Fréttablaðið - 02.06.2007, Blaðsíða 88

Fréttablaðið - 02.06.2007, Blaðsíða 88
 „Þetta er einn af þeim fáu leikjum þar sem við teljumst fyrir fram vera sigurstranglegri aðil- inn,“ sagði Eiður Smári Guðjohn- sen, fyrirliði íslenska landsliðsins sem mætir Liechtenstein í dag á Laugardalsvellinum. Leikurinn er liður í undankeppni EM 2008. Eiður bendir þó á að þessi styrk- leikamunur á „pappírnum“ segi þó ekki endilega alla söguna. „Stundum er það þannig að við eigum að vinna leiki þar sem við erum fyrir fram ekki taldir sigur- stranglegri aðilinn. Við skulum því fara varlega í slíkar yfirlýsingar. Gegn Spáni voru menn til að mynda svekktir með að ná ekki stigi úr leiknum þó svo að við höfum verið undir pressu allan leikinn.“ Hann gerir sér þó grein fyrir því að stuðningsmenn íslenska landsliðsins ætlist til þess að Ísland vinni leikinn í dag. „Fyrst og fremst þurfum við sjálfir að setja þessa pressu á okkur. Við vitum vel að undanfarið höfum við ekki sýnt hvað í okkur býr og við þurfum nú að ná því besta úr okkur. Vonandi ætti það að duga til.“ Eiður hefur undanfarnar vikur og mánuði lítið fengið að spila með Barcelona og spurður hvort hann hlakki til að fá að spilan heilan leik í dag svarar hann því játandi. „Ég veit ekkert skemmtilegra en að spila fótbolta og vil ég því helst fá að spila hverju einustu mínútu sem í boði er. Það er langt síðan ég spilað heilar níutíu mín- útur og vil ég fyrst og fremst fá að njóta mín á vellinum og von- andi leggja mitt af mörkum svo að niðurstaðan úr leiknum verði góð.“ Eiður Smári Guðjohnsen landsliðsfyrirliði segir að þó svo að íslenska liðið eigi að teljast sigurstranglegri aðil- inn gegn Liechtenstein í dag á pappírnum segi það ekki alla söguna. Allt annað en sigur yrði þó slæm úrslit. Jafntefli yrðu mjög góð úrslit fyrir okkur Ragnar Óskarsson skoraði 11 mörk í lokaumferð frönsku deildarinnar í gær þegar hann og félagar hans í Ivry tryggðu sér meistaratitilinn með 42-29 sigri á Villeurbanne. Ragn- ar tryggði sér markakóngstitil- inn með því að skora 11 mörk út aðeins 13 skotum en hann skoraði 168 mörk eða 6,7 í leik. Meistari og markakóngur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.