Fréttablaðið - 22.02.2007, Page 26

Fréttablaðið - 22.02.2007, Page 26
greinar@frettabladid.is Eftir allt tal ágætra landsfeðra vorra um skattalækkanir síðustu tíu árin stendur þetta upp úr. Skattar á fyrirtæki hafa lækkað úr 45% í 18%, skattar á flesta tekjuliði fjár- festa lækkuðu úr um 45% í 10%, eigna- og erfðafjárskattar hafa lækkað og hátekju- skattur er aflagður. Þetta eru allt raunverulegar breyt- ingar sem einkum hafa nýst stóreignafólki og hátekju- fólki. Almenningur hefur hins vegar búið við sýndarlækkanir skatta. Álagningarhlutfall var lækkað (sem minnkaði skattbyrði) en um leið voru skattleysis- mörkin látin dragast afturúr launaþróuninni (sem jók skattbyrði). Nettóútkoman varð að heildarskattbyrði 90% heimila jókst markvert, mest hjá fólki í lægri tekjuhópum og meðaltekjufólki. Ójöfnuður ráðstöfun- artekna jókst fyrir vikið og eldri borgarar drógust aft- urúr. Á tímabilinu frá 1995 til 2005 jókst heildarskatt- heimta hins opinbera úr 32% í um 42% af landsfram- leiðslu, sem er heimsmet. Tekjuskattar einstaklinga og fjölskyldna fóru um leið úr 10% af landsframleiðslu í um 15%. Í fyrra voru teknir af heimilunum um 50 milljarðar í tekjuskatta umfram það sem hefði verið ef skattbyrðin frá 1995 væri óbreytt. Ef skattleysismörkin hefðu fylgt launaþróuninni hefði hlutur tekjuskattsins ekki aukist svona. Þessum milljörðum mætti nú skila til almennings, enda álíka upphæð og hreinn afgangur á ríkissjóði sitt hvort árið 2005 og 2006. Það er athyglisvert að íslenskir frjáls- hyggjumenn, sem stýrðu þessari þróun, virðast mun tillitslausari við almenning en frjálshyggjumenn í Bandaríkjunum, og eru þeir þó engin lömb. Milton Fri- edman, brautryðjandi í umræðu um flatan skatt, vildi að skattleysismörk væru álíka há og lágmarkslaun (um 130 þús. á mán. nú) og viðskiptajöfurinn Steve Forbes vill að skattleysismörk séu 175 þús. á mánuði. Hér eru þau nú um 90 þús. kr., eða vel undir fátæktarmörkum. Forsætisráðherra boðaði frekari lækkanir á skött- um fyrirtækja á nýliðnu viðskiptaþingi. Nefnd ríkis- stjórnarinnar um alþjóðlega fjármálamiðstöð undirbýr að breyta Íslandi alla leið í paradís fyrir auðmenn. Hvenær kemur röðin að almenningi? Höfundur er prófessor. Ofsköttuð þjóð Upplýsingar fjármálaráðuneyt-isins og ríkisskattstjóra um aukinn ójöfnuð á Íslandi virðast hafa skotið sumum málsvörum ríkisstjórnarinnar skelk í bringu, enda er skammt til kosninga 12. maí. Ótta þeirra skil ég vel. Einn lykillinn að veldi Sjálfstæðis- flokksins allan lýðveldistímann var mannúðleg jafnaðarstefna flokksins, sem birtist m.a. í kjörorðinu stétt með stétt. Þetta vígorð hafði lengi sannfærandi hljóm. Tiltækar staðtölur um tekjuskiptingu á Íslandi sýndu, að hún var löngum svipuð hér og annars staðar um Norðurlönd. Þar átti Ísland heima. Íslendingar töldu sig ekki þurfa á stórum jafnaðarflokki að halda eins og Danir, Finnar, Norðmenn og Svíar. Sjálfstæðisflokkurinn gerði í grófum dráttum svipað gagn. Hann var ekki aðeins flokkur útgerðarauðvalds og annarra atvinnurekenda, heldur einnig flokkur launþega og bænda. Þetta var sérstaða og styrkur Sjálfstæð- isflokksins umfram aðra flokka, sem höfðu þrengri skírskotun. Sjálfstæðisflokkurinn neytti ekki aflsmunar í samsteypustjórnum til að knýja á um aukinn ójöfnuð, svo sem honum hefði verið í lófa lagið og ýmsir auðmenn í flokknum – heildsalar, útvegsmenn og aðrir – hefðu ugglaust kosið. Auðvaldið varð að beygja sig fyrir jafnaðar- kröfum fjöldans. Réttsýnir formenn flokksins – Ólafur Thors, Bjarni Benediktsson, Jóhann Hafstein, Geir Hallgrímsson – hefðu ekki liðið stóraukinn ójöfnuð, og var Ólafur Thors þó útvegsmaður og Geir Hallgríms- son heildsalasonur. Nú er öldin önnur. Í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins síðan löngu fyrir aldamót hefur ójöfnuður í tekjuskiptingu hér innan lands aukizt meira og hraðar en nokkur þekkt dæmi eru um frá öðrum löndum. Þjóðhagsstofnun birti um sína daga vandaðar skýrslur um tekjuskiptingu, en stofnuninni var lokað að kröfu Sjálfstæðisflokks- ins, þar eð hún þótti of treg í taumi. Eftir það birtu yfirvöld engar tekjuskiptingartölur í nokkur ár. Við svo búið mátti ekki standa. Sigurjón Þórðarson alþingismaður spurðist fyrir um málið 2004. Þáverandi fjármála- ráðherra, Geir Haarde, lagði þá fram á Alþingi nýjar upplýsingar, sem staðfestu grun fyrirspyrjand- ans um stóraukinn ójöfnuð. Tölur ráðherrans spönnuðu árin 1995- 2003 og náðu yfir bæði launatekjur og fjármagnstekjur að greiddum skatti og þegnum bótum, svo sem tíðkast, þegar þróun tekjuskipting- ar er lýst gegnum tímann. Þær sýndu, að Gini-stuðullinn, sem svo er nefndur, hafði hækkað um níu stig þessi níu ár, eitt stig á ári að jafnaði. Gini-stuðullinn er algengur mælikvarði á misskipt- ingu tekna. Hann er í minnsta lagi núll, ef allir hafa sömu tekjur (fullur jöfnuður), og í mesta lagi 100, ef allar tekjur falla einum manni í skaut (fullkominn ójöfnuður). Ef Gini er 26 eins og í Noregi, hefur ríkasti fimmtungur heimilanna gróft reiknað þrisvar sinnum hærri ráðstöfunartekjur en fátækasti fimmtungurinn. Ef Gini er 36 eins og á Bretlandi, hefur ríkasti fimmtungur heimil- anna um sex sinnum hærri ráðstöf- unartekjur en hinn fátækasti. Tíu stiga hækkun Gini-stuðulsins frá einu landi eða einum tíma til annars vitnar því um tvöföldun tekjugapsins, sem skilur ríkasta fimmtung heimilanna frá hinum fátækasta, eða þar um bil. Engum datt í hug að rengja fjármálaráð- herra, þegar hann kynnti þessar upplýsingar á Alþingi. Til að halda málinu lifandi óskaði ég eftir því við ríkisskatt- stjóraembættið, að það reiddi fram nýjar upplýsingar um þróun tekjuskiptingar 1993-2005. Tölum ríkisskattstjóra ber saman við tölur fjármálaráðherra upp á hár fyrir öll árin 1995-2003. Nú bættust við þær upplýsingar, að Gini stóð í stað 1993-95, en hækkaði um sex stig 2003-2005, úr 30 í 36. Gini-stuðullinn hefur því hækkað um 15 stig þessi 13 ár, eða rösklega eitt stig á ári að jafnaði. Ný skýrsla Hagstofunnar nær að vísu aðeins til áranna 2003-2004 og sýnir eins stigs hækkun milli ára, svo að allt ber að einum og sama brunni, einnig rannsóknir Stefáns Ólafssonar prófessors, sem öðrum fremur hefur athugað málið. Jóakim Palme, prófessor í Stokkhólmi, hefur rannsakað þróun tekjuskiptingar í Svíþjóð. Hann tekur allar tekjur heimilanna með í reikninginn, einnig fjár- magnstekjur eins og vera ber. Tölur hans sýna, að Gini-stuðullinn í Svíþjóð 1993 var 22 á móti 21 hér heima. Tíu árum síðar var Gini 25 í Svíþjóð og 30 hér. Misskipting tekna hefur því ágerzt mun frekar á Íslandi en í Svíþjóð. Aukning ójafnaðar í Svíþjóð hefur haldizt innan hóflegra marka og vekur ekki deilur þar. Hér heima tekur ójafnaðaraukningin út yfir allan þjófabálk. Sjálfstæðisflokkurinn hefur í reyndinni sagt sjálfum sér og sögu sinni stríð á hendur. Hann hefur breytzt í harðskeyttan ójafnaðarflokk og sækir fyrir- myndir til Bush forseta og bandarískra repúblikana, svo sem hugmyndina að auknum álögum á almenning og stórfelldri skatta- lækkun handa auðmönnum – og þrætir í þokkabót fyrir aukinn ójöfnuð af þessum völdum og hrópar: öfund, öfund. Repúblikan- ar fóru í útreiðartúr á tígrisdýri og biðu afhroð í kosningum vestra í nóvember 2006. Sjálfstæðisflokk- urinn verðskuldar sömu ráðningu 12. maí. Óttaslegnir ójafnaðarmenn Á tiltölulega stuttum tíma hafa tvö af sögufrægustu og stásslegustu húsum Reykjavíkur horfið úr almanna- eigu til einstaklinga. Annars vegar Heilsuverndarstöð- in við Barónsstíg og hins vegar hús Thors Jensens við Fríkirkjuveg 11. Fáir hafa grátið sölu Fríkirkjuvegarins en mörgum er aftur á móti mikil eftirsjá í Heilsuverndarstöðinni, sem er fyrsta sér- hannaða heilsugæslubygging landsins. Rúmt ár er liðið frá því að Reykjavíkurborg og ríkið, sem fóru saman með eignarhald Heilsuverndarstöðvarinnar, seldu húsið til byggingaverktaka sem endurseldi það aftur nú á dögunum. Ekki er hægt að segja að skammur aðdragandi hafi verið að því að húsið fór úr opinberri eigu. Heilsuverndarstöðin var um árabil ákveðið bitbein milli ríkis og borgar. Á þann hnút var hoggið um mitt ár 2005 þegar þáver- andi borgarstjóri, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, skrifaði undir samkomulag um sölu byggingarinnar ásamt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra og Geir Haarde, þáverandi fjármálaráðherra. Miðlægt hlutverk Heilsuverndarstöðvarinnar í heilsugæslu á landsvísu tilheyrði þá löngu liðnum tíma og enginn vilji var meðal ráðamanna að finna húsinu nýjan tilgang innan heilbrigðisþjón- ustunnar. Ekki skal lagður dómur á það hér hvort þar hafi verið rétt haldið á málum, en vissulega er hægt að hafa skilning á því að heilbrigð- isstarfsfólkinu, sem ályktaði gegn sölu hússins, svíði örlög þess. Eyðingarmáttur tímans á það til að fara illa með upprunalegt hlutverk bygginga en steinsteypa getur hins vegar með góðri hjálp staðið ágætlega af sér ágang áranna. Það er því alltaf ástæða til að gleðjast þegar einhverjir sjá tækifæri í að gefa gömlum húsum nýtt líf í stað þess að rífa þau og byggja önnur ný. Um alla borg eru fyrirtaksdæmi um hús sem gegna öðrum til- gangi nú en þau gerðu áður. Aðalbygging Listasafns Íslands var til dæmis reist sem íshús árið 1916 og var um tíma skemmtistaður áður en listaverkin fluttu þar inn 1987. Annað reisulegt safn í mið- borginni er Listasafn Reykjavíkur í Hafnarhúsinu þar sem áður voru meðal annars miklar netageymslur. Fyrrnefnt hús við Fríkirkjuveg 11 reisti Thor Jensen sem heim- ili fyrir fjölskyldu sína. Það hefur hýst borgarskrifstofur undan- farin ár en er nú komið hringinn, í eigu afkomanda mannsins sem reisti það og á að verða safn um þann merka Reykvíking. Ekki geta þó öll stór hús sem týna tilgangi sínum orðið söfn. Áform um að breyta Heilsuverndarstöðinni í hótel eru því að mörgu leyti mjög spennandi. Glæsilegur arkitektúr Einars Sveins- sonar færir hóteli þar strax ákveðinn sess. Staðsetningin er dýr- mæt; í hjarta miðbæjarins en þó utan skarkalans. Umfram allt þá mun hótel í Heilsuverndarstöðinni, með til- heyrandi ráðstefnusölum og veitingasölu, tryggja lifandi hlutverk hússins og opna það fyrir öllum almenningi. Og það er mikið fagn- aðarefni út af fyrir sig. Nýtt líf húsa

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.