Fréttablaðið - 05.04.2007, Page 8

Fréttablaðið - 05.04.2007, Page 8
 Íbúakosningin í Hafnarfirði um stækkun álversins í Straums- vík hefur vakið athygli víða utan landsteinanna. Þannig birtir til að mynda kanad- íska blaðið Globe and Mail grein um málið undir fyrirsögninni „Not in my backfjord, Icelanders tell Alcan“ („Íslendingar tjá Alcan: Ekki í mínum bakfirði“), sem er orðaleikur út frá enska orðtakinu „ekki í mínum bakgarði“. Í greininni er rakið hvernig 50,3 prósent Hafnfirðinga höfn- uðu því að „stjórnvöld flyttu þjóðveg og breyttu deiliskipu- lagi fyrir áformaða stækkun ál- versins,“ og sagt að margir hefðu lagst gegn stækkuninni af um- hverfisástæðum. Þá er fullyrt að Alcan hafi „fengið vilyrði frá íslensku ríkis- stjórninni um aðgang að ódýrri raforku úr vatnsorkuverum til að knýja nýju verksmiðjuna“. Að ís- lensk stjórnvöld tíðki að „veita erlendum álfyrirtækjum aðgang að ódýrri orku“ er ítrekað síðar í greininni, þar sem sagt er að mikl- ar deilur hafi nú risið meðal Ís- lendinga um þá stefnu. Í fréttaskeyti AP-fréttastofunn- ar, sem margir fjölmiðlar birtu, ekki síst vestanhafs, segir að úr- slit íbúakosninganna „hafi víðtæk- ar afleiðingar bæði fyrir íslenskt efnahagslíf og fyrir Alcan, annan stærsta álframleiðanda heims, sem hafi gefið til kynna að verk- smiðjunni kynni að verða lokað“ ef stækkunin yrði ekki að veru- leika. Hvaða bandaríska leikkona er væntanleg hingað til lands í tökur á myndinni Agenda 1? Hvaða fyrirtæki hefur kært BYKO til Neytendastofu? Hvaða háskóla í Bandaríkj- unum heimsótti forseti Íslands í vikunni? „Þetta er algjör plága og ég held að það hafi aldrei verið svona mikið um veggjakrot hérna í miðbænum,“ segir Elísabet Ás- berg Árnadóttir skartgripahönn- uður. Elísabet rekur verkstæði á Hverfisgötunni og þarf, eins og svo margir aðrir, að taka máln- ingapensilinn fram reglulega til þess að mála yfir veggjakrot. „Það er heilmikill kostnaður fyrir eigendur að halda þessu við en það borgar sig að mála yfir krotið strax því ef maður lætur það í friði eykst það. Það er eins og krotararnir líti svo á að ef ekki er málað yfir krot- ið sé það samþykki fyrir því að það megi krota á vegginn,“ segir Elísabet. Hún er þess fullviss að veggjakrotið hafi aukist á því eina og hálfa ári sem hún hefur haft að- stöðu á Hverfisgötunni. Sigurður Guðmundsson, íbúi í miðborginni, er sammála því að mikilvægast sé að þrífa krotið sem allra fyrst. „Það er oft úðað á úti- dyrahurðina hjá okkur en ég þvæ það alltaf strax í burtu svo nú eru guttarnir hættir að nenna þessu,“ segir Sigurður, sem býr í fjölbýlis- húsi sem er að hluta til illa farið af veggjakroti. Húsið er múrað að utan með sérstakri aðferð svo ekki er hægt að mála yfir subbu- skapinn. „Ég er sannfærður um að þetta væri skárra ef það væri harðar tekið á þessum málum. Það mætti til dæmis láta sökudólgana þrífa krotið,“ segir Sigurður. Hrólfur Jónsson, sviðstjóri Framkvæmdasviðs Reykjavíkur- borgar, er sammála því að veggja- krot hafi aukist. „Við höfum gert úttekt á þessu vandamáli og erum að leita að betri lausnum,“ segir Hrólfur. Hann bætir við að til þess að stemma stigu við vandan- um verði margir að leggjast á eitt. „Erlendis hafa menn yfirleitt valið milli tveggja lausna, annars vegar að leyfa veggjakrot á afmörkuðum stöðum eða þá að banna það alfar- ið,“ segir Hrólfur, sem vill ekkert gefa upp um hvaða leið verði farin í Reykjavík að svo stöddu. Veggjakrot aldrei jafn mikið Íbúar í miðbænum eru orðnir langþreyttir á veggjakroti. Borgin leitar að framtíðarlausn til þess að útrýma krotinu, sem flestir eru sammála um að hafi aukist undanfarin misseri. Borgin leitar að betri lausnum. Diplómu- og meistaranám í heilbrigðisvísindum Diplómu- og meistaranám í menntunarfræðum Kennslufræði til kennsluréttinda Meistaranám í auðlindafræði Meistaranám í viðskiptafræði HÁSKÓLINN Á AKUREYRI Heilbrigðisvísindi M en nt un ar fr æ ði K en ns lu fr æ ði Viðskiptafræði 2007 2008 FRAMHALDSNÁM VETURINN SEINNI UMSÓKNARFRESTUR ER TIL 15. APRÍL. www.unak.is auðlindafræði Eistneska þjóðþingið samþykkti í gær fyrirhugað ríkis- stjórnarsamstarf þriggja flokka undir forystu Andrus Ansip, leiðtoga Um- bótaflokksins sem verið hefur forsætisráð- herra síðastlið- in tvö ár. Toomas Hendr- ik Ilves, for- seti Eistlands, skipaði Ansip á þriðjudag for- sætisráðherra á ný og fól honum að mynda nýja stjórn eftir þing- kosningar sem fram fóru í fyrri mánuði. Ansip hugðist kynna ráð- herralista nýrrar ríkisstjórnar sinnar í dag, fimmtudag. Á mánudag komu Umbótaflokk- urinn, IRL-bandalagið og Jafnað- armannaflokkurinn sér saman um stjórnarsamstarf undir forystu Ansips. Í stjórnarliðinu verða 60 af 101 fulltrúa á þingi. Ansip fer fyrir nýrri ríkisstjórn Gríðarleg eftir- spurn er eftir lóðum undir iðnað- arhúsnæði í Hafnarfirði. Gunnar Svavarsson, forseti bæjarstjórn- ar, segir að bærinn sé að skipu- leggja hundrað nýjar lóðir suður af álverinu í Straumsvík. Lóðirn- ar hafi ekki verið auglýstar en samt liggi fyrir fimmtíu umsókn- ir um þær. „Það má segja að það hafi orðið sprenging í uppbygg- ingu atvinnuhúsnæðis suður í hrauni,“ segir hann og rifjar upp að níutíu lóðum hafi verið úthlut- að undanfarin misseri. Gunnar bendir á að þau fyrir- tæki sem þegar hafi sent inn um- sóknir þurfi að endurnýja þær þegar lóðirnar verði auglýstar. Fimmtíu um- sóknir um lóðir

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.