Fréttablaðið - 22.02.2007, Síða 6
Er eðlilegt að stjórnvöld bregð-
ist við klámráðstefnunni?
Horfir þú á sjónvarp í meira en
tvo klukkutíma á dag?
„Við erum ekki sátt við
staðsetninguna á skiltinu,“ segir Eva Rós
Jóhannsdóttir, útibússtjóri SPH-SPV í
Garðabæ, sem mótmælt hefur því að
bæjaryfirvöld hafa heimilað Kaupþingi
að setja upp auglýsingaskilti við Vífils-
staðaveg.
Kaupþing fékk um miðjan desember
heimild skipulagsnefndar Garðabæjar
til að setja upp auglýsingaskilti við Víf-
ilsstaðaveg. Kaupþing fékk heimild fyrir
skiltinu í eitt ár en ákvörðun um varan-
legt skilti var frestað í skipulagsnefnd
vegna fyrirhugaðra breytinga á svæðinu
á næstunni.
Eins og Sparisjóður Hafnarfjarðar
hefur Kaupþing rekið útibú um árabil á
Garðatorgi. Undirstöður skiltis Kaup-
þings eru komnar á sinn stað. Eva Rós
segir í bréfi til Gunnars Einarssonar
bæjarstjóra að skilti Kaupþings muni
klárlega hindra sýnileika skiltis spari-
sjóðsins sem staðið hafi á þessum stað í
áraraðir. Óeðlilegt sé að leyfa þessa stað-
setningu á skilti keppinautar sparisjóðs-
ins.
„Sætir það furðu að jafnræðissjónar-
mið skuli ekki hafa verið haft að leiðar-
ljósi við þessa framkvæmd,“ segir í mót-
mælabréfi útibússtjórans.
Kaupþing skyggir á sparisjóð
Spilling gegnsýrir
Rússland og ógnar jafnvel
þjóðaröryggi þrátt fyrir loforð
Vladimirs Pútín, forseta Rúss-
lands, um að gera meira til að
berjast gegn henni að því er
kemur fram í óvenju umbúða-
lausri skýrslu opinberrar
ráðgjafanefndar. Sérfræðingar
segja að spillingarvandinn hafi
aukist eftir að Pútín tók við
völdum árið 2001.
Spilling allsráð-
andi í Rússlandi Meirihluti þeirra lyfja
sem Tollgæslan í Reykjavík legg-
ur hald á eru venjuleg lyf sem ber-
ast frá erlendum ríkjum en er ekki
leyfilegt að flytja til landsins með
pósti.
Guðrún Sólveig Ríkarðsdóttir,
yfirtollvörður hjá póstmiðstöð
Tollgæslunnar, segir að öll lyf sem
komi frá löndum utan Evrópska
efnahagssvæðisins (EES) og ber-
ast hingað til lands með þeim hætti
séu bönnuð. Meiri slaki ríkir í
reglum varðandi innflutning á
lyfjum innan EES, en þó er ekki
hægt að flytja inn lyf sem eru lyf-
seðilsskyld á Íslandi án þess að
geta framvísað lyfseðli. „Þetta er
mjög skýrt, ef lyfin sem við leggj-
um hald á koma frá EES-svæðinu
og eru lyfseðilsskyld þá getur
móttakandinn beðið eftir lyfseðli
og fengið þau afhend í kjölfarið.
Allt annað er bannað.“
Tollgæslan stöðvaði tæplega
1.100 póstsendingar á síðasta ári
vegna gruns um að lyfjainnihald
sendinganna samræmdist ekki
íslenskum reglum varðandi inn-
flutning á lyfjum til landsins, en
það eru tæplega þrjár haldlagn-
ingar á dag og aukning um 70 pró-
sent frá árinu 2005.
Regína Hallgrímsdóttir, sviðs-
stjóri eftirlitssviðs Lyfjastofnun-
ar, segir að stofnunin finni fyrir
þessari breytingu samhliða auknu
innstreymi erlends vinnuafls, en
útgefnum dvalarleyfum hjá
Útlendingastofnun fjölgaði um 36
prósent milli áranna 2005 til
2006.
Hún telur ýmsar skýringar
geta verið á þessu. „Sumt fólk
kemur hingað í ákveðinn tíma sem
vinnuafl og kemst ekki inn í trygg-
ingakerfið hér á landi. Stundum
eru þetta lyf sem einfaldlega eru
ekki til hér. Og svo getur vel verið
að lyfin séu kannski ódýrari í
heimalandinu þar sem lyfjaverð
er háð efnahag þjóðanna.“
Hildur Sverrisdóttir, forstöðu-
maður alþjóðasviðs Trygginga-
stofnunar Íslands, segir mjög
skýrar reglur gilda um það hve-
nær einstaklingar séu sjúkra-
tryggðir hér á landi og komist
þannig inn í tryggingakerfið. „Þeir
sem hafa verið með lögheimili á
Íslandi í að minnsta kosti sex mán-
uði eru sjúkratryggðir. Það er
óháð ríkisborgararétti. Síðan eru
það hinir, sem við köllum ferða-
menn frekar en útlendinga, því að
Íslendingar búsettir erlendis geta
einnig tilheyrt þeim hópi. Það eru
þeir sem koma hingað tímabundið
án þess að vera með búsetu á
Íslandi. Þeir eru ekki sjúkra-
tryggðir.“
Útlendingar á Íslandi
panta lyf að heiman
Stærstur hluti þeirra lyfja sem tollgæslan leggur hald á eru venjuleg lyf fram-
leidd erlendis. Útlendingar búsettir á Íslandi panta lyf frá heimalöndunum.
Innflutningur slíkra lyfja eykst í takt við fjölda útlendinga á Íslandi.
Riða er aftur komin
upp á Hrafnkelsstöðum í Hruna-
mannahreppi. Í þessum mánuði
hafa tvær ær frá bænum greinst
með riðu, en þar kom upp riða
vorið 2001. Þá var öllu fénu
fargað.
Í tilkynningu segir að engin
sjúkdómseinkenni hafi verið á
kindunum sem nú hafa greinst
með riðu, en hún fannst í heila-
sýnum sem tekin voru vegna
reglubundins eftirlits með
sjúkdómnum. Landbúnaðarráð-
herra hefur verið tilkynnt um
málið og er nú unnið að undirbún-
ingi niðurskurðar og samninga-
gerð við ábúendur.
Hrafnkelsstaðir
með riðu á ný
Róbert Trausti Árna-
son, fyrrverandi varafastafull-
trúi Íslands hjá NATO, vill ekki
veita neinn aðgang að dagbókum
þeim sem Þór Whitehead sagn-
fræðingur vitnaði til í grein sinni
í Fréttablaðinu hinn 20. október í
fyrra. Í greininni var sagt frá
meintri beiðni Jóns Baldvins
Hannibalssonar, þáverandi utan-
ríkisráðherra, um að Róbert kann-
aði, árið 1989, „hvort Svavar
Gestsson hafi verið í hópi erind-
reka STASI“.
„Ég efast um að ég hleypi nokk-
urn tíma nokkrum í þetta,“ segir
Róbert. Þór hafi einungis verið
sýndur afmarkaður kafli og með
ströngum skilyrðum. „Sjálfur vil
ég að allur þessi sannleikur fái að
liggja í friði. Það er engum greiði
gerður með því að rifja þetta
upp.“
Aðspurður hvers vegna Þór
hafi þá fengið að vitna í dagbækur
Róberts, svarar hann því til að
„fullyrðingar sem komu fram um
skrímsladeild Sjálfstæðisflokks-
ins og fullyrðingar um grófustu
lögbrot gáfu fullt tilefni til þess að
rifja upp óþægilegar staðreyndir
vinstra megin við línuna“.
Róbert segir ekki koma til
greina að gefa út minningar sínar
á bók síðar meir. „Nei, drottinn
minn dýri. Alls ekki. [...] Ég hafði
enga ánægju af því að minna Jón
Baldvin á óþægilega hluti úr hans
fortíð, sem hann auðvitað var
búinn að steingleyma.“