Fréttablaðið - 02.06.2007, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 02.06.2007, Blaðsíða 72
Hvað heldur fyrir þér vöku á nót- unni? Það að ég þurfi að vakna snemma næsta dag. Hvaða orð eða frasa ofnot- arðu? Ég man hreinlega ekki eftir neinu. Hvað er skemmtilegast að gera í öllum heiminum? Dansa. Nefndu þrjú áhugamál/tóm- stundagaman sem þú gætir hugs- að þér að sinna í ellinni: Ferðalög, læra frönsku almennilega, byrja að spila aftur á píanóið. Til hvaða staðar í heiminum langar þig mest af öllu til að ferð- ast? Það breytist eftir skapi. Ný- lega var ég næstum farin til Ind- lands og er þar af leiðandi heit fyrir því núna. Hvert er mesta orkuvandamál heimsins? Það er tvískipt. Í fyrsta lagi hefur um þriðjungur heims- búa ekki aðgang að rafmagni en það mun breytast í þá átt að fleiri og fleiri munu njóta rafmagns. Hitt er svo að brennsla jarðefna- eldsneytis til rafmagnsfram- leiðslu er ein helsta orsök lofts- lagsbreytinga. Því þarf að breyta orkunotkun heimsins á hraðan og markvissan hátt. Hvernig getur Ísland tekið þátt í lausninni? Við erum í kjöraðstæðum til að miðla þekkingu okkur til ann- arra landa, sérstaklega hvað jarð- hitaþekkingu okkar varðar. Í dag er nýting á jarðvarmaafli heims- ins aðeins örfáar prósentur og er það vegna skorts á þekkingu og fjármagni. Hér á Íslandi höfum við haft þekkingu í áratugi og nú nýlega fórum við að eignast ein- hverja aura líka og getum þar með tekið þátt í fjárfestingum og í þeim breytingum sem fram undan eru í heiminum. Býr Ísland yfir miklum jarðhita samanborið við önnur lönd? Ísland er eitt af þeim 55 löndum sem eru á jarðhitasvæði og lukka okkar er sú að háhitasvæði eru víða á land- inu. Hins vegar erum við lítið land, og stærri lönd, svo sem Indónesía og Bandaríkin, búa yfir margfalt meiri jarðhita en við. Bandaríkin framleiða mun meira rafmagn úr jarðvarma en við en Indónesíu- menn eru að stíga fyrstu skref í að nýta sín svæði almennilega. Þó eru þeir nú þegar farnir að fram- leiða meira rafmagn úr jarðhita en Ísland. Enn sem fyrr er Ísland þó með allra þjóða hæst hlutfall endurnýjanlegrar orku. Hver er mesta hetja mannkyns- sögunnar að þínu mati? Gandhi. Eftirlætisskyndibitinn þinn: Stór Sicilian-sneið frá Sal’s Pizza á Manhattan. Hvað gerir þú til að slappa af? Syndi nokkrar ferðir og fer í heita pottinn. Hver er ofmetnasta bíómynd sem þú hefur séð? Ætlaði að vera voða menningar- leg og horfa á Easy Rider um dag- inn. Ég neyddist til að slökkva á henni, hún var algjör brandari. Hver er þín mesta nautn? Get ekki valið milli matar og tónlist- ar. Tekurðu þátt í getraunum eða happadrætti? Alls ekki. Eftirlætismálsháttur: Meira vinnur vit en strit. Á hvaða tímabili í lífinu varstu hallærislegust? Þegar mamma var hætt að klæða mig en sjálf var ég ekki komin með vit á samsetn- ingu fata eða klæðaburði. Man til dæmis alveg eftir því að hafa verið í kuldaskóm og stuttbuxum svona 12 ára og fundist það vera bara allt í lagi. Kannski er það ágætt að hafa verið upptekin af öðru á þessum tíma. Hver er skemmtilegasti bíl- túr sem þú hefur farið í? Ég er svo mikið orkunörd að ég fer allt- af með erlenda gesti á Nesja- velli. Mér finnst leiðin sem liggur sunnan við Úlfarsfell með- fram Hafravatni alveg svakalega skemmtileg keyrsla. Og svo endar maður á þessum yndislega útsýnis- stað þar sem sést yfir virkjunina. Hefurðu lamið einhvern? Mig hefur oft langað til þess en aldrei gert það. Ja, fyrir utan eldri bróður minn sem átti það senni- lega skilið. Nefndu þrjár frægar persón- ur sem þú myndir fá til að skipu- leggja brúðkaupið þitt: Ólaf Elías- son, Donatellu Versace og mömmu (ekki fræg). Nefndu þrjú orð úr mesta leynd- armáli þínu. Og, en og þá. Hvaða draum dreymir þig aftur og aftur? Mig hefur oft dreymt að ég sé að missa ung- barn úr fanginu sem er ýmist frænka eða barn vinkonu eða það ungbarn sem er mest náið mér á þeim tíma. Sama hvernig ég held á barninu, það nær alltaf að renna úr greipum mér. Svo dettur það á gólfið og ég tek það upp og reyni að breyta gripinu en það dettur aftur. Hræðilegur draumur sem mig hefur sem betur fer ekki dreymt lengi. Hvers konar myndlist höfðar til þín? Ég hef ávallt haft frek- ar sterkar skoðanir á mynd- list, en hef einhvern veginn ekki orðaforðann til að útskýra þær kenndir. Geysir Green Energy er nýtt íslenskt fjárfestingarfyrirtæki sem sérhæfir sig í að fjármagna jarðvarma- verkefni víðs vegar um heiminn. Auður Nanna Baldvinsdóttir er forstöðumaður markaðsmála fyrirtækisins og segir hún að Íslendingar eigi mikla möguleika á að nýta áratuga þekkingu sína á heimsvísu. Auði Nönnu var skellt í þriðju gráðu yfirheyrslu. Orkunörd með ást á Nesjavöllum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.