Fréttablaðið - 02.06.2007, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 02.06.2007, Blaðsíða 82
Hönnuðurinn Alberta Ferretti er stórt nafn í tískuheiminum í dag. Hún er talin einn frumlegasti hönnuður Ítala og er fræg fyrir að skapa þægileg en að sama skapi íburðarmikil föt. Hún notar dýr og fáguð efni til að skapa stíl sem er í senn klæðilegur, mjúkur og kven- legur. Með því að blanda saman rómantík og þægindum hefur hún fest sig í sessi sem ein áhrifa- mesta kona á Ítalíu í dag, og merk- ið hennar Philosophy veltir millj- örðum á ári hverju. Ferretti er einn uppáhaldshönn- uður Hollywood-stjarnanna sem klæðast gjarnan kjólum henn- ar á rauða dreglinum. Hún er ein af mörgum Evrópskum hönnuð- um sem eru um þessar mundir að sýna svokall- aða „ Resort“-línu í New York. „Resort“ þýðir í raun sumarferðastaður og fötin að sama skapi afslöpp- uð og henta heitara lofts- lagi. Lína Ferretti fyrir 2008 vakti mikla lukku í stóra eplinu og fötin voru aðallega í dimmbláum og fílabeinslitum tónum með akker- um ofnum í peysur og prjónakjóla. Dökkbláir jakkar í sjóliðastíl voru settir saman við stuttbuxur, póló- bolir saman við stelpuleg plíseruð pils og einnig gaf að líta flotta skyrtukjóla sem sýndu mikið af berum sólbrúnum leggjum. Eins og tískuspekúlöntunum varð að orði minnti línan á franska strand- bæinn Deauville á þriðja áratugn- um. Sumsé, innblásið af sjónum og ströndinni en alveg nógu smart til þess að ganga um götur stórborg- anna. Hvað kvöldkjóla varðaði var nóg af fisléttum og kvenlegum chiffon-kjólum sem eflaust munu njóta mikilla vinsælda hjá Holly- wood-dömunum. Eitt það besta við sumar erlendis (nema að maður búi á Suðurskautsland- inu) er sú staðreynd að fólk getur gengið um berleggjað. Ég er að vísu enn ekki sannfærð um að stuttbuxur séu smart klæðnaður á karlmönn- um (sem ég vil helst alltaf hafa í rokkaralegum gallabuxum allan ársins hring) en það er óneitanlega fallegt þegar konur sýna leggi í hnésíðum pilsum eða stuttbuxum og smeygja lökkuðum tánöglum í sandala. Sokka- buxur eru nefnilega ekkert sérstaklega þægilegur klæðnaður, og þar sem ég er forfallinn pilsafíkill þá var ég auðvitað alltaf berleggjuð alla daga þegar ég bjó utan landsteinanna. Á Íslandi virðist vera 7 stiga hiti allt árið um kring en átján stig og logn þykir hitabylgja. Ég fylltist óttablandinni virðingu um daginn þegar ég rölti Laugaveginn síðla kvölds og mætti (ölvuðum) yngismeyjum sem voru berleggjaðar í stuttpilsum í kulda og gaddi. Fótleggir þeirra voru orðnir bláir þrátt fyrir allt brúnkuspreyið og það lá við að ég fengi flensu bara við að horfa á þær. Það hefur alltaf verið mér algjör ráðgáta hvern- ig hitamælir Íslendinga er stilltur á sumrin. Þegar mælirinn sýnir fjórtan er alþjóð komin á hlýraboli með ís, alveg sama þó að gæsahúðin hrísl- ist eftir berum handleggjum og fótum. Ég er svo mikil kuldaskræfa að ég myndi helst eyða hinu íslenska sumri í Ugg-stígvélum og ullarsokka- buxum en einhvern veginn er það dálítið út úr kú við alla pastelstemn- inguna á Austurvelli á sólríkum degi. En nú er komið sumar segja þeir og hvað er þá til ráða? Persónulega finnst mér skelfilega hallærislegt að horfa upp á brúnkuspreyjaða leggi með gæsahúð en það er þó skömminni skárra en það versta tískuslys sem ég get hugsað mér: húðlitaðar sokka- buxur. En hvernig er hægt að bera smá hold án þess að fá sumarkvef eða blöðrubólgu? Leggings voru besti kosturinn í fyrra og ganga væntanlega ágætlega upp í sumar hvort sem þær eru með ballerínuskóm eða háum hælum. Svo er hægt að leika sér með hnésokka en þeir eru sætir við hné- buxur eða pils þannig að aðeins lítill hluti fótleggjanna fær að gægjast út. Þær hugrökku sem ekki þjást af krónískum fótkulda geta svo alltaf skellt sér í opnu hælaskóna við buxur. Í sumar eru víðar gallabuxur málið og þá tilvalið að hafa þær nógu síðar til að ná yfir freðnar tær. Það eina sem ég sé til ráða fyrir þær sem ætla að mæta í sexí hnésíðum pilsum og með bera leggi í brúðkaupin og kokkteilana í sumar er, því miður: ullarbrókin! Gæsahúð! SMS LEIKUR SENDU SMS JA 28F Á 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ BÍÓMIÐA! VINNINGAR ERU BÍÓMIÐAR, DVD MYNDIR, TÖLVULEIKIR OG MARGT FLEIRA! Frumsýnd 30. maí STRANGLEGA BÖNNUÐ INNAN 16 ÁRA V in n in g ar ve rð a af h en d ir h já B T Sm ár al in d . K ó p av o g i. M eð þ ví a ð t ak a þ át t er tu k o m in n í SM S kl ú b b. 9 9 kr /s ke yt ið . BLÓÐUGT FRAMHALD AF 28 DAYS LATER
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.