Fréttablaðið - 02.06.2007, Blaðsíða 84
Íslenskum knattspyrnuáhuga-
mönnum frá því um miðja síð-
ustu öld bregður fyrir í nýjasta
tölublaði bandaríska tímaritsins
National Geographic. Myndin,
sem birtist í dálki sem kallað-
ur er minningarbrot eða „flash-
back“, var líklega tekin í kring-
um 1943 og sýnir tólf manns
standa á reiðhjólum gægjast yfir
grindverk til að fylgjast með
breskum knattspyrnumönnum
að leik.
Í texta sem fylgir myndinni er
lítillega fjallað um hlutverk Ís-
lands í seinni heimsstyrjöldinni.
Þá er sagt þar að fótbolti hafi
ekki komið hingað til lands fyrr
en fimmtíu árum áður en mynd-
in var tekin og hafi strax notið
gríðarlegra vinsælda. Íslenska
karlalandsliðinu hafi hins vegar
aldrei tekist að tryggja sér sæti í
lokakeppni heimsmeistaramóts-
ins á meðan íslenska kvenna-
landsliðið sé í hópi þeirra tut-
tugu bestu.
Myndina tók William McGreal
og var hún líklega tekin við
gamla Melavöllinn.
Melavöllurinn í
National Geographic
Þúsundþjalasmiðnum og
ofurbloggaranum Þórdísi
Gísladóttur svelgdist á
kaffinu þegar hún sat á
veitingastaðnum Barnum
í miðbæ Reykjavíkur á
fimmtudaginn. Framhjá
henni gekk nefnilega engin
önnur en Noregsprinsessan
Mette-Marit ásamt syni
sínum Mariusi.
„Hún gekk framhjá glugg-
anum og ég tók eftir því
hversu fín hún var,“ segir
Þórdís, sem óneitanlega
brá í brún enda er vanalega
mikil viðhöfn þegar kónga-
fólk ber að garði á Íslandi.
Nánast lúðrablástur og líf-
verðir auk íslenskra fyrir-
menna „Ég þori nánast að
skjóta mig í fótinn upp á að
þetta var hún,“ bætir Þór-
dís við. Hún skrifaði síðar
þann dag skemmtilega færslu
á bloggsíðu sína en þar tekur
hún fram að Mette hafi ekkert
virkað neitt svakalega hress.
„Ég skil það svo sem alveg,
stelpuræfillinn er dæmd til að
eyða ævinni í að taka þátt í ein-
hverjum fávitalegum hirðsiða-
leikþætti með tilheyrandi silfur-
borðbúnaði og hneigingum vegna
þess að hún slysaðist til að verða
hrifin af Hákoni, krónprins Nor-
egs,“ skrifar Þórdís og bætir
við: „Ef það er eitthvað sem ég
botna ekki í þá eru það kóngar og
drottningar.“
DV greindi frá heimsókn Mette
í föstudagsblaði sínu og þar
kemur fram að Noregsprins-
essa sé hér í helgarferð ásamt
syni sínum af fyrra hjóna-
bandi. Þar kemur fram að
Mette hafi brugðið sér á snjó-
sleða og hyggist skoða nátt-
úru landsins nánar. Hjóna-
band Mette og Hákons þótt
mikið hneyksli á sínum tíma
enda hafði Mette átt í ástar-
sambandi við smáglæpa-
manninn Morten Borg og
eignast með honum
Marius. Henni
hefur þó tekist
að vinna norsku
þjóðina á sitt
band þótt þeim
Haraldi og Sonju þyki
hún helst til of villt.
Kryddpía nokkur hefur hug á að
komast aftur í sviðsljósið en þetta
er hún Melanie B úr Spice Girls.
Söngkonan hefur verið beðin um
að vera með í bandarísku þátt-
unum Dancing with the Stars
og féllst hún á það. Mel hefur að
undanförnu átt í harðvítugri deilu
við Eddie Murphy um forræð
dóttur þeirra Angel Iris. „Eddie
hefur ekkert látið í sér heyra hing-
að til en Mel hefur í nógu að snú-
ast þessa dagana enda er hún að
dansa í þættinum og sér um dætur
sínar þess á milli,“ sagði blaðafull-
trúi hennar.
Dansandi
kryddpía