Fréttablaðið - 22.02.2007, Síða 52

Fréttablaðið - 22.02.2007, Síða 52
Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. Kindin Dolly kemst í fréttirnar „Ef málfrelsið er tekið af okkur er hægt að ráðskast með okkur eins og lömb á leið til slátrunar.“ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Ólafur Theódórsson Esjubraut 19, Akranesi, andaðist á Landspítalanum Fossvogi mánudaginn 19. febrúar. Júlía Baldursdóttir Baldur Ólafsson Auður Líndal Sigmarsdóttir Ellen Ólafsdóttir Guðjón Theódórsson Ragnhildur Í. Ólafsdóttir Birgir Guðmundsson og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra föður, tengdaföður, afa og langafa, Guðfinns Stefáns Finnbogasonar Miðhúsum, Kollafirði, sem lést laugardaginn 10. febrúar sl. Kristján Garðarsson Herdís Rósa Reynisdóttir Rakel Guðfinnsdóttir afabörn og langafabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Sigrún Gunnarsdóttir seinast til heimilis að Lindasíðu 2, Akureyri, lést á dvalar og hjúkrunarheimilinu Hlíð, fimmtudag- inn 15. febrúar. Hún verður jarðsungin frá Glerárkirkju föstudaginn 23. febrúar kl. 10.30. Fyrir hönd aðstandenda, Kristinn Jónsson Jakobína Reynisdóttir Hermann Ragnar Jónsson Sigurlaug Guðmundsdóttir Guðný Jóhanna Jónsdóttir Óskar Sigurpálsson Gunnar Jónsson Jóhanna Andrésdóttir Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Geir Harðarson Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma og langamma, Signý Stefánsdóttir dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, lést hinn 19. febrúar 2007. Jarðarför fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 26. febrúar nk. kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarstofn- anir. Heiða Þórðardóttir Jón Geir Ágústsson Signý, Þórður, Margrét, Þórdís, María Sigríður, Jóhann Heiðar og fjölskyldur. Elskuleg móðir okkar, stjúpmóðir, tengda- móðir, amma og langamma, Elín Sigurðardóttir hjúkrunarheimilinu Eir, Hlíðarhúsum 7, Reykjavík, sem lést miðvikudaginn 14. febrúar verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 23. febrúar kl. 13.00. Kristín Þorsteinsdóttir Þórður Jónsson Sigríður Þorsteinsdóttir Erla Þorsteinsdóttir Ágúst Haraldsson Steinunn Þorsteinsdóttir Geir Gíslason barnabörn og barnabarnabörn. „Ég verð fjarverandi á afmælinu, ég heyrði að Kastró karlinn væri allur að hressast og ætla að bregða mér til Kúbu í tíu daga,“ segir Jóhann G. Jóhannsson, tónlistar- og myndlistar- maður, sem er sextugur í dag. Jóhann segir það leggjast vel í sig að verða sextíu ára, þótt honum finnist hann eiginlega of ungur til þess. „Andlega finn ég ekki fyrir aldrinum en svo lítur maður í spegil og það fer ekki á milli mála að maður hefur breyst í áranna rás.“ Þótt hann verði fjarverandi á afmælisdaginn ætlar Jóhann engu að síður að fagna tímamótunum veglega á sinn eigin hátt. „Ég ætla að halda upp á daginn á netinu með því að opna nýja heimasíðu sem ég hannaði í sam- starfi við Netvistun. Hugmyndin er að búa til módel að síðu sem gæti hentað fleiri tónlistarmönnum. Með því að tengja saman fleiri síður sem ég er með, til dæmis MySpace og Broadjam, reyni ég að skapa síðu sem stuðlar að milliliðalausum viðskiptum við fólk sem hefur áhuga á þeirri tegund tón- listar sem ég býð upp á. Ég ætla sem sagt að opna síðuna á afmælisdaginn og veitingarnar verða í formi tónlistar en það verður hægt að hala niður tíu lög af jafnmörgum plötum. Svona vil ég segja takk fyrir mig við fólk sem hefur notið tónlistar minnar í gegnum árin.“ Jóhann er með fleiri járn í eldinum, til dæmis er plata sem hefur verið lengi í bígerð væntanleg á árinu og þar kemur netið líka við sögu. „Hug- myndin er að fólk geti fylgst með gerð plötunnar á heimasíðunni og sagt álit sitt á lögunum og hvað það vill heyra. Svo verða þarna líka myndbrot frá ferli Óðmanna og demó-útgáfur af þekktum lögum svo fólk geti áttað sig á hvernig tónlistin þróast.“ Fáir tónlistarmenn af kynslóð Jóhanns hafa tileinkað sér netið jafn rækilega og hann en veraldarvefnum kynntist Jóhann fyrst að ráði þegar hann fór í raftónlistarnám í Tónlistar- skólanum í Kópavogi árið 1995. Jóhann segist ekki vera mikið afmælisbarn en hélt þó veglega upp á daginn þegar hann varð fimmtugur. „Þá hélt ég myndlistarsýningu í Gall- erí Borg. Mér finnst að þegar þeir sem sýsla við listsköpun standa á tímamót- um eigi þeir að bjóða upp á eitthvað af hinu listræna sviði. Núna ákvað ég að stíga einu skrefi lengra og bjóða upp á netið.“ Hann kveðst þó ekki hafa hug- mynd um hvernig hann toppi sextugs- afmælið þegar hann verður sjötugur. „Ætli ég verði ekki kominn í aðra vídd.“ Slóðin á heimasíðu Jóhanns er johanng.is. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Einar Ólafsson rafvirki, Ársölum 3, Kópavogi, lést á Kanaríeyjum að morgni sunnudagsins 11. febrú- ar. Útförin fer fram frá Digraneskirkju föstudaginn 23. febrúar kl. 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Hjartavernd. Fyrir hönd aðstandenda, Guðrún Stefánsdóttir. Yndislegi pabbi minn, sonur okkar, bróðir, mágur, frændi og unnusti, Hlynur Heiðberg Konráðsson sem lést af slysförum fimmtudaginn 8. febrúar verður jarðsunginn frá Seljakirkju föstudaginn 23. febrúar klukkan 13. Hugi Snær Hlynsson Konráð Eggertsson Jakobína Guðmundsdóttir Perla Lund Konráðsdóttir Högni Hallgrímsson Salka Heiður Högnadóttir Katla Móey Högnadóttir Rósa Hjörvar.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.