Fréttablaðið - 09.02.2007, Page 52
9. FEBRÚAR 2007 FÖSTUDAGUR10 fréttablaðið hola í höggi
GB ferðir á Stórhöfða bjóða
upp á golfferðir allt árið um
kring. Jóhann Pétur Guðjóns-
son hjá fyrirtækinu segir að
Foxhills, Surrey, sé það vinsæl-
asta hjá þeim en ferðir þangað
hafa slegið í gegn.
„Við seljum Íslendingum mikið af
ferðum, aðallega á vorin og haustin
en þó er tímabilið farið að lengjast.
Það verður sífellt meira um að fólk
fari erlendis í golfferðir yfir sum-
artímann,“ segir Jóhann Pétur
Guðjónsson hjá GB ferðum. Vin-
sælustu ferðirnir sem fyrirtækið
býður upp á eru til Foxhills í Eng-
landi enda ótrúlega margir kostir
sem fylgja ferð þangað.
„Það er sífellt að verða vinsælla
hjá fólki hér á landi að fara í styttri
ferðir, mikil aukning í sölu á
tveggja til fjögurra daga ferðum.
Við seljum mest til Bretlandseyja
enda er ferðatíminn þangað ekki
langur. Það er 90 mínútna flug til
Skotlands og einhverjir tveir tímar
til Englands þannig að þú getur
spilað bæði daginn sem þú kemur
og daginn sem þú ferð heim. Við
erum með sjö golfhótel í Englandi
og um fimm í Skotlandi. Þetta eru
góð hótel og golfvöllur alveg við
hótelið þannig að það fer enginn
tími í að ferðast á völlinn,“ segir
Jóhann.
Íslendingar sem fara í golfferð-
ir skipta þúsundum en á síðasta ári
voru það alls 800 Íslendingar sem
fóru til Foxhills. „Það er aðeins tut-
tugu mínútna akstur frá Heathrow-
flugvellinum og boðið upp á fjög-
urra stjörnu hótel. Þá eru tveir
átján holu golfvellir og einn níu
holu. Þar geta menn farið yfir eina
helgi og samt spilað mikið. Það er
tekið á móti fólki á flugvellinum og
áður en þú veist af ertu kominn út
á golfvöll,“ segir Jóhann Pétur.
„Fólk vill oft nota tímann í svona
ferðum til að kíkja eitthvað í bæinn.
Fólk vill skoða verslanir, kíkja í
leikhús, fara á fótboltaleiki eða
bara skoða sig um. Lundúnasvæðið
er því vinsælast en einnig
Manchester þar sem hægt er að
nota ferðina til að kíkja á fótbolta-
leiki,“ segir Jóhann.
Báðir 18 holu vellirnir á Fox-
hills eru skógarvellir. Þeir eru tölu-
vert ólíkir í hönnun og það gerir
kylfingum færi á að spila á tveim-
ur ólíkum völlum á sama svæði.
Hótelið er mjög gott og öll aðstaða
til fyrirmyndar. Þess má geta að í
mars í fyrra var tekin í notkun ný
álma með 30 herbergjum.
Foxhills er góður kostur ef þú
vilt ná að nýta tímann sem best.
- egm
Stuttar golf-
ferðir vinsælar
Aðalbyggingin er stórglæsileg. Glæsileg aðstaða er fyrir kylfinga á Foxhills.