Fréttablaðið - 05.04.2007, Side 46

Fréttablaðið - 05.04.2007, Side 46
 5. APRÍL 2007 FIMMTUDAGUR8 fréttablaðið x-factor Þær hafa einhvern óskiljanlegan hæfileika til að koma fólki í stuð og gera það ánægt. Hara-systur úr Hveragerði eru síbrosandi og framkoma þeirra fær annað fólk til að gleðjast með. Ekki skemmir svo fyrir að þær eru fantagóðar söngkonur. Við skulum skoða ferð Hara í X-Factor. Hressu systurnar úr Hveragerði Hara-systur voru ákveðnar í að ná langt strax er þær mættu í áheyrnarprufurnar. Hvergerðingarnir virðast njóta hverrar mínútu í keppninni. Þær hafa sungið og skemmt víða á Suðurlandi síðustu árin. Hara-systur hófu keppnina í Vetrargarð- inum á því að syngja Girls Just Wanna Have Fun sem Cindy Lauper gerði frægt. Í öðrum þættinum sungu Hara-systur You Keep Me Hanging On með Díönu Ross og The Supremes. Guns ´N Roses-lagið Don‘t Cry í flutningi Hara fékk ekki alveg nógu góðar mót- tökur dómnefndarinnar en stelpurnar flugu engu að síður í gegn. „Þið voruð æðislega flottar,“ sagði Ellý eftir flutning Hara á I Don‘t Feel Like Dancing með Scissor Sisters. Flutningur Hara og búningarnir í Abba- laginu Voulez-Vous slógu hreinlega í gegn. Flestir virtust sannfærðir um að dúettinn færi í úrslitin. Sérfræðingar í saltfiski Þjónustum verslanir, veitingahús o.fl. Fyrir verslanir: Til suðu: saltfiskbitar blandaðir gellur gollaraþunnildi Til steikingar: saltfiskbitar blandaðir saltfiskkurl saltfiskhnakkar tvær stærðir (lomos) gellur Fyrir veitingahús – hótel – mötuneyti: saltfiskhnakkar tvær stærðir (lomos) saltfiskbitar blandaðir til suðu og steikingar saltfiskkurl Fyrir utan saltfiskinn þjónustum við sitthvað fleira, svo sem: ýsuhnakka rækjur þorskhnakka steinbítskinnar og bita Sími: 466 1016 ektafiskur@emax.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.