Fréttablaðið - 02.06.2007, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 02.06.2007, Blaðsíða 4
Tíundubekkingar fá ívið hærri einkunn í stærðfræði og heldur lægri einkunn í sam- félagsfræði í samræmdu próf- unum í 10. bekk í ár en í fyrra. Nemendur í Suðvesturkjördæmi koma best út yfir landið en nem- endur í Suðurkjördæmi lang- verst. Nemendur í Suðvesturkjör- dæmi hafa hæstu meðaleinkunn- ina yfir landið í íslensku, stærð- fræði, ensku, dönsku og samfélagsfræði en nemendur í Reykjavík hafa næsthæstu meðaltalseinkunnina og hafa hæstu meðaleinkunnina í nátt- úrufræði. Nemendur í Suðurkjördæmi hafa lægstu einkunnina í öllum fögum nema náttúrufræði. Nem- endur í Norðvesturkjördæmi hafa næstlægstu meðaleinkunn- ina. Nemendur í Norðaustur- kjördæmi eru mitt á milli. Sigurgrímur Skúlason, próf- fræðingur hjá Námsmats- stofnun, segir að meðaltal úr prófunum sé svipað og í fyrra. Meðaltalið sé þó ívið hærra í stærðfræði. Frammi- staða í samfélagsfræði er óvenju- léleg í ár. Rúmlega fimmtungur nemenda fær einkunnina 4,0 eða lægra en reynslan síðustu ár sýnir að aðeins um og yfir þrett- án prósent hafa fengið svo lága einkunn í samfélagsfræði. „Þetta er meiri munur en við myndum vilja sjá,“ segir Sigur- grímur og telur prófið hafa verið þyngra en það hafi átt að vera. „Við feilreiknuðum okkur ein- faldlega þegar við vorum að áætla þetta frá forprófunum yfir í lokapróf,“ segir hann. Þegar sótt er um inngöngu í framhaldsskóla er lágmarksein- kunn í einstökum greinum 4,0 eða 4,5. Sigurgrímur telur að lág einkunn í samfélagsfræði komi ekki að sök við inngöngu í skóla. Pétur Brynjarsson, skólastjóri Grunnskólans í Sandgerði, telur útkomuna í Suðurkjördæmi áhyggjuefni. „Þetta eru ekki ný sannindi, þetta hefur verið viðvar- andi vandamál í Suðurkjördæmi og nokkuð sem skólarnir verða að fara ofan í saumana á. Ég held að skýringin sé margþætt,“ segir hann. „Þetta er samfélagslegt vanda- mál og liggur í samfélagslegum viðhorfum. Fólkið hér hefur haft næga atvinnu og komist ágæt- lega af án menntunar. Það hefur verið víðtæk skoðun að menntun skipti ekki miklu máli og því hefur menntunin ekki eins mik- inn sess og hún ætti að hafa.“ Þetta eru ekki ný sann- indi, þetta hefur verið viðvarandi vandamál í Suðurkjör- dæmi og nokkuð sem skólarnir verða að fara ofan í saumana á. Nemendur í Suðurkjör- dæmi eru oftast lægstir Tíundubekkingar í Suðvesturkjördæmi hafa að meðaltali hæstu einkunnina í samræmdu prófunum en í Suðurkjördæmi er lægsta meðaleinkunnin. Einkunnir eru hærri í stærðfræði en í fyrra en óvenjulágar í samfélagsfræði vegna þess hve prófið reyndist þungt. Skólastjóri í Sandgerði telur útkomuna áhyggjuefni. Fjórir menn, sem allir eru grunaðir um fíkniefna- sölu, voru handteknir í Reykja- vík í fyrrakvöld. Karlmaður um fertugt var handtekinn í austurborginni. Í híbýlum hans fundust um 100 grömm af ætluðu hassi. Maður- inn hefur áður komið við sögu hjá lögreglu vegna fíkniefnamála. Í sama borgarhluta stóðu lögreglu- menn þrjá pilta að verki þar sem fíkniefnaviðskipti áttu sér stað. Piltarnir voru handteknir og lagt var hald á lítilræði af marijúana. Þá stöðvaði lögreglan tvo aðra pilta um tvítugt í austurborginni í fyrrakvöld en báðir voru með smáræði af fíkniefnum í fórum sínum. Loks var átján ára piltur tekinn á Kringlu- mýrarbraut í fyrri- nótt, en í bíl hans fundust nokkur grömm af ætluðu hassi. Pilturinn var handtekinn og færður á lögreglustöð. Þá fannst töluvert af riffil- skotum í íbúð í mið- borginni en þangað hafði lögreglan komið til að leita fíkniefna. Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sagði að piltarnir þrír sem staðnir voru að verki við fíkniefnasölu hefðu verið yfirheyrðir í gær. Fjórir fíkniefnasalar teknir Eðlilegt er að samið sé við landeigendur samhliða hönnun virkjana í neðri hluta Þjórsár, að mati Landsvirkjunar (LV). Fyrirtækið hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umræðu um að gengið sé frá samningum um hönnun virkjananna áður en samið sé við landeigendur. Þar segir að hönnun virkjana haldist í hendur við samninga við landeigendur. Ekki sé hægt að ganga frá þeim samningum nema í ljósi þess sem liggi fyrir um áhrifin sem mannvirki hafi á hverri jörð fyrir sig. Þessi vinnubrögð hafi Landsvirkjun iðkað í gegnum tíðina. Eðlileg vinnu- brögð segir LV Stjórnarherinn í Líbanon réðst í gær inn í flótta- mannabúðirnar Nahr el Bared skammt frá Trípólí þar sem skæruliðar samtakanna Fatah al Islam hafa hreiðrað um sig síðustu vikurnar. Um það bil fimmtíu skriðdrek- um og brynvörðum bifreiðum var ekið inn í búðirnar og svo virtist sem herinn hafi náð á sitt vald nokkrum af bækistöðvum Fatah al Islam í útjaðri búðanna. Ekki var talið að herinn ætlaði sér langt inn í búðirnar, þar sem tugir þúsunda palestínskra flóttamanna búa. Innrás í flótta- mannabúðir Sjómannadagsblað Austur- lands er komið út. Blaðið er níutíu síðna langt og prýtt vel á annað hundrað ljósmynda en ritstjóri þess er Kristján J. Kristjánsson. Efnistökin eru fjölbreytt og meðal efnis er ítarleg frásögn frá því þegar Goðanes frá Norðfirði strandaði við Færeyjar fyrir hálfri öld og æskuminningar Kristínar Steinsdóttur á Seyðisfirði. Hægt er að nálgast blaðið á Austurlandi, í Grandakaffi og verslunum Pennans - Eymundsson á höfuð- borgarsvæðinu og Akureyri. Sjómannadags- blað Austur- lands 2007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.