Fréttablaðið - 05.04.2007, Síða 10

Fréttablaðið - 05.04.2007, Síða 10
 Sigrún Eldjárn settist niður með hópi leikskólabarna í Eymundsson í Austurstræti á þriðjudaginn og las fyrir börnin. Sigrún hlaut á dögunum hin nýstofnuðu barnabókaverðlaun Sögustein fyrir störf sín í þágu barnabókmennta. IBBY á Íslandi og Glitnir standa að verðlaununum en þau voru veitt á alþjóðlega barna- bókadeginum, 2. apríl. Leikskólabörnin hlustuðu af athygli á Sigrúnu hafa fáir höf- undar jafn gott lag á að ná til barna. Á milli þess sem hún las sýndi hún börnunum myndirnar sem prýða bókina. Náði vel til ungra lesenda Bandaríkjamenn hafa vaxandi áhyggjur af utan- ríkisstefnu Bandaríkjanna. Átta af hverjum tíu Bandaríkjamönn- um telja að heimurinn sé að verða hættulegri fyrir Bandaríkjamenn og tæpur helmingur segir heiminn að verða „miklu hættulegri“. Tveir af hverjum þremur Bandaríkja- mönnum segja utanríkisstefnu Bandaríkjanna „á rangri leið“ sam- kvæmt nýrri könnun sem birt í tímaritinu Foreign Affairs. Könnunin var unnin í mars og febrúar og er sú fjórða sem stofn- unin Public Agenda gerir á hálfs árs fresti. Svör voru greind út frá sérstökum kvíðastuðli á bilinu 0 til 200 og mældist kvíðinn 137 stig í þessari nýjustu könnun sem er hækkun um sjö stig frá síðustu könnun frá því í september. „Kvíðastuðullinn er að færast nær 150 stiga markinu, „hættu- svæðinu“, sem fyrir mér myndi vera merki fullkomins vantrausts meðal almennings,“ sagði einn rannsakenda, Daniel Yankelov- ich, og stjórnarformaður Public Agenda. Næstum sex af hverj- um tíu Bandaríkjamönnum segj- ast vantreysta stjórnvöldum til að segja sannleikann um utanríkis- mál. Það er tíu prósenta aukning síðan í september. Rúm 70 prósent sögðu Bandarík- in ekki standa sig vel í leiðtogahlut- verki við að skapa aukinn frið og velmegun í heiminum. Þar af sagði rúmlega þriðjungur að Bandaríkin stæðu sig beinlínis illa við það. Tæp 70 prósent töldu að fólk í öðrum heimshlutum sæi Bandarík- in í neikvæðu ljósi. Rúm 80 prósent telja að setn- ingin „hernaðaraðgerðir ætti að- eins að hefja með stuðningi banda- manna“ ætti að vera mikilvæg í utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Yfir 80 prósent sögðust hafa áhyggjur af möguleikanum á að óvinveittar þjóðir yrðu kjarnorku- veldi. 75 prósent sögðu að það að hamla á móti útbreiðslu kjarna- vopna ætti að vera mjög mikil- vægt í utanríkisstefnu Bandaríkj- anna. Aukinn kvíði almennings Kvíði eykst meðal Bandaríkjamanna vegna utan- ríkistefnu stjórnvalda. Yfir 80 prósent telja að heim- urinn sé að verða hættulegri fyrir Bandaríkjamenn. Þúsundir Sal- ómonseyinga þora enn ekki að snúa aftur til þorpa sinna við ströndina vestast í eyjaklasanum sem urðu eyðileggingu að bráð er flóðbylgja af völdum jarðskjálfta skall á þeim í byrjun vikunnar. Niðurgangur er farinn að ganga milli barna í hópi flóttafólksins, sem hefst við í hlíðunum ofan við þorpin, en illa gengur að koma hjálpargögnum til fólksins vegna skorts og erfiðra samgangna. Honiara, höfuðstaður eyjaklas- ans þaðan sem megnið af hjálp- argögnunum kemur, er í tíu sigl- ingastunda fjarlægð frá hamfara- svæðinu. Samgöngur hamla aðstoð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.