Fréttablaðið - 02.06.2007, Blaðsíða 10
Flutningaskipinu
Wilson Muuga, sem liggur við
norðurbakkann í Hafnarfirði,
verður siglt úr landi á næstunni.
Skipið hefur fengið nýtt nafn og
segir Guðmundur Ásgeirsson,
stjórnarformaður Nesskipa, að
það heiti nú Karim, sem þýði lík-
lega sá hugrakki eða sá djarfi á
arabísku.
„Eigendaskipti urðu 1. maí og
síðan hefur verið unnið að betrum-
bótum til að gera hann siglinga-
kláran. Búið var að rífa og tæta í
brúnni og víðar og þurfti því að
koma öllum siglingatækjum og
björgunarbúnaði í lag. Botninn
var allur skaddaður og er skipið
nú að komast í það ástand að geta
siglt til viðgerðar í Líbanon,“ segir
hann.
Muuga heitir Karim
„Eins og við vitum
eru börn framtíðin,“ sagði Eiður
Smári Guðjohnsen knattspyrnu-
maður þegar hann tók þátt í því í
gær að kynna væntanlegar niður-
greiðslur Reykjavíkurborgar á
tómstundastarfi ungmenna.
Niðurgreiðslurnar verði í formi
svokallaðra Frístundakorta. Frá
næsta hausti verða greiddar 12
þúsund krónur með hverju barni
en greiðslan hækkar í 25 þúsund
krónur um áramót og verður 40
þúsund krónur árlega frá og með
1. janúar 2009.
Eiður Smári sagði allan stuðn-
ing við íþrótta- og tómstundaiðkun
ungmenna vera jákvæðan.
„Ég á mína bestu vini enn þann
dag í dag síðan ég byrjaði í íþrótt-
um þegar ég var fimm, sex ára,“
sagði Eiður Smári. Hann benti á
hversu mikil fjárútlát slík ástund-
un gæti haft í för með sér. „Ég
man að á sínum tíma átti ég vini
sem voru í handbolta, fótbolta og
körfubolta og áttu síðan tvo bræð-
ur sem vildu vera eins og stóri
bróðir þannig að þetta safnast allt
saman fyrir fólk og að Reykjavík-
urborg geti komið til móts við fjöl-
skyldur er ekkert nema jákvætt.“
Björn Ingi Hrafnsson, formaður
Íþrótta- og tómstundaráðs, sagði
Frístundakortið ná til allra barna í
Reykjavík á aldrinum sex til átján
ára. Kortið myndi gera þeim kleift
að stunda íþróttir, tómstundir eða
listnám eða annað viðurkennt frí-
stundastarf óháð félagslegum
aðstæðum eða efnahag. Það gæti
leitt til aukins jöfnuðar í sam-
félaginu og valdið heilmiklum
straumhvörfum.
„Þetta er eitt stærsta sam-
félagsverkefni sem ráðist hefur
verið í á Íslandi,“ sagði Björn Ingi
og upplýsti að niðurgreiðslurnar
myndu kosta 700 til 800 milljónir
króna á ári.
„Það er svo mikilvægt að börn
og unglingar geti nýtt sér allra
handa tómstundastarf og íþrótta-
starf og þetta auðveldar fólki
verulega aðgang barna að þessu,“
sagði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
borgarstjóri. „Þess vegna munum
við sérstaklega leitast við fylgja
því eftir að börn og unglingar nýti
sér þetta þannig að þetta komi
öllum til góða, ekki síst þeim fjöl-
skyldum sem hafa nú ekki veru-
lega sterkan fjárhag að baki sér.“
Ilmur Kristjánsdóttir leikkona
sagðist vera mjög ánægð með að
fá að taka þátt í verkefninu. Hún
sagði mjög mikilvægt að hafa
eftirfylgni og aðhald með áhuga-
málum barna og unglinga. Sjálf
hafi hún byrjað í leiklist á ungl-
ingsárum og því hafi verið fylgt
eftir bæði á veturna og á sumrum.
„Og þið sjáið hvar ég er í dag,“
benti Ilmur á kankvís áður en hún
lýsti ánægju með Frístundakortið.
„Þarna er verið að opna margar
dyr fyrir börn og unglinga,“ sagði
hún.
Eiður Smári
ánægður með
Frístundakort
Reykjavíkurborg hefur niðurgreiðslur á tómstunda-
starfi ungmenna í haust. Eiður Smári Guðjohnsen
og Ilmur Kristjánsdóttir tóku þátt í að kynna verk-
efnið í gær og sögðust ánægð með framtakið.