Fréttablaðið - 05.04.2007, Síða 68

Fréttablaðið - 05.04.2007, Síða 68
Vandræðalegasta augnablikið? Þegar ég bjó í Tryggvagötu fór ég eitt sinn á nærbuxunum með ruslið í ruslaopið. Það vildi ekki betur til en svo að í vindhviðu skelltist hurðin að íbúð- inni minni aftur og á nærbuxunum varð ég að fara inn á Jónatan Livingston máv til að fá að hringja á lásasmið. Eftirlætisborg? Reykjavík. Lítil og þægileg borg með litlum vegalengdum svo það tekur stutta stund að sinna útréttingum sínum. Gáfulegustu orð sem þú hefur heyrt? Orka er massi sinnum ljóshraði í öðru veldi. Hvaða íslensku tónlistarmenn finnst þér standa fremstir í dag? Blúsararnir á Blúshá- tíð. Ef þú yrðir að vera einhver önnur fræg mann- eskja í einn dag, hver myndirðu vilja vera? Alla vega myndi ég ekki vilja vera Bubbi Morthens. Aftur á móti væri ég vel til í að taka eina umferð í golfi sem Tiger Woods og sigra bróður minn. Trúir þú á drauma? Já, ég hef trú á draumum mínum, jafnt í svefni sem vöku. Draumarnir rætast stundum og það er lífsnauðsyn að eiga drauma. Í hvaða stjörnumerki ertu? Sporðdrekanum. Ég held að ég hafi þær dulrænu orkulindir sem sporðdrekinn er sagður hafa. Hver er þín mesta nautn? Algjörlega óprenthæft. Hver er þín fyrsta minning? Einhverj- ar stelpur, vinkonur systur minnar, kíkj- andi inn í vagninn segjandi: „Guð hvað hann er sætur.“ Hver er þinn farar- skjóti? Tveir jafn- fljótir. Hvert er þitt eftir- lætisdýr? Blettatígur heillar. Hann er svo fallegur og ég hef verið svo heppinn að sjá þetta hraðskreiðasta dýr jarðar hlaupa í Afríku. Yfir hverju hefurðu mestar áhyggjur í augna- blikinu? Ég týndi einni aðalstjörnu Blúshá- tíðar, Zoru Young, en fann hana rétt áðan í Boston. Hún flýgur hingað í fyrramálið (mið- vikudag 4. apríl). Hvað finnst þér það ofmetnasta í íslensku samfélagi? Meint álit Íslendinganna á sjálf- um sér; að þeir séu stórkostlegir. Hvaða kæki ertu með? Engir kækir. Hvað er það besta sem þú hefur bragðað um ævina? Hangikjötið á jólunum með strákunum mínum. Hvað er það sem blúsinn gerir fyrir þig? Hann hefur gert margt fyrir mig í gegnum tíðina. Ég hef kynnst alls kyns fólki og öðrum löndum og lært margt um lífið og tilveruna. Síðast en ekki síst hefur hann gert mig að betri manni. Undir hvaða aðstæðum er best að syngja? Þegar andinn kemur yfir mann. Stundum koma lögin einfald- lega til manns þegar maður sest niður með gítarinn. Streyma þá fram líkt og skrúfað sé frá krana. Af hverju blúshátíð? Ég tel að hver einasta höfuðborg með vott af sjálfsvirðingu eigi að halda alvöru blúshátíð og fyrir nokkrum árum var það markmið að koma alvöru blúshátíð á fót sem Íslendingar gætu verið stoltir af og það tókst. Hér áður fyrr var dymbilvika ein leiðinlegasta og drungalegasta vika ársins en okkur blúsurum hefur tekist að snúa því við og bætt þannig mannlífið. Er til eitthvað sem heitir íslenskur blús? Já. Íslendingar eru blúsarar norðursins frá fornu fari. Kváðu rímur til að halda á sér hita, sem er ekkert annað en blús. Þurfum ekki annað en að minnast vísunnar „Yfir kaldan eyðisand“. Á NÆRBUXUM Á VEITINGAHÚSI Halldór Bragason, blúsgítarleikari og blúskóngur Íslands, segir blúsinn gera lífið fegurra og Blúshátíðina umturna daufri dymbilviku í skemmtilega daga. Halldór er ekki aðeins blúsari af lífi og sál, heldur er hann golfari mikill og sporðdreki með dulrænar orkulindir. Fréttablaðið tók Halldór í Þriðju gráðu yfirheyrslu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.