Fréttablaðið - 02.06.2007, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 02.06.2007, Blaðsíða 80
30 31 1 2 3 4 5 Sitt sýnist hverjum um frið- un gamalla húsa og verndun götumynda þeirra í miðbæ Reykjavíkur. Torfusamtök- in vilja með óvissugöngu sinni í dag vekja athygli bæði á skipulagsslysum og farsælli húsavernd. Gengið verður um pósthverfið 101 í Reykjavík, Kvosina og holtin beggja megin undir leiðsögn þeirra Péturs Ármannssonar og Snorra Freys Hilmarssonar. Nokkurra húsa verður vitjað sem finna má á nýútkomnum gátlista samtakanna 101 í hættu. Hann prýða myndir af 101 húsi í elsta borgarhluta Reykja- víkur sem eru í útrýmingarhættu. Í göngunni verða skoðuð „farsæl dæmi um húsvernd í bland við gömul, ný og yfirvofandi skipulags- slys“ eins og segir í fréttatilkynn- ingu samtakanna. Safnast verð- ur saman á Vitatorgi (framan við Bjarnarborg á horni Vitastígs og Hverfisgötu) kl. 14.00. Göngunni lýkur á tónlistardag- skrá, Skjaldbreið til heiðurs, við Kirkjustræti 8a, kl. 15.30. Hótel Skjaldbreið sem geymir einn elsta tónleikasal landsins er eitt þeirra fjölmörgu sögufrægu húsa í 101 sem eru í hættu. Þar koma fram tónlistarmenn. Allir velunnarar gamla bæjarins eru hvattir til að mæta. Samtökin hafa á undanförnum misserum vaknað úr dvala en þau áttu mestan heiður af því á sínum tíma að húsavernd var hafin til vegs og virðingar: í framhaldi þess voru sett lög um húsavernd, fjölda húsa bjargað frá eyðilegg- ingu, settir voru á stofn sjóðir til að styrkja endurbyggingu eldri húsa og hefur grettistaki verið lyft í þeim efnum. En samtökin eru stað- föst í þeirri skoðun að betur má ef duga skal. Þau benda á að á undan- förnum árum hafa risið í lágreistri byggð ný hús sem gjarnan þrengja sér að ystu lóðamörkum og skaga bæði upp og út í byggðarsamfellu sem hefur þróast alla síðustu öld. Þessi nýju hús stinga í stúf – bók- staflega, standa upp úr og út úr. Samtökin benda á að í samþykktum er gert ráð fyrir að 101 hús falli af þeim 650 sem enn standa í borginni frá því fyrir 1918. Bruninn á horni Austurstrætis og Lækjargötu hefur ýtt nokkuð við Reykvíkingum. Stórfelld breyt- ing á ásjónu borgarinnar frá Hafnarstræti og út í sjó mun ger- breyta borgarsvipnum og borgar- brag. Nýju hverfin við Sæbraut og á Slippsvæðinu munu enn auka á breytt yfirbragð borgarinn- ar: Þórður Magnússon formaður Torfusamtakanna er í senn bjart- sýnn og svartsýnn: „Við viljum vekja athygli á skorti á heildarsýn, skorti á framtíðarplani og líka að gera það sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir fleiri mistök: Skuggahverfið er mistök sem ekki verða tekin til baka.“ Hann er gagn- rýninn á framgöngu borgaryfir- valda: „Það er verið að skipuleggja Slippsvæðið sem er afskaplega líkt Skugganum. Það er verið að kynna deiliskipulagið fyrir það svæði. Við höfum alltaf látið heyra í okkur þar þegar við höfum fengið tækifæri til þess en maður hefur samt heil- miklar áhyggjur – það hljómar ekk- ert mjög sterkt þegar menn vara við því að byggja sjö hæða hús. Menn spyrja á móti hvað sé að sjö hæða húsum.“ Reykjavíkurborg hefur nýlega sett af stað starfs- hóp til að skoða umhverfisáhrif af hárisa byggingum, bæði skugga- varp og vindsækni sem getur, ef ef svo stendur á áttum, valdið mikl- um vindsveipum í næsta nágrenni, vilja sumir meina. Þórður segir Torfusamtökin draga línu sína við Snorrabraut: „Við höfum ekki getað kynnt okkur allt til hlýtar sem er í gangi. Við erum til dæmis ekki sátt við allt sem er að gerast í Sigtúni,“ segir hann. „Gamli Austurbærinn er annað áhyggju- efni. Deiliskipulagið sem var sam- þykkt 2002 felur í sér að þar megi nánast rífa öll gömul hús þar, það er gróið svæði. Það er ekki verið að gera íbúum neinn smá grikk með því að breyta þeirra gróna hverfi í byggingareit. Ég er alveg viss um að það er alveg sama hvar þú ert staddur í bænum, í Seljahverfi í Breiðholti – og allt í einu fengir þú upplýsingar um að hver sem er gæti keypt einbýlishús við hliðina á þér, rifið það niður og byggt þar fjölbýlishús. Það væri enginn sátt- ur við það.“ Þórður segir núverandi borgar- yfirvöld að vissu leyti enn óskrif- að blað: „Það var svo mikið að ger- ast þegar R-listinn var við völd og margt sem stefndi í alveg kol- ranga átt. Það eru mjög fá dæmi sem hægt er að taka um að núver- andi borgaryfirvöld hafi staðið sig eitthvað illa, það hefur lítið reynt á það. Eina dæmið sem ég man eftir að þeir hafi virkilega klúðrað er þegar þeir leyfðu meira byggingar- magn á Laugavegi 4-6 og komu þar með í veg fyrir að það væri hægt að teikna þar sómasamlegt hús.“ Hann útskýrir að í göngunni verði tekin dæmi um hvernig upp- byggingin í Skuggahverfinu hefur haft áhrif á einstaka íbúa. „Þetta var gróið hverfi, þar keypti fólk hús eða íbúð til að eiga alla ævi, til að setjast þar að. Sá fyrir sér ákveðna framtíð. Síðan var því raskað og hagsmunir litla mannsins voru látnir víkja fyrir hagsmunum annarra sem komu að þessu bara til þess að græða peninga.“ „Það má rekja þessi mistök til 1986 þegar Skuggahverfið var fyrst skipulagt, þá t.d. mótmæltu Torfu- samtökin og sögðu að það stefndi í skandal þarna vegna þess að það er verið að byggja hús sem eru ekki í skala við það sem fyrir er og þar með verður erfiðara að draga línu seinna meir. Það hefur reynst satt sem Torfusamtökin sögðu á þessum tíma – það hefur ekki verið hægt að draga neina línu þarna og þess- ir byggingareitir hafa teygt sig sí- fellt lengra upp í Skólavörðuholtið. Eins og staðan er í dag verður erf- itt að draga línuna milli Hverfis- götu og Laugavegs því sumir þessir reitir liggja akkúrat um þau svæði. Það sem ég hef kynnt mér – marg- ir skipulagsfræðingar vita kannski meira um þetta heldur en ég, en það sem ég hef kynnt mér erlendis er að þar eru skipulögð stærri svæði í einu og götur eru skipulagðar sem heild – hérna eru þetta alltaf bara reitir.“ Óvissuferð til framtíðar Í tengslum við yfirstandandi sýn- ingu Roni Horn – MY OZ í Lista- safni Reykjavíkur – mun Guja Dögg, arkitekt og deildarstjóri byggingarlistardeildar safnsins, halda fyrirlestur um manngerðar laugar í íslensku landslagi á morg- un kl. 13 í Hafnarhúsinu. Listamaðurinn Roni Horn hefur um langa hríð haft sérstakan augastað á vatni í ýmsum mynd- um bæði innanlands sem utan og verið heilluð af náttúru Íslands eins og víða má greina á sýning- unni. Upplifun Roni Horn er afar persónuleg og snertir áleitna þætti um skynjun, manngert um- hverfi, byggingarlist og náttúru. Með sýn Roni Horn að leiðarljósi leitast Guja Dögg við að fjalla um íslenskar laugar og samhengi þeirra við stórbrotið landslag út frá tengslum manns og náttúru eða byggingarlistar við stað. Laugar lands Ármúla 11 - sími 568-1500 Lónsbakka - sími 461-1070 Verð frá 19.900,- Garðsláttuvélar 3,5 hö - 6 hö „ÞAÐ ELSKA ALLAR KONUR HEIMSFRÆGA MENN“ GRETTIR Miðasala 568 8000 www.borgarleikhús.is grettir.blog. is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.