Fréttablaðið - 21.05.2007, Síða 37
O
D
D
I H
Ö
N
N
U
N
P
07
.0
4.
21
6
Bókarkápan 2006
Taktu þátt í netkosningu á
www.oddi.is/prentun
Auk netkosningar er valin besta bókarkápan að mati Félags starfsfólks bókaverslana,
bestu þrjár bókarkápurnar að mati dómnefndar ásamt sérstakri viðurkenningu fyrir
athyglisverða bókargerð. Verðlaunin verða afhent að Kjarvalsstöðum 23. maí nk.
Höfðabakka 3-7
110 Reykjavík
Sími 515 5000
www.oddi.is
Bruce Willis fetar í fótspor fyrr-
verandi eiginkonu sinnar, Demi
Moore, og yngir aldeilis upp.
Eins og flestir vita giftist Demi
unglambinu Ashton Kutcher fyrir
um tveimur árum síðan, en hann
er heilum fimmtán árum yngri en
leikkonan. Willis, sem er 52 ára
gamall, er hins vegar í sambandi
við Playboy-fyrirsætuna Tamöru
Witmer, sem er 23 ára gömul. Á
milli skötuhjúanna eru því ein
tuttugu og níu ár.
Witmer, sem er einungis fimm
árum eldri en elsta dóttir Will-
is og Moore, Rumer, segir aldurs-
muninn ekki vera vandamál. „Þótt
hann sé sköllóttur plagar það mig
ekkert. Hann er virkilega flottur,“
sagði hún í viðtali við blaðið
Steppin´ Out.
Willis herm-
ir eftir Demi
Bítillinn Sir Paul McCartney og
eiginkona hans, Heather Mills,
hafa gert með sér friðarsam-
komulag. Hér eftir verður gengið
frá skilnaði þeirra í rólegheitum,
enda telja þau að lætin í kringum
skilnaðinn séu farin að hafa áhrif
á þriggja ára dóttur þeirra, Bea.
Paul og Heather hittust á sátta-
fundi á föstudag á veitingastað í
London. Þar ræddu þau saman í
rólegheitum í tíu mínútur á meðan
dóttir þeirra lék sér. Þetta þykir til
marks um gjörbreytt andrúmsloft
þeirra á milli því hingað til hafa
barnfóstrur séð um að afhenda
öðru hvoru foreldrinu Bea eftir að
hún hefur dvalist hjá hinu.
Samkomulag þeirra Pauls og
Heather felur í sér að Paul heitir
því að lögfræðingar hans muni
innan árs ganga frá skilnaðarsátt-
mála sem Heather sættir sig við.
Þá hefur verið ákveðið að þau muni
saman fagna 65 ára afmæli Pauls
með Bea. Á móti heitir Heath-
er því að hætta við þau áform að
flytjast til Bandaríkjanna. Fjár-
hagsvandræðum Heather er með
þessum sáttmála lokið í bili því
Paul greiðir henni umsvifalaust
eina milljón punda, um 125 millj-
ónir króna.
„Þetta eru miklir erfiðleikar en
mér líður sífellt betur. Það segja
mér allir að líta á það jákvæða
sem kom út úr þessu hjónabandi
og það er Bea. Það gefur mér
mikið,“ segir Paul McCartney.
Paul og Heather semja frið
Tvíburasysturnar Mary-Kate og
Ashley Olsen munu væntanlega
feta í fótspor þokkadísanna Ursulu
Andress, Jane Seymour og Halle
Berry og taka að sér hlutverk
í næstu Bond-mynd, sem hefur
vinnutitilinn Bond 22. Samningur
systranna mun þó fela í sér að þær
þurfi ekki að leika í kynlífssenum.
Talið er að Olsen-systur muni fara
með hlutverk njósnara sem að-
stoða 007. Aðrir sem orðaðir hafa
verið við næstu Bond-mynd eru
Goran Visnjic og hin ástralska
Abbie Cornish. Judi Dench verð-
ur á sínum stað sem M og Daniel
Craig leikur Bond að nýju.
Orðaðar við
Bond-hlutverk
Britney Spears þakkar aðdá-
endum sínum fyrir allan þeirra
stuðning á þeim erfiðu tímum
sem hún hefur gengið í gegn-
um að undanförnu í ávarpi sem
birtist á opinberri heimasíðu
söngkonunnar. Á heima-
síðunni birtist mynd af
Britney fáklæddri, þar
sem hún hylur brjóst
sín með krosslögð-
um höndunum auk
þess sem hún ber
ljósa hárkollu.
„Ég nýt þeirr-
ar blessunar að
þið hugsið til mín
og þykir vænt
um mig. Ég mun halda
áfram að lifa í því ljósi
sem fylgir ykkur að-
dáendum á þessum
erfiðu tímum,“ segir
Britney meðal annars
í ávarpinu, en sem
kunnugt er fór söng-
konan afar illa út
úr skilnaði sínum
við Kevin Feder-
line fyrr í vetur
og er hún til-
tölulega
nýkomin
úr áfengis-
meðferð.
Léttklædd Britney
þakkar aðdáendum