Fréttablaðið - 22.02.2007, Side 66
Besti leikmaður NBA-
deildarinnar tvö síðustu árin,
Steve Nash, er áhugasamur um að
kaupa hlut í Tottenham en hann
álítur það vera mjög góða
fjárfestingu. Nash hefur haldið
með liðinu alla sína tíð og er
mikill knattspyrnuáhugamaður
en hann á ættir að rekja til
Englands. Foreldrar Nash koma
frá Norður-London en Nash er
með kanadískt ríkisfang. Verði af
kaupunum mun Nash fara fyrir
hópi annarra fjárfesta.
Sækist eftir
hlut í Spurs
Aðalfundur samtaka
íþróttafréttamanna, SÍ, var
haldinn í gær. Þar bar helst til
tíðinda að tillaga um að útiloka
íþróttamenn sem eru ekki í
sérsambandi innan ÍSÍ frá kjöri
íþróttamanns ársins var sam-
þykkt. Það þýðir að kraftlyftinga-
menn í Kraftlyftingasambandinu
koma þar af leiðandi ekki lengur
til greina eins og staðan er í dag.
Tillaga um að opna kjör
íþróttamanns ársins á þann hátt
að allir atkvæðaseðlar væru
birtir á heimasíðu SÍ, sportpress.
is, var felld með miklum meiri-
hluta. Atkvæðagreiðslan verður
því áfram leynileg.
Aðilar utan ÍSÍ
útilokaðir
Meistaradeild Evrópu:
Enska úrvalsdeildin:
SS-bikar karla:
SS-bikar kvenna:
Iceland Express-deild kvk:
Fjölnir – Þór
í dag kl. 19:15
Grafarvogsbúar og aðrir Fjölnismenn!
Fallbaráttuslagur í kvöld! Mætum
öll í Íþróttamiðstöðina við Dalhús
og hvetjum okkar menn til sigurs.
Við þurfum ykkar stuðning!
Ætlar að klára tímabilið almennilega
Bikarmeistarar Stjörn-
unnar í karlaflokki og Vals í
kvennaflokki tryggðu sér í gær
sæti í úrslitaleik SS-bikarsins.
Stjörnumenn unnu 27-24 sigur á
ÍR-ingum en Haukastúlkur léku
sér að Valsstúlkum á Ásvöllum.
Hið unga lið ÍR-inga gafst
aldrei upp og gerði Stjörnumönn-
um lífið leitt allan leikinn en Garð-
bæingar voru hins vegar með
frumkvæðið allan tímann og sig-
urinn var aldrei í mikilli hættu.
Roland Eradze varði vel í marki
Stjörnunnar og þeir Arnar Theó-
dórsson og David Kekelia leystu
það vel þegar ÍR-ingar tóku Tite
Kalandadze úr umferð. Tite
Kalandadze hélt annars uppi sókn-
arleik Stjörnunnar framan af leik
og skoraði mörg falleg mörk.
Björgvin Þór Hólmgeirsson var
hættulegasti leikmaður ÍR-inga en
mátti sín lítils eftir að Stjörnu-
menn fóru að klippa hann út úr.
Reynsluboltarnir Ólafur Sigur-
jónsson og Ragnar Már Helgason
fóru báðir illa með færin og mátti
hið unga ÍR-lið ekki við því.
Haukastúlkur voru aldrei í
vandræðum gegn Val og leikurinn
var nánast búinn í hálfleik þegar
Haukarnir voru komnir ellefu
mörkum yfir, 14-3. Valsstúlkur
náðu að minnka muninn í seinni
hálfleik en sigurinn var aldrei í
hættu og bikarmeistaranir er því
komnir í úrslitaleikinn á móti
Gróttu.
Báðir bikarmeistararnir í Höllina
Fyrri umferðin í sextán
liða úrslitum Meistaradeildar Evr-
ópu lauk í gærkvöldi. Stórleikur
kvöldsins var viðureign Evrópu-
meistara síðustu tveggja ára, Bar-
celona og Liverpool.
Eiður Smári Guðjohnsen sat á
varamannabekk Barcelona sem
tók á móti Liverpool á heimavelli
sínum. Nou Camp. Félagarnir
Craig Bellamy og John Arne Riise
voru báðir í byrjunarliði Liver-
pool en athygli vakti að hinn stóri
og stæðilegi Peter Crouch sat á
bekknum hjá gestunum.
Leikurinn fór rólega af stað en
eftir rúmlega tíu mínútna leik
þyngdust sóknir heimamanna
verulega og hurð skall nærri
hælum að marki Liverpool hvað
eftir annað. Eitthvað hlaut undan
að láta og það gerðist á 14. mínútu
þegar Deco skoraði með skalla
eftir sendingu frá Zambrotta en
John Arne Riise á sinn þátt í mark-
inu enda stóð hann ekki vaktina
gegn Deco nægilega vel og var í
raun víðs fjarri þegar þessi smái
Portúgali skallaði boltann í netið.
Heimamenn tóku í kjölfarið öll
völd á vellinum en náðu ekki að
skapa sér almennilegt færi. Liver-
pool vann sig rólega inn í leikinn
og jafnaði þrem mínútum fyrir hlé
með marki Bellamys af stuttu
færi. Valdes markvörður bjargaði
skalla hans inn í markinu, ýtti
boltanum út og þá var Kuyt mætt-
ur til að sjá endanlega til þess að
Liverpool fengi mark. Bellamy
fagnaði með því að taka golf-
sveiflu og gerði þar með grín að
umræðu síðustu daga en hann
lamdi Riise félaga sinn með níu
járni á dögunum.
Liverpool-liðið hafði fært sig
enn aftar á völlinn í síðari hálfleik
og Barcelona gekk afar illa að
skapa sér marktækifæri. Liver-
pool fékk bestu færin framan af
síðari hálfleik og munaði litlu að
gestirnir tækju forystuna.
Það var síður en svo ósann-
gjarnt þegar John Arne Riise kom
Liverpool yfir á 74. mínútu eftir
sendingu frá „félaga“ sínum Craig
Bellamy. Sá síðarnefndi bætti þar
með að einhverju leyti fyrir bar-
smíðarnar á hinum norska með
sendingunni.
Eiður Smári kom af bekknum
þegar tíu mínútur lifðu leiks en
hann leysti Saviola af hólmi sem
ekkert hafði getað. Það breytti
litlu fyrir Barcelona sem var í
sömu vandræðunum og Liverpool
fagnaði glæstum útisigri af ein-
lægni.
Í öðrum leikjum gerði Chelsea
jafntefli, 1-1, á útivelli gegn Porto
og Inter og Valencia gerðu 2-2
jafntefli í fjörugum leik á San
Siro. Roma og Lyon gerðu að
lokum markalaust jafntefli í Róm.
Craig Bellamy tók sér frí frá því að berja félaga sína í Liverpool í gær og barði í
staðinn á Börsungum. Hann skoraði eitt mark og lagði annað upp fyrir mann-
inn sem hann lamdi með golfkylfu á föstudag, John Arne Riise, í 1-2 sigri.