-
um og aldrei að vita nema maður athugi
mótaröðina í Asíu eða Suður-Afríku. Það fer
samt náttúrlega eftir því hvernig maður er
staddur fjárhagslega,“ segir Heiðar en pen-
ingamálin standa vel hjá honum núna.
„Landsbankinn er minn aðalstyrktaraðili
og ég er ánægður með þann samning. Svo er
hópur af fyrirtækjum bakvið mig og klúbb-
urinn stendur einnig vel við bakið á mér.
Maður er allavega kominn með fjármagn
fyrir næstu tvö til þrjú ár,“ segir Heiðar.
Að lokum biður blaðamaður hann um að
velja sína uppáhaldsgolfvelli hér á landi.
„Það er náttúrlega heimavöllurinn, hann
reynir á alla þætti og býður upp á skemmti-
leg högg. Svo nefni ég einnig Suðurnesin og
Vestmannaeyjar. Annars er bara yfirleitt
gaman að spila á þeim völlum þar sem manni
hefur gengið vel. Það verða að vera góðar
minningar bakvið þá til að þeir séu í uppá-
haldi,“ segir Heiðar Davíð Bragason. - egm
Flytur til Svíþjóðar með vorinu
Heiðar og Ottó Sigurðsson við æfingar hjá Pro Golfi
í Garðabænum.
Heiðar Davíð Bragason hefur sett sér persónuleg markmið fyrir næstu þrjú árin.
Davíð Gunnlaugsson er ungur
kylfingur hjá Kili í Mosfells-
bæ sem er smitaður af golf-
bakteríunni. Hann smitaðist á
golfnámskeiði sem móðir hans
sendi hann á fyrir sex árum.
„Ég hef verið í golfinu í um
sex ár. Þetta byrjaði þannig að
ég fór með vinum mínum á
golfnámskeið hérna hjá Kili í
Mosfellsbæ þar sem ég bý.
Mæður okkar sendu okkur á
þetta námskeið og þar féll ég
eiginlega algjörlega fyrir golf-
inu,“ segir Davíð Gunnlaugs-
son, efnilegur kylfingur á nítj-
ánda aldursári sem stundar
nám í Verslunarskóla Íslands.
„Ég er bara fjórar mínútur
að labba niður á golfvöll frá
heimili mínu. Ég hef verið
sjálfur með golfnámskeið yfir
sumartímann og því verið á
golfvellinum frá átta á morgn-
ana til tíu á kvöldin. Á sumrin
fer ég í golf alla daga vikunn-
ar,“ segir Davíð og telur að
dágóður hópur á hans aldri sé
í golfinu.
„Ég er í vinahópi í Mos-
fellsbæ sem er mikið í golf-
inu, í honum erum við svona
sjö sem erum allir á svipuðum
aldri.“
Þótt Davíð eyði miklum
tíma á golfvellinum segist
hann ekki fylgjast mikið með
golfmótum erlendis. „Ég horfi
á golfmót í sjónvarpinu öðru
hvoru en þá aðallega þegar
stórmót eru í gangi, eins og t.
d. Ryders, Masters eða Brit-
ish Open,“ segir Davíð sem er
sjálfur með 3,4 í forgjöf.
Hann æfir golf tvisar í viku
yfir vetrartímann og fer síðan
oft á æfingasvæðið. Þá hefur
hann nokkrum sinnum farið
utan í golfferðir. „Um jólin
var ég á Kanaríeyjum og fór
aðeins í golf þar. Svo mun ég í
næsta mánuði fara til Spánar
og spila golf þar,“ segir Davíð
Gunnlaugsson, hinn efnilegi
kylfingur.
- egm
Smitaðist gjör-
samlega af golfinu
Það tekur Davíð Gunnlaugsson
aðeins fjórar mínútur að labba út á
golfvöll heiman frá sér.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
F U L L M Ó T A Ð U
P E R S Ó N U L E I K A
H E I M I L I S I N S
H Ö N N U N - R Á Ð G J Ö F - Þ J Ó N U S T A
Hafnarfjörður 2006
Síðumúla 35 108 Reykjavík Sími 517 0200 heild@heild.is www.heild.is