Fréttablaðið - 02.06.2007, Blaðsíða 90
Draumar geta stundum
virst raunverulegir. Sennilega fer
það allt eftir hugarástandinu sem
knýr þá áfram. Mitt hugarástand
er nokkuð rysjótt undanfarið enda
höfðum við í Carbonero-liðinu
tapað fyrir nágrannaþorpi einu,
sem þótti mikil hneisa. Sumir
kenna rauðu varabúningunum um
en að þessu sinni þurftum við að
leika í þeim. Svo hafði ég reynt
vikum saman að fá miða á Sant-
iago Bernabéu, leikvang Real
Madrid. Hverja helgina á eftir
annarri fékk ég svo upphringingu
frá Fernando de Frutos, forseta
stuðningsmannaliðs Real Madrid í
Segovia; „því miður Jón minn, það
er bara allt frátekið.“
Nú er tímabilið nær á enda og
fátt annað að gera en að láta sig
dreyma. Meðan línur eru löngu
orðnar skýrar víðast hvar í Evrópu
er spænska deildin enn í járnum.
Real Madrid og Barcelona eru jöfn
í efsta sæti og Sevilla, sem leik-
ið hefur liða best í vetur, kemur
þar þremur stigum á eftir. Hvern-
ig sem þetta fer mun það minna á
grískan harmleik og mig dreymir
um að fylgjast með dramanu.
Þá hringir Fernando í mig og
segist hafa einn miða og býður
mér meira að segja far til Madr-
ídar á Bensanum. „Það er aldeilis
gangur í Madrídingum núna,“ segi
ég þegar ég stíg upp í Bensann,
til í að hefja samræðurnar. „Já,
ég var að tala við Sergio Ramos
um daginn og hann segir að það
sé mikill andi í mönnum núna,“
segir Fernando ákveðinn. „Það
er sennilegast gæfa Real Madr-
id að þó að við séum með mikið af
stjörnum og samkeppnin sé mikil
hefur okkur tekist að halda góðum
liðsanda. Ekki eins og í Barcelona
þar sem Eto´o rýkur annað slagið í
fjölmiðla til að kvarta yfir dekrinu
sem Ronaldinho býr við hjá félag-
inu.“ Ég kyngdi meðan ég velti
fyrir mér hvort ég ætti að biðja að
heilsa Sergio Ramos.
„En það er ekki að marka allt
sem sagt er í fjölmiðlum,“ hélt
Fernando áfram. „Til dæmis er
alltaf verið að gera því skóna
að leikmenn Barcelona og Real
Madrid séu svo miklir óvinir en
það er bara rugl. Til dæmis eru
Xavi, miðjumaður Barcelona, og
Casillas, markvörður Madrídar,
bestu vinir og eiga meira að segja
saman fyrirtæki.“
Fernando talar um þessa kappa
líkt og um bekkjarbræður sé að
ræða enda eru forsetar stuðnings-
mannafélaganna venjulega inn-
vígðir í sjálft knattspyrnufélagið.
Ímyndin sem ég hafði um þessa
kappa breyttist því nokkuð í Bens-
anum. Capello þjálfari sem virðist
alltaf vera eins og naut í flagi er
víst afar skemmtilegur og mikill
nautnaseggur að sögn Fernandos.
Hann er tíður gestur á nautaats-
sýningum og á bestu veitingastöð-
um þar sem hann vill aðeins bestu
vín á borð. Diarra er víst alveg
jafn alvarlegur og hann virðist
vera í sjónvarpinu.
Beckham er fyndinn og tekur sig
ekki eins alvarlega og halda mætti
en hann er gríðarlegur keppnis-
maður. Það kom mér reyndar ekki
svo á óvart því einhver töggur
hlýtur að vera í manni sem var
dæmdur úr leik bæði hjá landslið-
inu og hjá Real Madrid en tekur
þá við sér eftir að hafa horft á fé-
laga sína úr stúkunni og er nú lykil-
maðurinn í Madrid, sem hrokkið
hefur í gang eftir endurkomu
kappans. Meira að segja landsliðs-
þjálfarinn er búinn að hringja í
hann og bjóða honum sjöuna.
„Í þessari stúku þarna uppi sat
Beckham oftast þegar Capello
setti hann út í kuldann,“ segir
Fernando og bendir uppi í einka-
stúku eina þegar við erum sestir
til sætis á Bernabéu. Allt var
alveg jafn óraunverulegt og það á
að vera í draumi. Meira að segja
andstæðingarnir í Deportivo virt-
ust aðeins lélegri en í raunveru-
leikanum. Þá hringir sambýliskon-
an í mig; „Ég trúi því ekki að þú
hafir sett hvítu skyrturnar mínar
í þvottinn með rauða Carbonero-
varabúningnum,“ öskraði hún. Og
ég sem hélt mig vera að dreyma!
Jón Sigurður Eyjólfsson, fréttaritari Fréttablaðsins á Spáni, uppfyllti langþráðan draum um síðustu helgi
þegar hann komst inn á Santiago Bernabéu í Madríd. Þar sá hann konungsliðið leggja Deportivo la Coruña
í leik þar sem David Beckham stal senunni. Madrídarliðið stendur vel að vígi fyrir lokabaráttuna.
Ólafur Kristjánsson,
þjálfari Breiðabliks, hefur fengið
til sín markmann frá Danmörku í
stað Hjörvars Hafliðasonar sem
er á leið í aðgerð. Sá heitir Casper
Jacobsen og gerði samning til 30.
ágúst en hann kemur frá AaB í
Danmörku þar sem Ólafur var að-
stoðarþjálfari á sínum tíma.
Hjörvar þarf að fara í aðgerð á
liðþófa og var Ólafur ekki tilbú-
inn að leggja ábyrgðina á herðar
hins sautján ára gamla Vignis Jó-
hannssonar. Jacobsen er 27 ára og
á að baki einn leik með U21 árs
landsliði Dana.
Hjörvar á leið í
aðgerð
Ítalski þjálfarinn Claudio
Ranieri hefur sagt starfi sínu sem
þjálfari Parma lausu. Ranieri tók
við liðinu í febrúar síðastliðn-
um en þá var það í vondri stöðu
en undir stjórn Ranieris bjargaði
liðið sér frá falli.
Fastlega er búist við því að
þessi fyrrverandi stjóri Chelsea
verði ráðinn stjóri Manchester
City innan skamms en City rak
Stuart Pearce á dögunum.
Talinn taka við
Man. City