Fréttablaðið - 02.06.2007, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 02.06.2007, Blaðsíða 46
hús&heimili „Það vantar sóplista,“ hrópar starfsmaður Húsasmiðjunnar, þar sem hann stendur á bílaplaninu ásamt kúnna. Viðbrögðin láta ekki á sér standa. Innan úr dimmri vöru- geymslunni birtist fílefldur ungur maður með listana í höndunum og réttir félaga sínum hress í bragði. Í nánast sömu andrá myndast bílaröð fyrir utan geymsluna, viðskiptavin- ir eru að sækja vörur. Það er með ólíkindum að einhver skuli geta hugsað í svona hama- gangi, hvað þá málað, en fyrir Erlu Sigurðardóttur myndlistarkonu er það leikur einn, þar sem hún hefur komið sér upp vinnuaðstöðu beint fyrir ofan búðina, ásamt glerlista- konunum Katrínu Pálsdóttur og Steindóru Bergþórsdóttur. „Þetta er ekkert mál og sambúð- in við starfsfólkið í Húsasmiðjunni mjög góð,“ segir Erla, aðspurð um hvernig samstarfið gangi. „Svo kíkir það öðru hverju í heimsókn til okkar og kallar í okkur ef það eru einhverjar uppákomur í búð- inni.“ Listakonurnar hafa sjálfar staðið fyrir ýmsum uppákomum á vinnu- stofunni og má þar nefna samsýn- ingar fyrir jól og yfir sumartím- ann. Næsta skrefið er samsýning uppi á Akranesi, sem verður opnuð 16. júní, og önnur í ágúst í galleríi Ófeigs á Skólavörðustíg. Að sögn Erlu gengur samstarf- ið við listakonurnar ekki síður vel og kostirnir við svona kommúnu á heildina litið fleiri en gallar. „ Auð- vitað er gott að fá smá félagsskap, þar sem það getur stundum verið Málar og myndskreytir í gamalli vélsmiðju Erla Sigurðardóttir myndlistarkona hefur hreiðrað um sig á allsérstakri vinnustofu með samverkakonum sínum tveimur. Sköpunargáfan er þar allsráðandi. Góð birta hefur mikið að segja þegar unnið er við myndlist og Erla lætur hávaðann í umferðinni, sem berst að utan, ekki trufla sig. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Erla vinnur sum verkin inni, önnur úti. Hún leitaði til dæmis mikið út fyrir þegar hún undirbjó sig undir myndskreytingu bókanna Um loftin blá og Sumardag eftir Sigurð Thorlacius. Erla ásamt Katrínu Pálsdóttur og Steindóru Bergþórsdóttur á vinnustofunni sem var áður vélsmiðja og kallaðist Klettur. Það er gaman að segja frá því að þær ákváðu að halda heitinu þótt starfsemin sé með breyttu sniði. Að sjálfsögðu finnast bækur á vinnu- stofu Erlu, sem gott er að grípa í og leyfa huganum að reika. 2. JÚNÍ 2007 LAUGARDAGUR6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.