Fréttablaðið - 22.02.2007, Síða 22

Fréttablaðið - 22.02.2007, Síða 22
hagur heimilanna Virðisaukaskattur á veitingahúsum og matsölustöð- um lækkar úr 24,5 prósentum í sjö prósent frá næstu mánaðamótum. Gert er ráð fyrir að lækkunin nemi um sex prósentum á skyndibitastöðum og svipuðum stöðum en tíu til tólf prósentum á veit- ingastöðum með meiri þjónustu. Veitingahús hafa búið við sérstakt endurgreiðslu- kerfi virðisaukaskatts. Sá hluti söluverðsins sem er vegna þjónustu hefur borið 24,5 prósenta virðis- aukaskatt en maturinn hefur borið 14 prósenta virð- isaukaskatt. Þetta kerfi fellur niður um næstu mán- aðamót. Gert er ráð fyrir að verðlækkunin verði mismun- andi eftir þjónustustigi veitingastaðanna. Þannig má búast við að lækkunin verði meiri eftir því sem þjónustustigið er hærra og verður þá, eins og áður segir, mest um tólf prósent á veitingastöðum með háu þjónustustigi. „Við ætlum að lækka matarverð að minnsta kosti um tólf prósent en stefnum í fjórtán prósent yfir línuna og ég er búinn að endurreikna verðið miðað við það. Prentarinn bíður bara eftir að prenta út,“ segir Jón Páll Haraldsson, rekstrarstjóri á veitinga- staðnum Einari Ben í miðborg Reykjavíkur. Jón Páll segir að ekki sé búið að ákveða skatta- lækkun á víni en bendir á að SAF, Samtök ferða- þjónustunnar, hafi þrýst mikið á að virðisaukaskatt- ur á víni verði lækkaður þannig að sami virðisaukaskattur verði á mat og víni. Verð á víni helst því væntanlega óbreytt. Lækkar um allt að 14 prósent Lítil hrifning með súperslicer Ægir Þór Eysteinsson, fréttamaður Ríkissjónvarpsins á Austurlandi, vill hafa borðbúnaðinn sinn skínandi. Áhrif tollalækkunar á kjötverð skýrist líklega ekki fyrr en í vor eða sumar. Stórkaupmenn segja útfærsluna vanta og telja tollana ekki leiða til verðlækkunar. Niður- felling vörugjalda kemur ekki fram fyrr en eftir tvo mánuði. Óljóst er hversu mikið innflutt, hrátt kjöt lækkar í verði eftir mat- arskattsbreytingarnar sem taka gildi 1. mars og hversu mikið tolla- lækkunin hefur áhrif til verðlækk- unar. Virðisaukaskattur á kjöti lækkar úr fjórtán í sjö prósent og mun það skila sér til neytenda. Óljóst er hins vegar hvernig og hvenær tollalækkunin kemur til neytenda, að mati innflytjenda. Helgi Ein- arsson, fram- kvæmdastjóri Dreifingar, sem er lang- stærsti inn- flytjandinn á hráu kjöti, segir að verð á innfluttu, frystu græn- meti muni lækka um þrjátíu pró- sent 1. mars en ekki sé hægt að segja til um verðlækkun á kjöti fyrr en fyrsta kjötútboðið hefur farið fram. „Þetta kemur ekki í ljós 1. mars því að það tekur líklega um tvo mánuði að undirbúa útboð og kemur því ekki í ljós fyrr en í sumar hvort verðlækkanir eiga sér stað og þá á hvaða vörutegund- um.“ Helgi telur að ríkisstjórnin sé ekki búin að samþykkja tollalækk- anirnar og segir að beðið sé eftir samþykki ríkisstjórnarinnar. Hann bendir á að samkvæmt sam- komulaginu við Evrópusambandið verði tollar lækkaðir á tæplega 800 tonnum af hráu kjöti meðan mesta þörfin sé á tollalækkun á unnu kjöti. „Þetta skýrist þegar maður fer að sjá hvað fyrirtæki ætla að sækjast eftir miklu magni af innfluttu kjöti því pró- sentan í toll- flokkunum skiptir ekki svo miklu máli heldur aðal- lega þessi 800 tonn.“ Andrés Magnússon, framkvæmda- stjóri Félags íslenskra stór- kaupmanna, segir að kaupmenn telji að verð á matvöru lækki um 8,5 til níu pró- sent og þá sé eftir að taka tillit til áhrifa niðurfellingar á vörugjöld- um og tollalækkunar. „Við teljum að tollarnir leiði ekki til neinnar lækkunar. Stjórnvöld hafa ekki spilað út enn þá með hvaða móti þau ætla að ná þeirri 1,5 prósenta lækkun með þessari aðgerð,“ segir hann. Niðurfelling á vörugjöldum telur hann að taki einn til tvo mán- uði að koma fram. „Það fer eftir veltunni á algengum, innfluttum þurrvörum eins og kaffi, te og hveiti hve langan tíma það tekur að koma fram,“ segir hann. Gylfi Arnbjörnsson, fram- kvæmdastjóri ASÍ, segir að ekki sé búið að kynna með hvaða hætti tollalækkun á kjöti eigi að koma fram. „Verið er að pakka vörum sem ná fram yfir 1. mars þannig að við höfum áhyggjur af því hvernig þetta á að koma fram.“ Niðurfelling tolla skilar sér ekki strax í kjötverði

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.