Fréttablaðið - 05.04.2007, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 05.04.2007, Blaðsíða 12
[Hlutabréf] Alþjóðlega matsfyrirtæk- ið Moody‘s lækkar lánshæfis- einkunnir 46 banka á þriðjudag í næstu viku, fyrsta viðskiptadag eftir páska. Í hópnum eru íslensku viðskiptabankarnir þrír; Glitnir, Kaupþing og Landsbankinn. Moody‘s hefur sent frá sér til- kynningu um að á þriðjudaginn ljúki endurskoðun á breyttum vinnureglum við mat á lánshæfi fjármálastofnana. Matsfyrirtæk- ið var harðlega gagnrýnt á alþjóð- legum fjármálamarkaði þegar það hækkaði mat fjölda fyrirtækja um nokkra flokka undir lok febrúar. Glitnir, Kaupþing og Landsbank- inn hækkuðu um fimm flokka og fengu hæstu einkunn, Aaa, fóru úr A1 og A2. Ástæðan fyrir því hversu mikið bankarnir hækkuðu var aukin áhersla í matinu á stuðning sem vænta mætti frá ríkissjóði rötuðu þeir í vandræði. Moody‘s hefur endurskoðað 210 banka og segir að fyrirtækin sem hækkuðu mest megi gera ráð fyrir að fara niður um tvo til þrjá flokka í nýju mati. Sérfræðingar hafa varað við því að matið endurspegli í raun ekki annað breytingar í vinnureglum hjá matsfyrirtæk- inu, bankarnir séu jafngóðir eftir sem áður. Bankarnir lækka eftir páska Rúmlega fjörutíu bankar víða um heim lækka eftir helgi við breytt mat Moody‘s. Peningaskápurinn ... Norski netleikjaframleiðandinn Funcom og breski tölvuleikjarisinn Eidos greindu frá því á þriðjudag að áhugasamir geti skráð sig fyrir prófanaútgáfu (eða beta-útgáfu) fjölspilunarleiksins Age of Conan. Prófanaútgáfan kemur út í vor en leikurinn sjálfur, sem er fyrir PC- tölvur og Xbox 360 leikjatölvuna, kemur á markað í lok október. Straumur-Burðarás fór með 5,51 prósents hlut í fyrirtækinu í byrj- un mars í kjölfar lokaðs hluta- fjárútboðs með bréf í leikjafyrir- tækinu. Markaðsverðmæti hlutar Straums hleypur nálægt 700 millj- ónum íslenskra króna. Forprófun á leiknum fór fram í fyrrasumar en þá fengu sérstak- lega valdir samstarfsaðilar og tölv- unarfræðingar að prófa hann. Með prófanaútgáfunni nú geta þúsund- ir netverja prófað leikinn frekar og stuðlað að því að bæta hann, að sögn fyrirtækisins. Um er að ræða tvær prófana- útgáfur, almenna útgáfu og tækni- lega. Í almennu útgáfunni er leik- urinn sjálfur og framvinda hans grannskoðaður en í tæknilegu út- gáfunni er rýnt í aðra þætti. Hægt er að skrá sig til þátttöku í prófun- unum á vefsíðunni http://beta.age- ofconan.com. Age of Conan í prófanaútgáfu Björgólfur Thor Björgólfsson, stærsti hluthafi Actavis, seg- ist engin áform hafa um að selja hlut sinn í félaginu. Björgólfur hefur skilgreint stefnu sína svo að hann fjárfesti til þriggja til fimm ára. Hann á tæplega fjörutíu pró- senta hlut í Actavis og hefur verið stærsti hluthafi í félaginu undan- farin átta ár. „Ég hef ekki hugsað mér til hreyfings. Actavis er leið- andi í heiminum og hefur mögu- leika á að verða eitt af stærstu samheitalyfjafyrirtækjum heims. Þetta er þroskuð fjárfesting en hún er líka óvenjuleg því það er enn svo mikil dýnamík í gangi.“ Aðalfundur Actavis fór fram í gær. Björgólfur sagðist í ávarpi sínu til hluthafa telja að árið 2007 yrði ár umbreytinga í lyfjaheimin- um. Hann hefði fulla trú á að Acta- vis nýtti þau tækifæri sem gæfust. Félaginu myndi miða vel að því marki að verða meðal þriggja stærstu samheitalyfjafyrirtækja heims. Róbert Wessman, forstjóri Act- avis, fór yfir árið í ræðu sinni. Minntist hann meðal annars á aukinn áhuga erlendra greining- araðila, sem margir hefðu gefið út jákvæðar greiningarskýrslur um félagið að undanförnu. Slíkar greiningar sagði hann auka sýni- leika félagsins á erlendum vett- vangi og hafa vakið áhuga er- lendra fjárfesta á því. Ný stjórn var kjörin á aðalfund- inum. Í henni eru nú sem áður Björgólfur Thor Björgólfsson, Sindri Sindrason, Andri Sveinsson og Magnús Þorsteinsson. Athygli vekur að Róbert Wessman kemur inn í stjórnina fyrir Karl Werners- son, sem ekki gaf aftur kost á sér. Þá var Baldur Guðnason, forstjóri Eimskipafélagsins, kjörinn í vara- stjórn. Á Íslandi hefur hingað til ekki tíðkast að forstjórar sitji í stjórn fé- laga. Róbert segir þetta hins vegar algengt fyrirkomulag í bandaríska lyfjageiranum. Þá hafi honum þótt eðlilegt að bjóða sig fram þar sem hann sé þriðji stærsti hluthafinn í félaginu með 4,1 prósents hlut. Björgólfur Thor Björgólfsson, stærsti hluthafinn í Actavis, segir eign sína í Actavis ólíka öðrum fjár- festingum. Róbert Wessman, forstjóri félagsins, var kosinn í stjórn félagsins á aðalfundi í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.