Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.02.2007, Qupperneq 88

Fréttablaðið - 09.02.2007, Qupperneq 88
 Enski landsliðsþjálfarinn Steve McClaren er enn undir mikilli pressu í starfi eftir mjög slaka frammistöðu enska lands- liðsins gegn Spánverjum á Old Trafford. Spánverjar unnu leik- inn, 1-0, en það sem stóð upp úr var lélegur leikur enska liðsins en áhorfendur bauluðu á þá í leiks- lok. „Það voru nokkrir leikmenn sem spiluðu undir getu í leiknum. Það eru mikil vonbrigði, leikmenn- irnir vita það og ef þeir vita það ekki verður þeim sagt frá því,“ sagði McClaren sem eðlilega gat ekki neitað því að sóknarleikur liðsins hefði verið arfaslakur. Peter Crouch og Shaun Wright- Phillips þóttu sérstaklega slakir. „Mér finnst ekki eins og leik- menn séu að bregðast mér. Við- horfið og vinnslan var til staðar. Gæðin voru því miður bara ekki fyrir hendi og sérstaklega á fremsta þriðjungi vallarins. Það sáu allir að síðasta sendingin var mjög slök, fyrirgjafirnar einnig sem og skotin. Þetta eru hlutirnir sem leikir vinnast á.“ McClaren tók við starfinu af Sven-Göran Eriksson eftir HM en honum hefur ekki gengið vel í starfi þar sem enska landsliðið hefur farið mjög illa af stað í undankeppni EM. Liðið er í þriðja sæti riðilsins og mætir Ísrael og Andorra næst í leikjum sem verða að vinnast. „Leikurinn gegn Spáni var allt- af erfiður fyrir okkur. Ekki bætti úr skák að lykilmenn vantaði hjá okkur en ég lærði mikið um þá sem fengu tækifæri í staðinn. Okkur vantaði hálfan hópinn, menn eins og Terry, Hargreaves og Rooney. Þetta eru stjörnur sem vinna leiki,“ sagði McClaren. Við söknuðum lykilmanna Það telst ávallt til mik- illa tíðinda þegar atvinnuíþrótta- maður kemur út úr skápnum og segist vera samkynhneigður. Á því varð engin breyting þegar breski körfuboltamaðurinn John Amaechi lýsti því yfir að hann væri samkynhneigður. Það gerir hann í væntanlegri ævisögu. Amaechi er aðeins sjötti atvinnuíþróttamaðurinn í fjórum stærstu íþróttagreinunum í Banda- ríkjunum – körfubolta, amerísk- um fótbolta, hafnabolta og hokkí – sem greinir frá samkynhneigð sinni opinberlega. Það eru þrjú ár síðan Amaechi lagði skóna á hilluna en hann lék í NBA-deildinni í ein fimm ár og þá með fjórum félögum. Hann þótti aldrei sérstaklega öflugur leik- maður sem útskýrir af hverju hann var sífellt að skipta um félag. Tenniskonan Martina Navrati- lova er líklega þekktasti samkyn- hneigði íþróttamaður Bandaríkj- anna og hún tók ofan fyrir Amaechi í gær. „Það er mjög mikilvægt fyrir ungt fólk í sömu stöðu að fólk komi út úr skápnum svo það sjái að það er ekki eitt í heiminum. Við erum fyrirmyndir og ungir hommar og lesbíur þurfa fyrir- myndir eins og allir aðrir,“ sagði Navratilova. Körfuboltakappinn Grant Hill hjá Orlando Magic þekkir ekkert til Amaechi en hann hrósaði honum eigi að síður. „Sú staðreynd að John hafi stig- ið þetta skref gefur kannski öðrum í svipaðri stöðu kjark til að koma einnig út úr skápnum. Skiptir þá engu hvort um er að ræða leik- menn sem eru hættir eða enn að spila,“ sagði Grant en Amaechi er fyrsti NBA-leikmaðurinn sem kemur út úr skápnum. John Amaechi er fyrsti NBA-leikmað- urinn sem kemur út úr skápnum Jesse King, banda- ríska körfuboltamanninum sem Fréttablaðið sagði í gær að væri á leiðinni til Keflavíkur í Iceland Express deild karla, snerist hugur á síðustu stundu og hætti við að koma til Íslands. King sem lofaði góðu fékk tilboð annars staðar frá og Keflvíkingar sitja því áfram eftir án bandarísks leikmanns en þeir hafa þegar látið þrjá Bandaríkja- menn fara í vetur. Kemur ekki til Keflavíkur Þann 28. október næstkom- andi verður í fyrsta skipti leikið í NFL-deildinni í amerískum fótbolta utan Bandaríkjanna. Þá mætast Miami Dolphins og New York Giants á nýjum og glæsileg- um Wembley-leikvangi. Í kringum 160 þúsund NFL- aðdáendur sóttu um yfir 500 þúsund miða á leikinn aðeins þrem dögum eftir Super Bowl. „Nærri allar óskirnar hafa komið frá NFL-aðdáendum í Bretlandi,“ sagði talsmaður NFL í Bretlandi. „Þessar áhugi er fyrir utan þann sem síðan mun koma frá Bandaríkjunum. Það verður uppselt um leið og miðar fara á sölu í byrjun mars.“ Hinn nýi og glæsilegi Wembley-leikvangur sem hefur verið í byggingu í langan tíma mun taka á milli 85-90 áhorfendur í sæti. Slegist um miðana Það er skammt stórra högga á milli hjá bestu handbolta- mönnum heims. Þeir eru nýbúnir að ljúka keppni á mjög erfiðu heimsmeistaramóti og aðeins nokkrum dögum síðar hefst þýska úrvalsdeildin á nýjan leik. Sjónvarpsstöðin Sýn hefur tryggt sér sýningarrétt á þýsku úrvalsdeildinni og fyrsta útsend- ing er í kvöld klukkan 18.25. Þá mætast Íslendingaliðin Gummersbach og Wilhelms- havener. Með Gummersbach leika markahæsti leikmaður HM, Guðjón Valur Sigurðsson, Róbert Gunnarsson og Sverre Jakobsson. Þjálfari liðsins er síðan landsliðs- þjálfarinn sjálfur Alfreð Gísla- son. Með Wilhelmshavener leikur Gylfi Gylfason, fyrrum leikmað- ur KR og Hauka. Byrjar á Sýn í kvöld Einn besti markvörður heims, Serbinn Arpad Sterbik sem spilar með Ólafi Stefánssyni hjá Ciudad Real, hefur fengið spænskt ríkisfang og mun því leika með spænska landsliðinu um leið og hann verður löglegur. Þetta eru fín tíðindi fyrir íslenska landslið- ið því Sterbik verður þar af leiðandi ekki með Serbum gegn Íslandi í umspili um laust sæti á EM. Fær spænskt ríkisfang Iceland Express-deild karla: Njarðvík vann sinn níunda sigur í röð í Iceland Express deild karla í gær þegar þeir lögðu Grindavík, 94-98, í framlengdum leik í Grindavík. Það var hinn tvítugi Jóhann Árni Ólafsson sem kláraði leikinn fyrir Íslandsmeistarana en hann skoraði 14 af 20 stigum Njarðvíkurliðsins í framlengingunni. Leikurinn var æsispennandi baráttuleikur þar sem sóknarleikur liðanna gekk oft illa en fyrir vikið var ekkert gefið eftir í vörninni. „Ég var búinn að spila eins og asni í venjulegum leiktíma og fékk bara að koma aftur inn á af því að Gummi fékk fimmtu villuna. Svo þegar eitt skot fór ofan í þá fylgdu hin í kjölfarið. Þeir voru að spila hörkuvörn á Brenton og Jeb, skildu mig eftir og það hefur ekk- ert lið efni á því að skilja mann eftir opinn,“ sagði Jóhann Árni sem nýtti 5 af 6 skotum sínum í framlengingunni og tók síðan sóknarfrákastið af því sem klikk- aði. „Það er hörkukarakter í liðinu okkar og við kunnum á svona aðstæður,“ sagði Jóhann að lokum og Einar Árni Jóhannsson þjálfari liðsins var sáttur með strákinn. „Þetta er bara Jói eins og við þekkjum hann. Hann er sigurveg- ari,“ sagði Einar. Jeb Ivey tryggði Njarðvík framlenginguna með því að hitta úr öðru víti sínu 7 sekúndum fyrir leikslok en hefði getað tryggt sig- urinn með því nýta bæði vítin. Grindavík hafði mest komist sjö stigum yfir í lokaleikhlutanum, 73-66, en fjögurra stiga sókn frá Brenton Birmingham kveikti aftur í Njarðvíkingunum sem tryggðu sér framlenginguna og svo sigurinn. Njarðvíkurliðið skoraði 12 fyrstu stig seinni hálfleiks og komst tíu stigum yfir en heima- menn sem mest náðu sjálfir átta stiga forskot í fyrri hálfleik voru ekkert á því að gefast upp. Eins og sést á þessu voru miklar sveiflur í leiknum og liðin skiptust á að eiga góða og slæma kafla. Einar Árni, var ánægður með níunda deildarsigurinn í röð. „Við eigum helling inni og getum spilað betur en við höfum verið að gera. Sigrarnir okkar hafa ekki allir verið glæsilegir en við erum reynslunni ríkari eftir þrjá mjög bitra tapleiki á heimavelli í Evrópukeppninni. Menn hafa lært af þessum töpum og þau hafa hjálpað þessu liði. Allar þessar raunir okkar í nóvember og desember eiga eftir að styrkja okkur í því sem framundan er og það eru eintómir úrslitaleikir eftir,“ sagði Einar að lokum. Njarðvík er áfram á toppi Iceland Express-deildar karla eftir sigur á Grindavík í framlengingu, 94-98. Tvítugur Njarðvíkingur, Jóhann Árni Ólafsson, tryggði Njarðvík sigur í þessum fjöruga háspennuleik í Röstinni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.