Fréttablaðið - 21.05.2007, Síða 19

Fréttablaðið - 21.05.2007, Síða 19
Tölvulistaverkið Bitmap Beauty var uppruna- lega flutt við lifandi tónlist og er til heiðurs gömlu tölvuleikjunum. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á tónlist en fannst hæfileikar mínir helst liggja á sjónræna sviðinu. Þess vegna fór ég að gera tölvulistaverk sem ég flyt við lifandi tónlist hljómsveitarinnar Steed Lord,“ segir Magnús Leifsson, nýútskrifaður grafískur hönnnuður frá Listaháskóla Íslands. Útskriftarverk Magnúsar, Bitmap Beauty, sækir innblástur í gamla tölvuleiki og er teiknað í teikni- forritinu Illustrator. Síðan notar Magnús hreyfi- myndaforritið Aftereffects og flytur grafíkina með hljómborði við lifandi tónlistarflutning. Verkið er upptaka frá lifandi flutningi og er því ekki klippt eins og hefðbundin myndbönd. Að sögn Magnúsar eru ekki margir að fást við slíka listsköpun á Íslandi. Erlendis er þó lifandi myndbandsflutningur vel þekktur, hjá hljómsveit- um, skífuþeyturum og í leikhúsum. Markmiðið er að halda áfram að þróa lifandi efni til flutnings. Bæði fyrir Steed Lord og í samvinnu við tónlistarmanninn Danna Delux. Bitmap Beauty er til sýnis á útskriftarsýningu Listaháskóla Íslands, í kartöflugeymslunni við Ártúnshöfða. Sýningin stendur til 27. maí og er opin frá klukkan 12.00-18.00 alla daga. Verkið fæst einnig á DVD-mynddiski í versluninni Nakta apanum, Bankastræti. Nánari upplýsingar um verk Magnúsar er að finna á: www.magginoem.com Stafræn fegurð í lifandi flutningi VEXTIR FRÁ AÐEINS Miðað við myntkörfu 4, Libor-vextir 23.4.2007. 3,4% Þannig er mál með vexti ... ... að það er hægt að létta greiðslubyrðina. F í t o n / S Í A SAMANBURÐUR Á LÁNUM MYNTKÖRFULÁN *** BLANDAÐ LÁN ** ÍBÚÐARLÁN LÁNSUPPHÆÐ 20.000.000 20.000.000 20.000.000 VEXTIR 4,0% * 4,4% * 5,0% GREIÐSLUBYRÐI**** 66.500 100.800 96.600 * M.v. 1. mánaða Libor vexti 23.04.2007. ** 50% íbúðarlán/50% erlent lán í CHF og JPY. *** Vextir á erlendri myntkörfu ráðast af veðsetningu og myntsamsetningu og eru á bilinu 3,4% til 4,5% m.v. myntkörfu 4. **** Mánaðarlegar afborganir fyrsta árið, lánstími 40 ár, einungis greiddir vextir af myntkörfuláninu fyrstu þrjú árin, án verðbóta eða gengisbreytinga. Reiknaðu út hvernig greiðslubyrði þín lækkar á www.frjalsi.is eða hafðu samband í síma 540 5000. ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR • Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli • Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir Fullkomnasti farsími í heimi Nokia N95 5 megapixla myndavél mp3 spilari 3 Kynslóð WLAN GPS 100 fríar stafrænar framkallanir frá Hans Petersen fylgja

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.