Fréttablaðið - 05.04.2007, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 05.04.2007, Blaðsíða 18
„Ég vil frekar vera hat- aður fyrir það sem ég er en elskaður fyrir eitthvað sem ég er ekki.“ Winston Churchill dregur sig í hlé Tónlistarmaðurinn Kristján Kristjáns- son, KK, var kjörinn Blúsmaður ársins við setningu Blúshátíðar í Reykjavík á Hótel Nordica í fyrrakvöld. Það var Blúsfélag Reykjavíkur sem sæmdi KK nafnbótinni. Þeir sem áður hafa hlot- ið þennan heiður eru Magnús Eiríks- son (2004), Björgvin Gíslason (2005) og Andrea Gylfadóttir (2006). „Það er stórkostlegur heiður að fá að vera með þessum mönnum, Magn- úsi Eiríkíks, Björgvini Gísla og síðan Andreu Gylfa. Að fá að sitja með þeim til sætis sem blúsmaður er frábært,“ segir KK. Eftir að hann tók á móti viðurkenningunni tók hann lagið með hljómsveitinni Frakkarnir, þar sem Björgvin Gíslason er einmitt einn með- lima. „Þetta er bandið sem ég er búinn að vera að leita að. Ég spilaði á munn- hörpu og söng og Gummi [Guðmundur Pétursson] og Björgvin spiluðu á gítar. Þeir voru afslappaðir gagnvart hvor öðrum og voru ekkert í neinum sóló- einvígjum,“ segir hann og hlær. KK segist ekki hafa átt von á þessum heiðursverðlaunum. „Þetta er mikill heiður sem mér er sýndur og mjög gaman að fá þessa nafnbót. Þetta er gaman á ferilsskrána og maður er bara snortinn, blússnortinn.“ KK hefur árum saman verið í farar- broddi í blústónlist á Íslandi. Á síðasta ári gaf hann út plötuna Blús sem hlaut einróma lof gagnrýnenda en hann vakti fyrst athygli hér á landi með KK-band- inu. Á meðal vinsælustu laga þeirr- ar sveitar voru Bein leið og Vegbúinn. Hann segist alla tíð hafa verið mik- ill blúsari. „Það byrja allir á þessu því þetta er svo þægileg tónlist til þess. Þegar maður fór að hlusta á rokkið fórum við að sjá nöfn eins Robert John- son og Muddy Waters. Þetta er vagga dægurlagatónlistarinnar. „The blues had a baby and they called it rock ´n´ roll“. Síðan eru barnabörnin óteljandi eins og rapp, hip hop og dauðarokk.“ KK spilar næst í Fríkirkjunni annað kvöld á Blúshátíð Reykjavíkur. Þar koma einnig fram Zora Young, Andrea Gylfadóttir, Lay Low, Brynhildur Björnsdóttir og Goðsagnir Íslands. Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Geir Harðarson Ástkær faðir minn og bróðir okkar, Helgi Þór Bjarnason frá Skagaströnd, lést á sjúkrahúsi í Noregi 1. mars síðastliðinn. Útför fór fram í Fossvogskapellu í kyrrþey. Smári Helgason, systkini og fjölskyldur þeirra. Elskulegur sonur okkar, bróðir og mágur, Þorvarður Stefán Eiríksson Hörgsholti 9, Hafnarfirði, lést laugardaginn 31. mars síðastliðinn. Útförin fer fram frá Víðistaðakirkju föstudaginn 13. apríl kl. 15.00. Eiríkur Rúnar Þorvarðarson Svanhildur Ladda Þorvarðarson Gunnar Kiatkla Eiríksson Ásgerður Ólína Jónasdóttir Ingimundur Vigfús Eiríksson Ástkær sonur okkar, bróðir, unnusti og faðir, Benedikt Ingi Ármannsson andaðist sunnudaginn 1. apríl síðastliðinn. Ármann H. Benediktsson Elín Ebba Gunnarsdóttir Erna Karen Stefánsdóttir Jón Óskar Þórhallsson Dóra Steinunn Ármannsdóttir Magnús Birgisson Ármann Ingvi Ármannsson Ásthildur Erlingsdóttir Ísabella Ronja Benediktsdóttir. „Jú það er satt, ég ætla að gefa öll launin sem ég fæ fyrir að kenna þennan áfanga til góðgerðarmála. Þrír hæstu nemendurnir fá að velja hvaða góðgerðarsamtök fá pen- ingana og ég reikna með að hann skiptist milli tveggja eða þriggja samtaka,“ segir Raphael Wechsler, stundakennari við Háskólann í Reykjavík. Wechsler starfar sem sjóðstjóri hjá Glitni en hefur í vetur kennt alþjóðastjórnmál í HR við góðan orðstír. „Ég ákvað að taka að mér kennslu af nokkrum ástæðum og peningar voru ekki ein þeirra,“ segir Wechsler. Wechsler hefur starfað í fjármálageiranum í 20 ár og seg- ist ánægður með að fá tækifæri til þess að miðla af reynslu sinni. „Ég bý hérna á Íslandi núna og hef hugsað mér að setj- ast hér að. Mig langaði að skila einhverju til baka til sam- félagsins og þótti þetta góð leið til þess,“ segir Wechsler, sem er bandarískur að uppruna en hefur búið hér í eitt og hálft ár. Ekki fæst gefið upp hve háa upphæð er um að ræða en laun kennara við Háskólann í Reykjavík eru trúnaðarmál. Gefur laun sín til góðgerðarmála Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettab- ladid.is eða hringja í síma 550 5000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.