Fréttablaðið - 05.04.2007, Qupperneq 6
Raforkuframleiðsla RARIK
mun tvöfaldast þegar stækk-
un Lagarfossvirkjunar lýkur. Að
henni hefur verið unnið af fullum
krafti síðan í apríl 2005 og er áætl-
að að byggingarframkvæmdum
ljúki í júnímánuði.
Með stækkuninni eykst raf-
orkuframleiðsla fyrirtækisins
töluvert, við 120 til 150 gígavatt-
stundir á ári bætast 130. „Við tvö-
földum framleiðslu okkar en af-
köstin aukast enn meira,“ segir
Stefán Arngrímsson, upplýsinga-
fulltrúi RARIK, og útskýrir að
vegna Kárahnjúkavirkjunar verði
vatnsstreymi í fljótinu stöðugt og
árstíðabundnar sveiflur jafnist út.
Afköstin geti því allt að fjórfald-
ast.
Virkjað rennsli fljótsins í gömlu
Lagarfossvirkjun er 53 rúmmetr-
ar á sekúndu, en eftir Kárahnjúka-
virkjun og stækkun Lagarfos-
svirkjunar verða þeir 128.
Við upphaflega hönnun virkj-
unarinnar, sem var gangsett árið
1975, var gert ráð fyrir seinni tíma
stækkun hennar. Því er hún „ótrú-
lega einföld framkvæmd og lítið
rask sem henni fylgir. Þetta er
bara dýpkun á skurði og viðbygg-
ing við húsið. Eins og að reisa eitt
félagsheimili,“ að sögn Stefáns.
Áhrif á rekstrarafkomu fyrir-
tækisins vegna stækkunarinnar
verða því þó nokkur. „Áður keypt-
um við 85 prósent orkunnar frá
Landsvirkjun en með nýju virkj-
uninni lækkar hlutfallið niður í
sjötíu prósent,“ segir hann.
Kostnaður við stækkun virkj-
unarinnar á Héraði er áætlaður
um þrír milljarðar. Örlygur Jón-
asson, framkvæmdastjóri veitu-
sviðs hjá RARIK, segir að stækk-
unin sé „mjög hagkvæm“ en í nú-
verandi samkeppnisumhverfi sé
ekki hægt að upplýsa nánar um
rekstraráætlanir eða hversu lengi
hún verði að borga sig.
Til upprifjunar skal þess getið
að árið 2004 féllst Skipulagsstofn-
un á beiðni RARIK um að stækk-
un virkjunarinnar yrði undanþeg-
in mati á umhverfisáhrifum.
Örlygur telur að stækkun Lagar-
fljótsvirkjunar sé að mörgu leyti
umhverfisvæn. Hún sé til að
mynda „mótvægisaðgerð gegn því
að hækki í fljótinu“ og vinni gegn
auknu vatnsstreymi vegna Kára-
hnjúkavirkjunar.
Framleiðsla RARIK
tvöfaldast í sumar
Meðal hliðaráhrifa Kárahnjúkavirkjunar er aukið og jafnara streymi í Lagar-
fljót. Vegna þessa stækkar RARIK Lagarfossvirkjun sína töluvert. Kostnaður er
um þrír milljarðar. Mótvægisaðgerð við Kárahnjúka, segir framkvæmdastjóri.
Maður á fertugasta
aldursári hefur viðurkennt að
hafa stungið félaga sinn í brjóstið
í Hátúni í fyrrakvöld.
Fimm menn á miðjum aldri
voru voru saman að horfa á sjón-
varpsleik PSV og Liverpool í
Meistaradeild Evrópu í heimahúsi
en skömmu eftir leikinn kom til
rifrildis milli tveggja mannanna.
Því lauk með því að maður um
fimmtugt var stunginn í brjóstið
með eldhúshnífi.
Mennirnir voru allir undir
áhrifum áfengis þegar árásin átti
sér stað en óljóst er hvort fíkni-
efna hafði verið neytt. Þeir hafa
allir komið við sögu lögreglu og
sumir þeirra margsinnis.
Ástæða árásarinnar er að
nokkru óljós þó að léttvægt rifr-
ildi eftir fótboltaleikinn hafi verið
kveikjan að átökum mannanna.
Mennirnir tilkynntu sjálfir um
stunguna og var sjúkrabifreið
kölluð á vettvang þegar í stað.
Maðurinn sem var stunginn
missti mikið blóð og var fluttur
í flýti á sjúkrahús. Hann gekkst
strax undir aðgerð vegna lífs-
hættulegra brjóstholsáverka. Sam-
kvæmt upplýsingum frá læknum
á gjörgæsludeild Landspítalans í
Fossvogi er líðan mannsins stöðug
en enn alvarleg.
Árásarmaðurinn var úrskurðað-
ur í fimm vikna gæsluvarðhald í
gær.
Stunginn eftir fótboltaleik
Fjöldi ökumanna
varð vitni að fólskulegri árás fjög-
urra ungmenna á sextán ára pilt
og fjórtán ára stúlku í strætóskýli
í fyrradag en enginn aðhafðist
nokkuð. Pilturinn hefur lagt fram
kæru á hendur árásarmönnunum.
„Það er undarlegt ef Íslending-
ar eru orðnir þannig í sveit sett-
ir að fólk kemur ekki nágranna til
aðstoðar ef á hann er ráðist,“ segir
Sigurbjörn Víðir Eggertsson, yfir-
maður ofbeldisbrotadeildar lög-
reglunnar á höfuðborgarsvæðinu,
og telur ótta sennilegustu ástæðu
þess að fólk skipti sér ekki af.
Pilturinn var ásamt vinkonu
sinni að bíða eftir strætó í Breið-
holtinu um tvöleytið um hábjartan
dag. Þá staðnæmdist bíll við skýl-
ið og út stukku fjögur ungmenni
á aldrinum sextán til nítján ára;
þrír piltar og ein stúlka, og réðust
á krakkana.
Piltarnir þrír slógu drenginn mar-
goft í andlitið og spörkuðu í hann
þar sem hann lá í skýlinu. Stúlk-
an í hópnum réðist á vinkonu hans,
reif í hár hennar og hrinti henni um
koll. Pilturinn leitaði á slysadeild
lemstraður og marinn en reyndist
ekki alvarlega slasaður.
Lögreglan hafði hendur í hári
fjórmenninganna, sem viður-
kenndu árásina en gátu ekki gefið
neina skýringu á henni. Árásar-
mennirnir, sem eru utan af landi,
þekktu ekki til fórnarlambanna og
enginn tengsl munu vera á milli
þeirra.
Nancy Pelosi, forseti
fulltrúadeildar Bandaríkjaþings,
átti fund með Bashar Assad, for-
seta Sýrlands, í gær í óþökk Hvíta
hússins.
Var fundinum ætlað að þrýsta
á stjórn George W. Bush Banda-
ríkjaforseta að opna beinar við-
ræður við Sýrland, sem hún hefur
ekki viljað gera hingað til. Hvíta
húsið sakar Sýrlendinga um að
kynda undir ofbeldi í Írak með
því að leyfa uppreisnarmönnum
súnnía að hefja aðgerðir frá Sýr-
landi.
Demókratar á þingi segja til-
raunir Bandaríkjanna til að
þvinga fram breytta stefnu Sýr-
lands með einangrun hafa mistek-
ist.
Fundar í óþökk
Hvíta hússins
Skemmtiferðaskip-
ið Norræna slitnaði frá bryggj-
unni á Seyðisfirði í óveðri að-
faranótt miðvikudags. Skipið rak
nokkur hundruð metra út á fjörð-
inn en áhöfn tókst að ræsa vél-
arnar og snúa skipinu upp í veðr-
ið. Seinna um daginn lagði skipið
aftur að bryggju.
Í tilkynningu frá ferðaskrifstof-
unni Austfari segir að farþegar
hafi verið teknir um borð í gær og
skipið farið frá Seyðisfirði í gær-
kvöldi. Um tvö hundruð farþegar
eru um borð ásamt áhöfn. Engar
skemmdir urðu á bryggjumann-
virkjum eða um borð, þó að land-
festarnar séu allar skemmdar.
Norræna slitn-
aði frá bryggju
Millilandaflug jókst
um tíu prósent á fyrsta árs-
fjórðungi þessa árs miðað við
á sama tíma í fyrra. Á heima-
síðu flugmálastjórnar Keflavíkur-
flugvallar segir að flugvélum í
almennu flugi hafi fjölgað um
fimmtán prósent. Viðkoma her-
flugvéla minnkaði lítillega þegar
frá eru taldar herflugvélar í milli-
landaflugi tengdu varnarliðinu á
síðasta ári.
Á sama tíma jókst farþega-
fjöldi um tæp ellefu prósent, úr
121 þúsundi í 135 þúsund. Vöru-
flutningar jukust um eitt og hálft
prósent.
Aukin umferð í
millilandaflugi
Flóð og aurskriður
hafa nú lagt 88 manns að velli í
Afganistan, samkvæmt upplýs-
ingum frá Sameinuðu þjóðunum.
Margir Afganar fagna þó regn-
inu frekar en hitt, að sögn frétta-
manns BBC í Kabúl, því land-
ið var skrælnað eftir nærri tíu
ára langa þurrkatíð. Bændur sjá
nú fram á blómlega uppskeru í
fyrsta skipti í langan tíma.
Í þurrkatíðinni brá fjöldi
bænda á það ráð að reisa sér hí-
býli við árbakka. Því fóru svo
margir illa út úr vatnavöxtum síð-
ustu daga.
Ríkisstjórnin hefur reynt að
byggja varnargarða við árbakk-
ana, en úrræði hennar takmark-
ast við leðju og sandpoka.
Tala látinna
nálgast hundrað
Arkitekt sem
vann að viðbyggingu Grunnskóla
Hveragerðis árin 1998 til 2001
fær nú loks greitt fyrir vinnu
sína. Eins og áður hefur komið í
Fréttablaðinu yfirsást arkitektin-
um þar til nú að gera Hveragerðis-
bæ reikning. Meirihluti bæjar-
ráðs hefur samþykkt að greiða
arkitektinum 7,8 milljónir króna
en minnihlutinn segir allt benda
til að vinnubrögðin standist ekki
lög. Spurning sé „hvort bænum
sé heimilt að greiða umrædd-
an reikning þegjandi og hljóða-
laust þar sem augljóslega er farið
á skjön við skattalög með inn-
heimtu virðisaukaskatts mörgum
árum eftir að vinnan er innt af
hendi“.
Borga arkitekt
7,8 milljónir
Finnst þér Spaugstofan fyndin?
Finnst þér viðeigandi að halda
uppistandskeppni á föstudag-
inn langa?