Fréttablaðið - 21.05.2007, Side 24
fréttablaðið fasteignir2 21. MAÍ 2007
Fyrirtækin Kubbur og Nmedia
hafa runnið saman. Nýja fyrir-
tækið kallast Inhouse og býður
heildarlausnir fyrir fasteigna-
markaðinn.
Samkeppnin á fasteignamarkaðn-
um er hörð og keppast fasteigna-
salar við að koma sér og sínum
eignum á framfæri. Þá er oftar
en ekki leitað til fasteignaljós-
myndara og tölvugrafíkera til að
gera eignunum sem best skil í
dagblöðum og á netinu. Nú hefur
nýtt fyrirtæki verið stofnað sem
sérhæfir sig í eins konar heildar-
lausnum fyrir fasteignamarkað-
inn á þessu sviði.
Þetta er fyrirtækið Inhouse, en
það varð til við samruna Kubbs
margmiðlunar og Nmedia. „Kubb-
ur margmiðlun var stofnað árið
2001 og höfum við sérhæft okkur
í hönnunar- og ljósmyndaþjónustu
fyrir fasteignamarkaðinn. Árið
2005 bættist svo þrívíddarvinnsla
við en við höfum síðan verið að
leita eftir leiðum til að bæta þjón-
ustuna bæði hvað varðar ljós-
myndun og þrívíddarvinnslu,“
segir Hörður Ellert Ólafsson, einn
eigenda Inhouse.
Nmedia er hinsvegar yngra
fyrirtæki en það var stofnað árið
2004. „Við hjá Kubbi sáum strax
að þar var á ferð mannskapur með
nýstárlegar lausnir og fyrirtækið
skilaði flottum verkefnum,“ segir
Hörður. „Það gildir hins vegar í
þessum bransa eins og öðrum að
viðskiptavinurinn vill leita á einn
stað eftir allri þjónustu og því
ákváðu fyrirtækin að hagstætt
væri að renna saman.“
Hörður segir að með komu nýja
fyrirtækisins komi ýmsar nýjar
lausnir. „Við munum til dæmis
bjóða upp á að mynda í allt að 15
metra hæð, en þá sést útsýni og
umhverfi mun betur, ástand þaks-
ins sést, trjákrónur skyggja ekki á
fasteignina og hægt er að ná góðri
yfirlitsmynd,“ segir Hörður. „Í þrí-
víddardeildinni erum við að byrja
með rauntíma þrívíddarlíkön af
húsum sem hægt er að nálgast á
netinu. Þetta eru líkön þar sem
notandi getur gengið um íbúðina,
opnað og lokað dyrum, og skoð-
að hvern krók og kima gegnum
tölvuna heima.“
Hörður segir að markmið nýja
fyrirtækisins sé einfalt. „Við vilj-
um vera leiðandi á okkar sviði. Við
erum stöðugt að endurbæta verk-
ferla hjá okkur, skoðum hvar við
getum gert betur og sparað tíma,
jafnframt því að við gerum miklar
kröfur til sjálfra okkar varðandi
gæði þess efnis sem við látum frá
okkur fara,“ segir Hörður.
tryggvi@frettabladid.is
Markmiðið að verða
leiðandi á sínu sviði
Að geta tekið myndir úr mikilli hæð hefur sína kosti.
Þrívíddarlíkönin eru gríðarlega raun-
veruleg.
TRAUST FASTEIGNASALA!
www.byggd.is
Hofsárkot, Svarfaðardal
Til sölu 3,5 ha land ásamt einbýlishúsi og útihúsum. Einbýlishús 216 fm. byggt 1974.
Útihús og vélageymsla samtals 397 fm. Tilboð óskast.
STRANDGATA 29 AKUREYRI SÍMI: 464 9955
Sigurður V. Ragnarsson, löggiltur fasteignasali
Til sölu nýtt glæsilegt 168,8 ferm Parhús
við Lækjamót 85, 245 Sandgerði
Til afhendingar nú þegar. Tilbúið undir tréverk hiti í stéttum, lagnir fyrir heitum
potti. Verð 23,900,000. Verktaki er einnig með í smiðum sambærileg hús við
Breiðhól Sandgerð sem hægt er að fá fokheld.
Allar nánar upplýsingar á skrifstofu.
Fr
um
Lækjamót 85, Sandgerði
Hafnargötu 20 • 230 Keflavík
Sími 421 1700 • es.is
Sigurður V. Ragnarsson, löggiltur fasteignasali
Verð: 25.800.000,-
Fr
um
Stórglæsileg eign í Grindavík
Víkurbraut 46 • 240 Grindavík
Sími 426 7711 • es.is
Síðumúla 35 • 108 Reykjavík • Sími 517 3500 • www.fyrirtaekjasala.is
Valgeir Kristinsson, hrl., lögg. faseignasali
Fr
um
GlÆSILEG NUDD OG GRENNINGARSTOFA Til
sölu glæsilegt heilsustúdíó með góðan tækjakost. þekkt stofa í
rúmgóðu húsnæði. Staðsetning mjög miðsvæððis. Góður tími
framundan. Frábært tækifæri.
VINSÆLL SKYNDIBITASTAÐUR í hverfi 108 Til
sölu þekktur skyndibitastaður í austurborginni með fína afkomu.
Bullandi traffic. Hér er á ferð frábært tækifæri. Leitið upplýsinga.
BÆKUR OG RITFÖNG - ÓDÝRT Til sölu þekkt og rót-
gróin verslun í verslunarmiðstöð. Frábært tækifæri og verð ef
samið er strax.
HÁRSTOFA Til sölu í góðu hverfi, 5 vinnustöðvar og 2 vask-
stólar og góður búnaður. Verð 3,1 millj.
INNRÖMMUN Til sölu innrömmunarstofa á frábærum stað í
góðu húsnæði í austurbæ. Tilvalið fyrir tvo samhenta einstaklinga.
Góður tækjakostur Verð 7,5 millj.
HÁRGREIÐSLUSTOFA TIL SÖLU Mjög þekkt og vel
staðsett stofa með 2 þvottastöðvar og 6 vinnustöðvar. Hefur starf-
að á sama stað sl. 10 ár. Gott verð.
PÚSTÞJÓNUSTA og BÍLAVERKSTÆÐI Þekkt og
gróið fyrirtæki í topp húsnæði 320 fm. Besti tíminn framundan.
GÆLUDÝRAVERSLUN til sölu af sérstökum ástæðum,
þekkt verslun með miðsvæðis með vinsæla vörur. Gæludýraunn-
endur, hér er gott tækifæri á ferðinni. Gott verð.
BÓNSTÖÐVAR til sölu með mikið af föstum viðskiptasam-
böndum.
SÖLUTURN í HVERFI 108 Söluturn með opnun frá kl.
8,30 - 18.oo og lokað um helgar. Vaxandi góð velta. Verð aðeins
2,8 millj.
Endilega leitið nánari upplýsinga.