Fréttablaðið - 22.02.2007, Page 3

Fréttablaðið - 22.02.2007, Page 3
Raunlækkun kjúklinga- og svínakjötsverðs á síðustu 14 árum um 40-50% er staðreynd. Til upplýsingar fyrir neytendur skýrir þessi jákvæða þróun að kostnaður vegna kjúklinga- og svínakjöts hefur lækkað niður í um 1,5% af heildarútgjöldum heimilanna. Meðalheimilin verja nú rúmum 5.000 krónum á mánuði til kaupa á kjúklinga- og svínakjöti en í samanburði greiða þau um 8.000 krónur í yfirdráttarvexti mánaðarlega. Sannleikurinn er sá að þó við gæfum neytendum allt kjúklinga- og svínakjötið munar meðalheimilið samt meira um 0,5% vaxtalækkun! Umræða um verðlag á Íslandi verður að snúast um miklu fleiri þætti en innlenda búvöruframleiðslu, sem Íslendingar vita að er betri að gæðum og hreinleika en innflutt vara. Okkar ósk er að kjúklinga- og svínarækt verði af hálfu ríkisvaldsins búið það umhverfi að greinin veikist ekki heldur hafi alla burði til áframhaldandi góðra verka fyrir íslensk heimili. FÉLÖG KJÚKLINGA- OG SVÍNABÆNDA Á ÍSLANDI Vextir vega þyngra en kjöt! Meðalheimilið hér á landi greiðir rúmar 8.000 krónur á mánuði í yfirdráttarvexti. Sama heimili ver rúmum 5.000 krónum til kaupa á kjúklinga- og svínakjöti á mánuði. H ei m ild : H ag st of a Ís la nd s og S eð la ba nk i Í sl an ds

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.