Fréttablaðið - 02.06.2007, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 02.06.2007, Blaðsíða 34
B areigendur í Reykja- vík segjast margir uggandi yfir kom- andi reykingabanni. Meðan einhverj- ir hyggjast fjár- festa í hitalömpum og byggja ein- hvers konar skjólveggi utandyra hafa aðrir ekki tök á slíku og telja það einnig vafasamt að þeir muni fá slíka aðstöðu samþykkta, til að mynda með tilliti til reglugerða um hávaða. Guðmundur Magnússon, sem rekur Næsta bar, segist ekki vera með neinn viðbúnað í bígerð held- ur ætla að bíða og sjá og spila framhaldið svo eftir eyranu. Stað- urinn verði vitaskuld reyklaus og ekki standi til að ráða auka dyra- verði til að hleypa fólki út til að reykja enda lítil aðstaða þar fyrir utan. „Þetta er í rauninni allt frem- ur sorglegt því ástandið var farið að þróast í þá átt að einhverjir voru farnir að banna alfarið reyk- ingar á stöðunum sínum á meðan aðrir leyfðu þær. En það var grip- ið inn í þá þróun og og ríkið virðist líta á það sem skyldu sína að ala upp fullorðið fólk,“ sagði Magnús. Nokkru ofar, á öldurhúsinu Prik- inu, hefur verið reykt frá árinu 1951. Eigandi Priksins, Guð- finnur Karlsson, segir að stefn- an sé sú að útbúa einhverja að- stöðu í porti bak við Prikið þang- að sem reykingamenn geti farið út að reykja. Hann hafi betri að- stöðu en margir þar sem portið sé alveg lokað svo reykinga- menn þurfa ekki að standa í stappi við fólkið sem stendur fyrir utan staðinn. „Ég hugsa að fæstir séu búnir að fullmóta með sér hvernig og hvort þeir ætli að koma fyrir einhverri aðstöðu ut- andyra. Það veit enginn hvað mun gerast, hvort aðsókn minnk- ar eða hvort fólk heldur áfram að koma í sama mæli og minnki þá annað hvort reykingarnar eða verði á stöðugu flakki út og inn af staðnum til að reykja.“ Lögum samkvæmt má ekki taka drykki með sér út þannig að gestir munu þurfa að klára úr glösunum eða skilja drykkina eftir inni. „Flestir sjá fyrir sér að þurfa að bæta við starfsmönnum til að hleypa gest- um út til að reykja og sú lægð sem skapast getur næstu mánuði hvað veltu staðanna varðar getur haft dýrkeypt áhrif hjá mörgum. Það er ekki víst að allir ráði við það að missa af tekjum, jafnvel þótt tímabundið sé. Margir bar- eigendur vinna sjálfir dag og nótt á staðnum til að ná endum saman og því má lítið bregða út af.“ Það er fleira en reglugerð um reykingabann sem taka þarf til- lit til þegar staðir fara að hleypa gestum sínum út til að reykja. Á skemmtistaðnum Ólíver eru svalir á efri hæðinni en vegna reglugerð- ar um hávaða mega gestir staðar- ins ekki vera úti á svölunum nema fyrri part kvölds. Eftir það er það ólöglegt. Sama má segja um port- ið hjá Prikinu, en þar verður að koma í ljós hvort hávaðareglu- gerðir nái að svæla reykingamenn burt. Þá eru gangstéttirnar eftir en þangað geta gestir alltaf farið og reykt og reynt svo að komast inn á staðinn aftur. Rekstrarstjóri Kaffibarsins, Árni Einar Birgis- son, segir að þar muni gangstéttin fyrir utan líklega verða vinsæl til reykinga og hann muni ráða fleiri dyraverði á staðinn til að hleypa fólki út og inn að reykja sem og að fylgjast með þeim sem bíða í röðinni. Víst er að á stað eins og Kaffibarnum, þar sem fyrir bannið var mikil þröng á þingi þegar gestir reyndu æstir komast inn á staðinn, má búast við miklu havaríi. „Yfirvöld gáfu eigendum staðanna í raun ekkert svigrúm til að skapa reykingasvæði utandyra og flestir virðast vera upp á gang- stéttina komnir. Það eru kannski einstaka staðir sem ekki eru í miðri íbúabyggð sem munu geta nýtt sér sín port ef slíkt er fyrir hendi,“ útskýrir Arnar. Skemmti- staðurinn Barinn á Laugavegi 22 er háður sömu annmörkum og segist rekstrarstjórinn þar einnig munu bæta við dyravörðum. Á Ólíver mun líklega einnig verða bætt við dyravarðaflot- ann að sögn eigandans, Arnars Þórs Gíslasonar. Arnar er ásamt eiganda Vegamóta og Ölstof- unnar nýkominn úr ferð til Sví- þjóðar þar sem þeir kynntu sér aðstæður á sænskum reyklaus- um skemmtistöðum en þar er þó aðeins betur búið að reykinga- mönnum þar sem minni staðirnir mega hafa sérstök reykherbergi. Þó má ekki fara með drykki þangað inn. Ekki var mikil ásókn í reykingarnar í Svíþjóð en á stærri stöðum hleyptu dyra- verðir reykingafólki út í holl- um. Arnar segist fremur bjart- sýnn á að aðsókn haldist sú sama og jafnvel að nýir kúnnar bæt- ist í hópinn. Athvarf reykinga- mannanna sé fyrst og fremst gangstéttin fyrir utan. Óli Már Ólason, eigandi Vegamóta, segir að fram eftir kvöldi að minnsta kosti verði hitalampar úti í porti á staðnum. Þar sé líka skjólvegg- ur og svo geti gestir fengið lánuð teppi. Vegamót eru því í ágæt- um málum hvað reykingagest- ina varðar en eftir klukkan tíu á kvöldin segist Óli Már þurfa að taka hitalampana inn sem og stólana og þá fara reykingamenn út á stétt að reykja líkt og ann- ars staðar. Einhverjir ætla að freista þess að útbúa sérstök reykingaskýli í samræmi við reglugerðir um hvernig slík skýli mega vera, en samkvæmt reglugerðinni verður svæðið að vera úti undir beru lofti og opið að 1/4 hluta ef svæðið er undir föstu eða færanlegu þaki. Kormákur Geirharðsson segist vera með eitt skýli á teikniborð- inu og vonast til að fá það sam- þykkt hjá Heilbrigðisstofnun. Á Rex munu menn nýta sér port sem er í eigu staðarins og láta reyna á að bjóða reykingamönnum þang- að út. Planið er að koma þar fyrir hitalömpum og útbúa huggulega aðstöðu þar sem reykingamönn- um verður hleypt inn og út í holl- um. Flestir renna þó blint í sjóinn og fæstir vilja fjárfesta í dýrum búnaði fyrr en einhver reynsla er komin á reykingabannið. Verður spennandi að fylgjast með hvernig reykingamenn borgarinnar munu taka banninu og hvort stymping- ar eigi eftir að verða milli þeirra og hinna sem bíða óþreyjufullir í biðröðunum. Út á guð og gaddinn Reykingamenn hafa kvatt síðasta knæpusmókinn. Nú stendur fátt annað til boða en að standa úti á stétt og hnipra sig saman í bræðralagi reykinga- manna. Júlía Margrét Alexandersdóttir heyrði í nokkrum bareigendum, sem flestir segjast ósáttir við bannið. Hitalampar, teppi og aukin dyravarsla er það sem koma skal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.