Fréttablaðið - 02.06.2007, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 02.06.2007, Blaðsíða 18
greinar@frettabladid.is Það eru gömul sannindi að alla langar til að hafa skoðanir en engan langar til að vera óvin- sæll. Þess vegna er freistandi að koma sér upp skoðunum sem eru ákveðnar en stuða þó engan og best af öllu er að vera skeleggur í tali um það sem allir eru á móti — að minnsta kosti í orði. Þess vegna segi ég: Burt með fíkni- efnadjöfulinn. Á bak við jafn einarða afstöðu getur þó stundum falist tvískinn- ungur. Margir telja sig vera á móti fíkniefnum en neyta samt einhvers konar vímugjafa. Sjálf- ur neyti ég áfengis öðru hvoru – líkt og þorri landsmanna. Ég hef líka tekið verkjatöflur og alls konar lyf sem eru eðlisskyld fíkniefnum. Hversu einlæg er þá andúðin á fíkniefnadjöflinum? Er maður ekki fyrst og fremst á móti vímugjöfum annarra? Um þessi mánaðamót vannst mikilvæg orusta í stríðinu við fíkniefnadjöfulinn þegar reyk- ingar á veitingahúsum og skemmtistöðum voru bannað- ar. Þetta bann markar nokkur tímamót og sýnir að mikið vatn hefur runnið til sjávar í barátt- unni við reykingar. Þessi barátta hófst af krafti fyrir um 40 árum og vopnið var fyrst og fremst eitt fyrstu áratugina: Áróður og meiri áróður. Með blöðum eins og Æskunni og Takmarki drakk maður í sig andúð í reykingum. En áróðurinn virkaði ekkert sér- staklega vel. Hlutfall reykinga- fólks fer vissulega minnkandi á Íslandi en þó afar hægt. Nú er gripið til annarra vopna í barátt- unni gegn sígarettufíkn. Núna gilda boð og bönn. Þetta þarf ekki að koma á óvart. Á 19. öld hafði stór hluti landsmanna áhyggjur af of- neyslu áfengis og áhrifum henn- ar – ekki ólíkt því sem núna gildir um reykingar og óbeinar reykingar. Gripið var til áfeng- isbanns að frumkvæði lýðræð- islegra grasrótarsamtaka sem mörkuðu að ýmsu leyti tímamót í félagsstarfi á Íslandi. Nánar má lesa um þetta í nýlegri grein Svans Kristjánssonar í tímarit- inu Sögu. Áfengisbannið naut mikils stuðnings meðal þjóðarinnar á sínum tíma en síðan veiktist stuðningurinn. Fólk hélt áfram að drekka þrátt fyrir bannið og það var að mestu leyti fellt úr gildi 1935. Drykkja fór þá vax- andi en stjórnvöld reyndu að halda aftur af henni, t.d. með einkasölu á áfengi. Almenningur barðist fyrir lokun vínbúða víða um land og hlutu tillögur um slíkt iðulega stuðning meirihlut- ans. Lögleiðing bjórs árið 1989 markaði svo tímamót og má jafn- vel finna fólk sem fyllist lotn- ingu við tilhugsunina um það – eins og margir hugsjónamenn litu á lögleiðingu áfengisbanns fyrir tæpri öld síðan. Undanfarin 40-50 ár hefur við- nám við áfengisneyslu verið á undanhaldi – jafnhliða því að áróðurinn gegn reykingum hefur aukist. Á sama tíma hefur áfengisneysla farið stöðugt vax- andi og er ekki ennþá séð fyrir endann á þeirri þróun. Félags- samtök sem berjast gegn of- neyslu áfengis hafa sprottið upp eins og gorkúlur, AA, SÁA og fleiri samtök af því. Samt sem áður fer neyslan vaxandi. Áróð- urinn virkar þannig ekkert sér- staklega vel. Fáir aðhyllast á hinn bóginn aukin boð og bönn í áfengismálum – þvert á móti. Reynslan af áfengisbanninu 1908-1934 þykir hafa sýnt að þau virki ekki. En það er engu líkara en áfengi og tóbak séu tveir algjör- lega andstæðir hlutir. Sama fólk og sér enga aðra lausn en algjört bann við reykingum á opinber- um stöðum er kannski hlynnt áfengissölu í matvörubúðum og samkeppni í smásölu á áfengi. Vissulega er ákveðinn munur á áfengisneyslu og tóbaks- neyslu því að auðvelt er að sýna fram á skaðsemi óbeinna reyk- inga. En hvernig er með óbeina drykkju? Eru ekki til fórnar- lömb annarra manna drykkju? Til dæmis eiginkonur, eiginmenn og börn? Hvernig er staða þessa fólks í umræðu um áfengismál, miðað við t.d. fólk sem vinnur á skemmtistöðum? Áfengisbannið á Íslandi á fyrri hluta 20. aldar hafði ekki þau áhrif sem að var stefnt. Munu þá bönnin virka í baráttunni við tóbakið? Hvers vegna trúum við á þau þar en ekki þegar kemur að áfenginu? Við því eru engin einföld svör og svo virðist sem að tískusveiflur ráði miklu í bar- áttunni við fíkniefnin. Hættan er bara sú að þær ráði of miklu. Vímuefnavandinn Um þessi mánaðamót vannst mikilvæg orusta í stríðinu við fíkniefnadjöfulinn þegar reykingar á veitingahúsum og skemmtistöðum voru bannað- ar. Þetta bann markar nokkur tímamót og sýnir að mikið vatn hefur runnið til sjávar í baráttunni við reykingar. Hver fann þá vitleysu upp, að nagla-dekk ættu að fara undan bílum á vorin að viðlögðum sektum þótt enn væri oft næturfrost og því víða glerhál frost- himna á götum í upphafi dags. Naglarnir komnir undan og bíllinn stjórnlaus. Svona verða bílslysin. Þegar þetta er skrifað 21. maí 2007 stendur í Textavarpinu: „Þrjú umferðar- slys urðu á Reykjanesbraut í nótt og í morgun vegna krapa á veginum.“ Nú vaknar sú spurning hvort einhver þessara bílaeigenda hafi hlustað á áskoranir yfirvalda eða hótanir um sektir og tekið naglana undan strax og því naglalausir í hálkunni í nótt og morgun. Sumir þessir ökumenn lentu á sjúkrahúsi. Sagt var frá hálku á fleiri vegum og þar misstu menn bíla líka útaf í frosthálkunni með tilheyrandi slysum. Burtséð frá öllum opinberum reglum virðist það „common sence“ eða heilbrigð skynsemi að hafa nagla á dekkjum meðan von er á hættulegri frosthálku á vegum. Það var ljóst í nótt og morgun með fjölda hálkuslysa víða á vegum. Grundvallarregla bifreiðalaga segir okkur, að bannað sé og refsivert að aka bifreið, nema ökumaður hafi fulla stjórn á bifreiðinni. Það er því refsivert af hálfu yfirvalda að skipa fólki að taka nagla- dekkin undan og svo lendir fólk í frosti og hálkuslysi og endar á sjúkrahúsi. Þetta ætti Ríkissaksóknari að athuga og ákæra þá sem valda alvarlegum slys- um með því að skipa fólki að taka nagla- dekkin undan því enn sé frost um nætur með til- heyrandi glerhálum hálkublettum á vegum. Frost- ið getur verið hættulegra en brennivínið. Drukkinn ökumaður er álíka hættulegur sjálfum sér og öðrum, eins og sá sem ekur á naglalausum dekkj- um í glerhálku og frosti á vegum. Báðir brjóta bif- reiðalög segir þessi lögmaður og greinahöfundur. Þetta verður að laga áður en fleiri slasa sig eða drepa. Oft bæði sig og aðra. Vitið verður að ráða. Fækkum slysunum. Höfndur er hæstaréttarlögmaður. Nagladekkin bjarga mannslífum Þ að var efalítið eftirsjá að byggðinni í Haganesvík og örlög Djúpuvíkur á Ströndum hafa eflaust valdið margri hugarvíl. Staðreyndin varð ekki umflúin. Síldin hvarf og um leið og þessar byggðir hurfu urðu aðrar eins og Siglufjörður eða Raufarhöfn ekki svipur hjá sjón. Breyttir atvinnuhættir valda röskun á högum fólks. Flateyri stendur frammi fyrir erfiðleikum núna og vel má vera að ótti Vestmannaeyinga gagnvart rausnarlegra tilboði í hlutabréf Vinnslustöðvarinnar sé á rökum reistur. Það breytir hins vegar litlu um að sú þróun sem við höfum horft upp á undanfarin ár verður ekki stöðvuð. Henni verður kannski seinkað, en fátt mun geta stöðvað hana nema við veljum það með einhverjum hætti að borga með deyjandi at- vinnuháttum. Við hefðum eflaust líka getað valið að halda í forna búskaparhætti og forða þeirri vélvæðingu sem fækk- aði stórlega í sveitum landsins á sínum tíma. Slíkt hefði auð- vitað skilið okkur eftir á annarri öld og utan alls samhengis við lönd sem við viljum bera okkur saman við. Hagræðing og breytingar á atvinnuháttum eru ekki sárs- aukalausar, en óhjákvæmilegar. Á þetta hafa margir bent, nú síðast Benedikt Jóhannesson, forstjóri Talnakönnunar. Þróun í sjávarútvegi hefur verið með þeim hætti að færri og stærri skip veiða aflann og færri hendur þarf til að vinna hann. Til þess að fjárfesting í stórum skipum og sjálfvirkum vinnslu- línum borgi sig þarf visst aflamagn. Kvótakerfið með fram- salsheimildum býr til markað fyrir slíkt og leiðir til þess að óhagkvæmar rekstrareiningar heltast úr lestinni og hagkvæm- ustu fyrirtækin kaupa aflaheimildirnar. Markaðsvæðing aflaheimilda í gegnum sölu aflaheimilda með veiðigjaldsaðferð myndi hafa nákvæmlega sama í för með sér. Þeir hæfustu lifa af. Enda þótt full ástæða sé til að hafa samúð með því fólki sem þróunin sviptir vinnunni er engu að síður nauðsynlegt að horfast í augu við staðreyndir. Samkeppni við fiskvinnslu annars staðar, svo sem í Kína, mun þýða að fiskvinnsla á Ís- landi á ekki möguleika ef greinin á að standa undir lífskjör- um sem eru einhvers staðar í námunda við núverandi lífs- kjör. Rækjubrauðsneið á veitingastað í Kaupmannahöfn er með Norðursjávarrækju sem landað er á Jótlandi, þaðan er ekið með hana til Póllands og hún send pilluð til baka til Kaupmannahafnar. Þetta eru staðreyndirnar sem blasa við. Mótbárur við þessari þróun eru oft á rómantískum grunni fremur en raun- sæjum. Afnám kvótakerfis myndi engu breyta um þróunina. Hitt er svo gild spurning hvernig stjórnvöld eigi að bregðast við til að valda því fólki sem er fórnarlömb breytinganna sem minnstu tjóni. Byggð og atvinnu- hættir breytast Viltu fisk? Hátíð hafsins edda.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.