Fréttablaðið - 02.06.2007, Page 2

Fréttablaðið - 02.06.2007, Page 2
 „Það er algerlega glórulaust að gera tilraunir með eiturefni á leiksvæði barna,” segir Hákon Már Oddsson, einn íbúa við götuna Bakkastaði í Grafarvogi sem mótmæla harðlega fyrirhug- aðri tilraun með að nota svefnlyf til að fækka sílamávi í Leirvogs- hólma. Að sögn Hákons og nágranna hans, Einars Arnar Benediktsson- ar, er Leirvogshólmi leiksvæði barna enda vætt þangað á fjöru. „Þvert á vilja Náttúrufræði- stofnunar og Fuglaverndar veitti Umhverfisstofnun undanþágu til að gera tilraunir með tvær teg- undir af svefnlyfjum til að fækka sílamávi. Þetta er snarbannað með lögum en það er hægt að veita undanþágu fyrir því að gera þetta í vísindaskyni ef fuglar eru að valda gífurlegum skaða. Það hefur ekki verið sýnt fram á neinn skaða af þessum fuglum nema að þeir éti brauð af Reykjavíkurtjörn,“ segir Hákon. Í bréfi sem Hákon sendi meðal annars borgarstjóra, umhverfis- ráðherra og Umhverfisstofnun segir hann lyfin sem nota eigi á sílamávana vera hættuleg mönn- um og geta leitt til dauða við inn- töku. Efnin heita Alphachloralose og Seconal. Auk Leirvogshólma hefur verið veitt undanþága til að nota efnin á Garðaholti og í Gálga- hrauni og í Þerney nú í júní. „Fljúgi fuglinn af stað eftir að hafa borðað eitrið þá getur hann bæði ælt eitrinu eða dottið niður hvar sem er. Þannig má vera ljóst að börnum, dýrum og fullorðnum getur stafað hætta af þessari til- raun,“ segir Hákon og furðar sig á að efnin séu ekki prófuð á öruggu svæði áður en tilraunir fari fram í byggð. Varðandi aðstæður í Leir- vogshólma segir Hákon að þang- að sé hægt að ganga á lágfjöru og algengt sé að börn hjóli eða vaði í hólmann. Aðeins séu um 100 metrar frá hólmanum að fjölförn- um göngustíg og íbúðarbyggðin í aðeins 300 metra frá hólmanum. „Hin pólitíska stefna er að við viljum fækka mávi í borgarlandi og minnka ágang hans inn til fólks svo hann hætti að stela mat af grillum og gera mönnum lífið leitt niðri við Tjörn. Þetta höfum við falið meindýraeyðum okkar að gera á sem bestan hátt, sem er ekki skaðlegur fyrir umhverfið og skaðar ekki aðra,“ segir Gísli Marteinn Baldursson, formaður umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkur, og ítrekar að ekkert eigi að gera sem ógni umhverf- inu: „Við hefðum að sjálfsögðu ekki fengið leyfi til að nota þetta svefn- lyf ef það væri hættulegt. Þetta er algerlega viðurkennt lyf og er notað víða um lönd með góðum árangri.“ Mávaeitur á leiksvæði vekur ugg í Grafarvogi Íbúar í Grafarvogi óttast tilraunaverkefni um notkun svefnlyfja gegn sílamávi á leiksvæði barna í Leirvogshólma. Formaður umhverfisráðs segir lyfin viður- kennd. Pólitísk stefna sé að minnka ágang máva sem geri mönnum lífið leitt. Páll, tekurðu vinnuna oft með þér heim? Sumarsýning fyrir alla fjölskylduna um helgina! Jack Kevorkian hefur heitið því að aðstoða aldrei neinn framar við að fremja sjálfsvíg. Hins vegar ætlar hann að berjast fyrir því að aðstoð við sjálfsvíg verði gerð lögleg í Bandaríkjunum. Kevorkian var látinn laus úr fangelsi í gær. Hann er oft kallaður „Dr. Dauði“ vegna þess að á árunum 1990 til 1998 hjálpaði hann 130 manns við að svipta sig lífi. Margir þeirra sem leituðu eftir aðstoð hans voru alvarlega veikir og dauðvona. Hann hlaut dóm fyrir manndráp og hefur afplánað átta ár en var látinn laus vegna góðrar hegðunar í fangelsinu. Heldur áfram baráttu sinni Fimm ungmenni voru flutt á slysadeild til aðhlynningar eftir að bíll valt og lenti utan vegar í Heiðmörk á fjórða tímanum í fyrrinótt. Enginn slasaðist alvarlega. Ökumaðurinn var sautján ára, eins og fjórir farþegar hans. Svo virðist sem hann hafi misst stjórn á bílnum með fyrrgreind- um afleiðingum. Lögregla og sjúkralið var kallað til og ungmennin, sem öll voru í bílbeltum og komust af sjálfs- dáðum úr bílnum, flutt á slysadeild til skoðunar og aðhlynningar. Ekki er talið að um ölvunarakstur hafi verið að ræða. Valt út af vegin- um í Heiðmörk Tilkynnt var um tilnefningar til Grímuverðlaunanna í gær en alls komu áttatíu frumflutt leikverk til álita við tilnefningar árs- ins. Veitt eru verðlaun í sextán flokkum sviðslistar og dreifast þau nokkuð jafnt á fáar sýningar þetta árið. Þær sýningar sem flestar tilnefningar hljóta að þessu sinni eru söngleikurinn Leg í leikstjórn Stefáns Jónssonar sem Þjóðleikhúsið sýnir, leikrit Birgis Sigurðssonar Dagur vonar sem Leikfélag Reykjavíkur setur upp í leik- stjórn Hilmis Snæs Guðnasonar og verkið Killer Joe eftir Tracy Letts sem Leikhúsið Ská- máni sýndi í leikstjórn Stefáns Baldurssonar í Borgarleikhúsinu. Þrjár barnasýningar Þjóðleikhússins eru til- nefndar; Pétur og Úlfurinn, Sitji guðs englar og sýningin um Skoppu og Skrítlu en í þeim til- nefningaflokki er einnig að finna sýningu Leik- félags Akureyrar á Karíusi og Baktusi og söng- leikinn Abbababb! í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Leiklistarsamband Íslands, heildarsamtök sviðslista á Íslandi, stendur að Grímunni, sem er einnig uppskeruhátíð leiklistarinnar og hald- in í lok hvers leikárs. Á hátíðinni eru sviðsverk og útvarpsverk verðlaunuð og listamönnum veittar viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur á liðnu leikári. Gríman verður afhent í fimmta sinn við hátíð- lega athöfn föstudaginn 15. júní í Íslensku óper- unni. Forseti Íslands afhendir þá jafnframt heiðursverðlaun Leiklistarsambands Íslands þeim einstaklingi er þykir hafa skilað framúr- skarandi ævistarfi í þágu leiklistar. Leg, Dagur vonar og Killer Joe tilnefnd Eysteinn Helgason, framkvæmdastjóri Kaupáss, segir nýjasta hefti Ísafoldar hafa verið fjarlægt úr verslunum Kaupáss vegna þess það seldist ekki nægi- lega vel. Af og frá sé að Kaupás vilji koma í veg fyrir umfjöllun um mansal og aðkomu bæjarstjórans í Kópavogi að slíkri starfsemi á Íslandi eins og Jón Trausti Reynis- son, ritstjóri Ísafoldar, telur að ástæðan sé. „Ég hef ekki séð blaðið, þetta tengist efnistökum þess ekki neitt,“ segir Eysteinn. Hann segir Kaupás ekki gefa upp sölutölur á blaðinu. „En allavega þá stóð það ekki undir væntingum,“ segir hann. Forsvarsmenn Ísafoldar telja þær röksemdir ekki standast. „Við höfum sölutölur sem sýna að Ísa- fold er eitt mest selda tímarit verslana Kaupáss,“ segir Jón Trausti. Brá hann á það ráð að selja tímaritið í lausasölu fyrir utan verslanir Kaupáss í gær, ásamt ábyrgðarmanni blaðsins og fram- kvæmdastjóra útgáfufélagsins Birtings. Sögðu þeir það vera tákn- rænan stað þar sem Kópavogur væri vígvöllur baráttunnar gegn mansali en í blaðinu er grein um stúlkurnar á Goldfinger og tengsl Gunnars I. Birgissonar, bæjar- stjóra Kópavogs, við Ásgeir Davíðs- son, eiganda staðarins. Segir af og frá að Kaupás vilji þagga umfjöllun um mansal Veðurstofa Íslands hefur tekið nýjan vef í notkun. Var hann formlega opnaður á Veðurstofu Íslands af Þórunni Sveinbjarnardóttur umhverfis- ráðherra á miðvikudaginn. Helgi Borg verkefnastjóri segir hönnun vefsins taka mið af auknum kröfum um myndræna framsetningu. „Mikilvægt er að veðurupplýsingar séu nákvæmar og sem aðgengilegastar fyrir notendur. Við reiknum með að vefurinn fái aðgengisvottun innan skamms í samræmi við stefnu stjórnvalda sem þýðir að blindir, sjónskertir og hreyfihamlaðir muni einnig njóta góðs vefnum,“ segir Helgi. Nákvæmur og aðgengilegur „Þetta mál varðar portúgalskan almenning og því er það skylda ríkistjórnar- innar að reyna að skoða þetta með eigin augum,“ segir sendiherra Portúgals, sem hélt til Kára- hnjúka í gær til að kanna aðstæður landa sinna. Sendi- herrann, João António da Silveira de Lima Pimentel, kom til landsins í fyrradag og ræddi við félagsmálaráð- herra. Hann vildi ekki tjá sig um niðurstöður sínar, því fyrst þyrfti að fara yfir þær með portúgölsk- um stjórnvöldum. Félagsmálaráðherra hefur falið Vinnueftirlitinu að gera úttekt á meintri kynferðislegri áreitni á svæðinu, í kjölfar ásakana fyrrum starfsmanna. Skylda ríkisins að rannsaka

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.