Fréttablaðið - 30.03.2007, Side 1

Fréttablaðið - 30.03.2007, Side 1
sirkus 30 . m ar s 20 07 „BARA VINIR“ Leikkonurnar Birgitta, Nanna og Álfrún Guðný Pála í dúettinum GÍS segir að færeyski folinn Jógvan og hún séu bara góðir vinir þrátt fyrir þráfaldan orðróm þess efnis að þau séu par. BLS. 2 FRÆGAR EN FALLA INN Í HÓPINN Framtíðarkokkar keppa Hlutirnir skapa heimilið Smáa lý Kokkakeppni Rimaskóla var haldin í fjórða árið í röð í fyrradag. Nemendur í 9. og 10. bekk skólans sem eru með heimilisfræði sem valfag geta tekið þátt í keppninni og hafa vinsældir heimilisfræðinnar aukist ár frá ári. Alls tóku 30 nemendur þátt í keppninni í ár. Framhald á næstu síðu hús&heimiliFÖSTUDAGUR 30. MARS 2007 SÝNIN Á bilinu fjörutíu til sextíu ökumenn eru kærðir fyrir of hraðan akst- ur á höfuðborgarsvæðinu á degi hverjum. Á miðvikudaginn var sautján ára ökumaður tekinn á 136 kílómetra hraða í Ártúnsbrekk- unni, sama dag og hann fékk bílprófið. Þá var karlmaður stöðvaður á 148 kílómetra hraða á Vesturlandsvegi, sá hafði áður verið staðinn að hraðakstri. Nýtt frumvarp um hert viðurlög við umferð- arbrotum verður að lögum í lok apríl. Meðal annars verður byrjendum í umferðinni sem fengið hafa fleiri en fjóra punkta bannað að aka þar til þeir hafa staðist ökupróf að nýju. Frumvarpinu er sérstaklega ætlað að ná til ungs fólks og síbrotamanna í umferðinni. Sig- urður Helgason, verkefnastjóri umferðaráróð- urs hjá Umferðarstofu, segir að harðari viður- lög reynist vel í baráttunni við hraðaksturinn. Hann bendir jafnframt á að ekki sé alltaf sann- gjarnt að einblína á unga ökumenn. Yngsti hóp- urinn valdi vissulega mörgum slysum en hann sé samt sem áður sá hópur sem taki leiðsögn og áróðri hvað best. „Fræðsla um afleiðingar ofsaaksturs er sterkasta vopnið sem við höfum,“ segir Sigurður. „Það er gríðarlega mikilvægt að efla fræðslu og við þurfum einnig að styrkja við- horfsmótun í gegnum foreldra sem eru sterk- ar fyrirmyndir,“ segir Sigurður. Hann bendir á að einnig sé mikilvægt að fræða síbrotamenn í umferðinni í von um að þeir bæti sig.“ Með nýjum lögum verður tekið harðar á hraðakstri, sérstaklega í þeim tilfellum þar sem ekið er á og yfir tvöföldum leyfilegum hámarkshraða. Guðbrandur Sigurðsson, aðal- varðstjóri umferðabrotadeildar lögreglunn- ar á höfuðborgarsvæðinu, segist fagna öllum þeim úrræðum sem lögreglan fái í hendur til þess að koma í veg fyrir háskaakstur. „Sektir voru hækkaðar í desember og það gefur góða raun. Menn finna verulega fyrir því þegar þeir þurfa að borga, sérstaklega unga fólkið sem ekki hefur mikinn pening milli handanna,“ segir Guðbrandur. Að sögn Guðbrands er mikilvægast að koma í veg fyrir fífldirfsku og leik í umferðinni. Á síðasta ári létust þrettán einstaklingar í um- ferðarslysum sem rekja má til hraðaksturs. Í tíu tilfellum var um ofsaakstur að ræða. Þá segir Guðbrandur að sagan af piltinum í Ártúnsbrekkunni sé alls ekkert einsdæmi. Menn séu oft stöðvaðir fyrir hraðakstur fyrstu dagana eftir að þeir fá bílpróf. Harðar tekið á ökuníðingum Af 28 banaslysum í umferðinni á síðasta ári má rekja þrettán þeirra til hraðaksturs. Í breyttum umferðarlög- um eru viðurlög hert og auknar kröfur gerðar til ungra ökumanna. Hægt verður að gera ökutæki upptæk. Aðalmeðferð í Baugs- málinu lauk á sjötta tímanum í gær eftir tæpar sjö vikur í rétt- arsal. Þetta mun vera umfangs- mesta aðalmeð- ferð í íslensku dómsmáli til þessa. „Það er eins og þetta hafi verið sérstak- lega erfitt próf,“ sagði Gestur Jónsson, einn verjenda sakborninga, þegar hann var spurður um hvernig tilfinn- ing það væri að málflutningi væri lokið. „Þetta er auðvitað léttir, maður hefur ekkert annað gert að segja má síðan í janúar,“ sagði Jakob R. Möller, annar verjenda. „Menn hafa lagt hart að sér. Það er líka viss ánægja yfir vel unnu verki.“ Ekki er reiknað með að dómur falli fyrr en í fyrri hluta maí. Ánægja með vel unnið verk „Við erum öllu vanir svo okkur var ekkert brugð- ið við þetta,“ segir Eyþór Þórðar- son, skipstjóri á Dala-Rafni VE, en skipverjar fengu djúpsprengju í veiðarfærin í gær skammt vestan Selvogsbanka. Þegar báturinn kom að landi í Vestmannaeyjum var kallað á sprengjudeild Landhelgisgæsl- unnar sem gerði sprengjuna óvirka og fargaði henni. Þótt sprengjan hafi verið um 60 ár í sjó var hluti hennar enn virkur. Ekki er algengt að sprengjur komi í veiðarfæri en svo furðulega vill til að faðir Eyþórs, Þórður Rafn Sigurðsson, fyrrverandi skipstjóri á togbátnum Dala-Rafni, veiddi eitt sinn sprengju á svipuðum slóðum. „Ætli þetta sé ekki bara ættgengt,“ segir Eyþór en bætir því við að þeir feðgar séu sem betur fer einn- ig fengsælir fiskimenn. Komu með djúpsprengju í land
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.