Fréttablaðið - 22.02.2007, Síða 70
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
„Ég reyni nú að hafa morgun-
matinn svolítið fjölbreyttan, svo
ég verði ekki leiður. En ég útbý
kaffi latte handa mér og kærust-
unni. Hita mjólk og freyði hana
upp, set sterkt kaffi út í og geri
dýrindis kaffi. Ég get ekki byrjað
daginn án þess að fá mér þetta,
það er nauðsynlegt.“
„Já, ég ætla að vera með og hef
borgað hundrað þúsund krónur
fyrir,“ segir Sigurður Valdimar
Steinþórsson, eigandi vefsíðunnar
klam.is, en hann verður meðal
hundrað og fimmtíu gesta á kaup-
og skemmtihátíðinni Snowgather-
ing sem vakið hefur mikil og sterk
viðbrögð í þjóðfélaginu. Þar ætla
forkólfar klámiðnaðarins á netinu
að hittast til að blanda geði hver
við annan og skiptast á upplýsing-
um. „Það verður örugglega mjög
gaman að upplifa þetta,“ segir Sig-
urður, en þetta verður í fyrsta
skipti sem hann sækir slíka ráð-
stefnu. „Ég hlakka mjög mikið til,“
bætir hann við.
Klam.is er ein örfárra íslenskra
vefsíðna sem bjóða eingöngu upp
á erótíska afþreyingu og klám á
netinu og segir Sigurður að áhug-
inn og ásóknin í síðuna hafi aukist
jafnt og þétt. „Það fjölgar á póst-
listanum hjá okkur á hverjum
degi,“ segir Sigurður.
Andstaðan við komu þessara
aðila hefur ekki farið framhjá Sig-
urði. Hann segist ekkert skilja í
þessari umræðu og tekur undir
orð Vestur-Íslendingsins Scott
Hjorleifsson, sem sagði í samtali
við Fréttablaðið á mánudag að
hann skammaðist sín fyrir þjóð-
ernið. „Við erum búin að skjóta
okkur rækilega í fótinn með þessu
fjaðrafoki,“ segir Sigurður. „Þetta
fólk er hvorki tengt barnaklámi né
mansali,“ bætir hann við. „Við
erum að hleypa inn í landið alls
konar fólki en síðan á að meina
þeim aðgang, þetta er fáránlegt,“
segir Sigurður, sem hafði heyrt af
því að einhverjir ráðstefnugestir
hefðu þegar afboðað komu sína
hingað til lands sökum andstöð-
unnar.
Mikil og þétt dagskrá verður
fyrir gestina og er ráðgert að fara
í Bláa lónið, skoða Gullfoss og
Geysi, fara á súlustað og kíkja á
sýningu á Broadway.
100 þúsund krónur fyrir klámhvataferð
„Ég hef víða farið og margt séð,
marga fjöruna sopið í þessum
sjónvarpsbransa, en aldrei séð
aðrar eins áhorfstölur,“ segir Páll
Magnússon útvarpsstjóri.
Páll er með glóðvolgar áhorfs-
tölur frá Capacent sem sýna ótrú-
legar áhorfstölur á leiki íslenska
handboltalandsliðsins. En í pakk-
anum slæddust með fyrir tilviljun
tölur sem aldrei hafa verið birtar.
Og taka til þess áhorfs sem Ára-
mótaskaup sjónvarps nýtur og
hefur notið undanfarin ár. Þær
tölur eru með ólíkindum. Síðasta
skaup mældist með 93,3 prósent í
uppsafnað áhorf sem er aukning
um tæpt prósent frá árinu
áður. En árið 2002 fór
það upp í 95,5 pró-
sent.
„Þetta er ótrúlegt,“ segir Páll
dolfallinn. Og þorir næstum að
fullyrða að svona sjónvarpsáhorf
hafi aldrei mælst á Vesturlöndum.
Heimsmet.
„Örugglega er einsdæmi að
fullyrða megi að heil þjóð sé að
horfa á sömu sjónvarpsdagskrána
samtímis,“ segir Páll og vísar til
þess að allir þeir sem eru sjálfráð-
ir gerða sinna séu að horfa.
Þessar tölur segja sitthvað um
þjóðarsálina en ljóst má vera að
þegar mikið liggur við sameinast
hún fyrir framan skjáina. Þannig
geta íþróttaáhugamenn nú blásið á
úrtölumenn sem þykir íþróttum
allt of hátt gert undir höfði í dag-
skránni. Á leik Íslands og Dan-
merkur, sem var á dagskrá 30. jan-
úar, horfðu 78 prósent þjóðarinnar.
Lygilegar áhorfstölur eru einnig á
aðra leiki íslenska liðsins. (Sjá
meðfylgjandi töflu.)
Nýkrýndur sigurverandi í Eurovi-
son, Eiríkur Hauksson, verður
áfram meðal álitsgjafa í samnor-
rænum sjónvarpsþætti um Euro-
vision-keppnina sem sænska rík-
issjónvarpið framleiðir.
Eiríkur fundaði með yfirmönn-
um Ríkisútvarpsins í gær og ákvað
þá að láta slag standa. Segir hann
að Svíarnir hafi lagt hart að sér að
halda áfram í þættinum. „Það er
búið að senda út póst til allra Norð-
urlandaþjóðanna út af þessu og
RÚV hefur ekki fengið nein við-
brögð frá öðrum þjóðum,“ segir
Eiríkur. „Við erum búnir að ræða
þetta fram og til baka og sjáum
bæði kosti og galla á þessu. Það er
bara í mínum höndum að gera
þetta skemmtilega og fagmann-
lega, þannig að enginn móðgist og
allir geti brosað. Ég var búinn að
ákveða að ef ég myndi vinna
keppnina hérna heima myndi ég
tilkynna það í fyrsta þætti að ég
væri svo vel upp alinn að ég myndi
þurrka út núllið. Þannig að enginn
fær núll og þá er maður orðinn
svolítið dipló,“ segir hann í léttum
dúr.
Tökur á þættinum fara fram
dagana 29. og 30. mars. Fram að
því verður Eiríkur önnum kafinn
við undirbúning fyrir lokakeppn-
ina í Helsinki og m.a. hefjast upp-
tökur á laginu, Ég les í lófa þínum,
á ensku í dag. „Ég og Sveinn Rúnar
erum búnir að ákveða að það verð-
ur vandað til verks með það. T.d.
verður textinn prófarkalesinn af
enskumælandi fólki því orð fá oft
nýja merkingu á ensku og eitt orð
getur eyðilagt ansi
mikið.“ -
Eiríkur Hauksson gefur engum núll
FYRSTUR
MEÐ
FRÉTTIRNAR
www.visir.is