Fréttablaðið - 22.02.2007, Side 13
Lykilorð bloggara hjá blog.is
birtust fyrir mistök á síðum þeirra
í gær. Að sögn Árna Matthíasson-
ar, starfsmanns hjá netdeild
Morgunblaðsins, var villa í
hugbúnaðaruppfærslu orsök þess
að um stund mátti lesa lykilorð,
kennitölu og aðrar upplýsingar um
bloggara neðst á bloggsíðu hans.
Aðspurður hvers vegna
upplýsingar um notendur, þar
með talin lykilorð, séu geymdar
ódulkóðaðar í gagnagrunni segir
hann að ekki hafi verið metin
þörf á því, upplýsingarnar séu
ekki svo leynilegar. Lykilorðum
allra notenda var breytt eftir að
mistökin voru leiðrétt.
Birtu lykilorð
allra bloggara
Jónína Bjartmarz
umhverfisráðherra vill að
vísindaleg sjónarmið og rök ráði
ferðinni þegar Evrópusambandið
leysir mál sem varðar bann á
notkun fiskimjöls sem fóðurs
fyrir jórturdýr. Hún átti á
dögunum fund með Markos
Kyprianou, sem fer með mat-
vælamál í framkvæmdastjórn
Evrópusambandsins í Brussel.
Samkvæmt fréttatilkynningu
frá umhverfisráðuneytinu sagði
Kyprianou vandann við að aflétta
fyrrnefndu banni vera pólitískan
fremur en vísindalegan. Jónína
lagði áherslu á að málið yrði leyst
og að vísindaleg sjónarmið og rök
réðu ferðinni við meðferðina.
Vill að vísindi
og rök ráði ferð
Danska lögreglan
fann 38 kíló af kókaíni við húsleit
í einum stærsta fíkniefnafundi í
Danmörku síðustu ár. Þrír menn
voru handteknir.
Hinir grunuðu, tveir Serbar og
einn Króati, voru handteknir 13.
ferúar þegar þeir skiptust á
plastpoka með tveimur kílóum af
kókaíni á aðallestarstöðinni í
Kaupmannahöfn. Lögreglan réðst
seinna inn í íbúð Króatans þar
sem önnur 36 kíló voru. Áætlað
söluvirði kókaínsins er vel yfir
tvö hundruð milljónir króna.
Lögreglan komst á spor hinna
grunuðu eftir að vísbending barst
frá lögreglunni í Svíþjóð þar sem
Serbarnir búa.
Gripnir á aðal-
lestarstöðinni
Um þrjátíu tonnum
af olíu var dælt upp úr flutninga-
skipinu Wilson Muuga í kör á
dekkinu í gær og fyrrinótt og
olían svo flutt með þyrlu í land. Í
landi var olíunni dælt á bíla og
ekið með hana í bæinn. Meirihlut-
inn af þessum þrjátíu tonnum er
hrein olía.
Helgi Jensson, forstöðumaður
hjá Umhverfisstofnun, segir að
skipið eigi nú að vera því næst
tómt af olíu. Nú sé verið að undir-
búa hreinsun strandarinnar og
koma búnaði til staðinn. Fjörurn-
ar verði kannaðar á næstunni.
Sýnin verði send í greiningu í dag
eða á morgun og þá komi í ljós
hvaðan olían í fjörunni og á fug-
lunum er.
Oddný Guðbjörg Harðardóttir,
sveitarstjóri í Garði, segist hafa
miklar áhyggjur af menguninni
en sérfræðingar séu að rannsaka
málin.
„Við treystum því að þetta
verði leyst farsællega,“ segir hún
og leggur áherslu á að kannað
verði hvaðan olían kemur. „Ég
hef ekki fengið staðfest enn að
olían komi frá Hvalsnesi.“
Hilmar Össurar, dýralæknir í
Fjölskyldu- og húsdýragarðinum,
segir að æðarkollan sem flutt var
í garðinn í fyrradag hafi verið
þrifin í gær. Hún sé horuð en
henni líði þokkalega og þurfi nú
tíma til að ná sér og mynda eðli-
legan fitubúskap í fiðrinu.
Fjöruhreinsun undirbúin
Þyrla Landhelgisgæslunnar
sótti slasaðan mann á Hvolsvöll í
gær. Bíllinn hans fauk út af
veginum rétt fyrir ofan Vík í
Mýrdal. Hann var fluttur á
slysadeild Landspítalans í
Fossvogi og er að sögn ekki í
lífshættu.
Tilkynnt var um slysið
klukkan eitt í gær, og var
ákveðið að kalla til þyrlu eftir að
maðurinn kenndi eymsla í baki.
Vegna veðurs komst þyrlan ekki
alla leið þangað og þurfti því að
flytja hann til móts við þyrluna
til Hvolsvallar, þar sem hún
flaug með hann til borgarinnar
Bíll fauk af vegi
við Vík í Mýrdal